Enski boltinn

Jafnt hjá Íslendingaliðunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron lék allan leikinn fyrir Cardiff í dag.
Aron lék allan leikinn fyrir Cardiff í dag. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn á miðjunni hjá Cardiff sem vann gerði 2-2 jafntefli við Sheffield Wednesday á heimavelli í ensku B-deildinni í dag.

Aron og félagar leiddu 2-0 eftir fyrri hálfleikinn en gestirnir jöfnuðu með tveimur mörkum í seinni hálfleik.

Cardiff er í 7. sæti deildarinnar með 30 stig.

Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Charlton sem gerði markalaust jafntefli við Leeds United á heimavelli.

Charlton hefur aðeins fengið eitt stig úr síðustu þremur leikjum en liðið er í 21. sæti deildarinnar, einu stigi frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×