Hróðmar Helgason læknir Arjans: Skammarlegt að senda veik börn úr landi um miðja nótt Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 12. desember 2015 19:43 Hróðmar Helgason barnalæknir segist hafa skömm á þeim verknaði að senda veik börn úr landi í skjóli nætur. Hann var læknir Arjans hjartveika drengsins frá Albaníu og segist hafa meðhöndlað hann eins og íslensk börn. Hann hafi ekki átt von á öðru en að drengurinn myndi gangast undir aðgerð hér en séð í fréttum að hann væri á leið úr landi. Tvær albanskar fjölskyldur með langveik börn fóru úr landi með sömu vél. Arjan sem er með meðfæddan hjartagalla og drengur með alvarlegan slímseigjusjúkdóm sem er sýnu alvarlegri. Hróðmar Helgason barnalæknir annaðist Arjan litla meðan hann dvaldi hér á landi. Ekki var haft samband við hann og spurt hvort það væri læknisfræðilega verjandi að vísa drengnum frá.Sagt að Íslendingar myndu ekki borga reikninginnFaðirinn sagði í viðtali við Stöð 2 á þriðjudag að hann hefði ekki komið hingað til að græða peninga heldur til að bjarga sjálfum sér og syni sínum. Fjölskyldan sótti um hæli, fékk synjun og ákvað að áfrýja úrskurðinum. Um ástæður þess að þau drógu áfrýjun sína til baka áður en niðurstaða lá fyrir, sagðist faðir Arjans hafa fengið þær upplýsingar ítrekað, til að mynda frá félagsráðgjafa sínum, að sonur hans fengi ekki að fara í aðgerð hér á landi. Slík aðgerð væri dýr og Íslendingar ætluðu ekki að borga reikninginn. Hróðmar segir málið allt hafa komið afskaplega illa við sig þótt hann trúi því að drengurinn muni spjara sig. Hann segist skammast sín sem Íslendingur fyrir að svona sé komið fram við veik börn. Foreldrar reyni allar leiðir til bjarga börnunum sínum þegar þau veikist. Það sé ekki annað en skiljanlegt. „Þegar ég horfði á litla drenginn labba út úr íbúðinni með litla tuskudýrið sitt. Það var ekki hægt að láta það afskiptalaust.“ Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Hróðmar Helgason barnalæknir segist hafa skömm á þeim verknaði að senda veik börn úr landi í skjóli nætur. Hann var læknir Arjans hjartveika drengsins frá Albaníu og segist hafa meðhöndlað hann eins og íslensk börn. Hann hafi ekki átt von á öðru en að drengurinn myndi gangast undir aðgerð hér en séð í fréttum að hann væri á leið úr landi. Tvær albanskar fjölskyldur með langveik börn fóru úr landi með sömu vél. Arjan sem er með meðfæddan hjartagalla og drengur með alvarlegan slímseigjusjúkdóm sem er sýnu alvarlegri. Hróðmar Helgason barnalæknir annaðist Arjan litla meðan hann dvaldi hér á landi. Ekki var haft samband við hann og spurt hvort það væri læknisfræðilega verjandi að vísa drengnum frá.Sagt að Íslendingar myndu ekki borga reikninginnFaðirinn sagði í viðtali við Stöð 2 á þriðjudag að hann hefði ekki komið hingað til að græða peninga heldur til að bjarga sjálfum sér og syni sínum. Fjölskyldan sótti um hæli, fékk synjun og ákvað að áfrýja úrskurðinum. Um ástæður þess að þau drógu áfrýjun sína til baka áður en niðurstaða lá fyrir, sagðist faðir Arjans hafa fengið þær upplýsingar ítrekað, til að mynda frá félagsráðgjafa sínum, að sonur hans fengi ekki að fara í aðgerð hér á landi. Slík aðgerð væri dýr og Íslendingar ætluðu ekki að borga reikninginn. Hróðmar segir málið allt hafa komið afskaplega illa við sig þótt hann trúi því að drengurinn muni spjara sig. Hann segist skammast sín sem Íslendingur fyrir að svona sé komið fram við veik börn. Foreldrar reyni allar leiðir til bjarga börnunum sínum þegar þau veikist. Það sé ekki annað en skiljanlegt. „Þegar ég horfði á litla drenginn labba út úr íbúðinni með litla tuskudýrið sitt. Það var ekki hægt að láta það afskiptalaust.“
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira