Innlent

Þingmenn halda áfram að ræða fjárlagafrumvarpið í dag

Atli Ísleifsson skrifar
Þingfundi lauk skömmu eftir miðnætti í nótt.
Þingfundi lauk skömmu eftir miðnætti í nótt. Vísir/Pjetur
Þingfundur hefst klukkan 10 í dag þar sem fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður rætt. Þingfundur stóð fram yfir miðnætti í nótt, þriðja kvöldið í röð.

Í frétt fréttastofu í gær kom fram að ríkisstjórn hverju sinni hefði jafnan nokkurn fjölda mála til afgreiðslu fyrir jólaleyfi sem hún gæti hliðrað til með í samningum sínum við stjórnarandstöðuna. Nú sé staðan hins vegar þannig að ríkisstjórnin hefur nánast engin önnur mál að semja um en fjárlagafrumvarpið og þar er stjórnarandstaðan með kröfur. 

Efst á lista stjórnarandstöðunnar er að auka framlög til Landspítalans, samræma greiðslur lífeyris viðþróun launa á vinnumarkaði og að samþykkt verði lög sem ógilda lækkun útvarpsgjaldsins á næsta ári. En frumvarp menntamálaráðherra um þetta var ekki afgreitt út úr ríkisstjórn á fundi hennar í gærmorgun þar sem það hefur setið fast í þrjár vikur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×