Hróðmar Helgason læknir Arjans: Skammarlegt að senda veik börn úr landi um miðja nótt Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 12. desember 2015 19:43 Hróðmar Helgason barnalæknir segist hafa skömm á þeim verknaði að senda veik börn úr landi í skjóli nætur. Hann var læknir Arjans hjartveika drengsins frá Albaníu og segist hafa meðhöndlað hann eins og íslensk börn. Hann hafi ekki átt von á öðru en að drengurinn myndi gangast undir aðgerð hér en séð í fréttum að hann væri á leið úr landi. Tvær albanskar fjölskyldur með langveik börn fóru úr landi með sömu vél. Arjan sem er með meðfæddan hjartagalla og drengur með alvarlegan slímseigjusjúkdóm sem er sýnu alvarlegri. Hróðmar Helgason barnalæknir annaðist Arjan litla meðan hann dvaldi hér á landi. Ekki var haft samband við hann og spurt hvort það væri læknisfræðilega verjandi að vísa drengnum frá.Sagt að Íslendingar myndu ekki borga reikninginnFaðirinn sagði í viðtali við Stöð 2 á þriðjudag að hann hefði ekki komið hingað til að græða peninga heldur til að bjarga sjálfum sér og syni sínum. Fjölskyldan sótti um hæli, fékk synjun og ákvað að áfrýja úrskurðinum. Um ástæður þess að þau drógu áfrýjun sína til baka áður en niðurstaða lá fyrir, sagðist faðir Arjans hafa fengið þær upplýsingar ítrekað, til að mynda frá félagsráðgjafa sínum, að sonur hans fengi ekki að fara í aðgerð hér á landi. Slík aðgerð væri dýr og Íslendingar ætluðu ekki að borga reikninginn. Hróðmar segir málið allt hafa komið afskaplega illa við sig þótt hann trúi því að drengurinn muni spjara sig. Hann segist skammast sín sem Íslendingur fyrir að svona sé komið fram við veik börn. Foreldrar reyni allar leiðir til bjarga börnunum sínum þegar þau veikist. Það sé ekki annað en skiljanlegt. „Þegar ég horfði á litla drenginn labba út úr íbúðinni með litla tuskudýrið sitt. Það var ekki hægt að láta það afskiptalaust.“ Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Hróðmar Helgason barnalæknir segist hafa skömm á þeim verknaði að senda veik börn úr landi í skjóli nætur. Hann var læknir Arjans hjartveika drengsins frá Albaníu og segist hafa meðhöndlað hann eins og íslensk börn. Hann hafi ekki átt von á öðru en að drengurinn myndi gangast undir aðgerð hér en séð í fréttum að hann væri á leið úr landi. Tvær albanskar fjölskyldur með langveik börn fóru úr landi með sömu vél. Arjan sem er með meðfæddan hjartagalla og drengur með alvarlegan slímseigjusjúkdóm sem er sýnu alvarlegri. Hróðmar Helgason barnalæknir annaðist Arjan litla meðan hann dvaldi hér á landi. Ekki var haft samband við hann og spurt hvort það væri læknisfræðilega verjandi að vísa drengnum frá.Sagt að Íslendingar myndu ekki borga reikninginnFaðirinn sagði í viðtali við Stöð 2 á þriðjudag að hann hefði ekki komið hingað til að græða peninga heldur til að bjarga sjálfum sér og syni sínum. Fjölskyldan sótti um hæli, fékk synjun og ákvað að áfrýja úrskurðinum. Um ástæður þess að þau drógu áfrýjun sína til baka áður en niðurstaða lá fyrir, sagðist faðir Arjans hafa fengið þær upplýsingar ítrekað, til að mynda frá félagsráðgjafa sínum, að sonur hans fengi ekki að fara í aðgerð hér á landi. Slík aðgerð væri dýr og Íslendingar ætluðu ekki að borga reikninginn. Hróðmar segir málið allt hafa komið afskaplega illa við sig þótt hann trúi því að drengurinn muni spjara sig. Hann segist skammast sín sem Íslendingur fyrir að svona sé komið fram við veik börn. Foreldrar reyni allar leiðir til bjarga börnunum sínum þegar þau veikist. Það sé ekki annað en skiljanlegt. „Þegar ég horfði á litla drenginn labba út úr íbúðinni með litla tuskudýrið sitt. Það var ekki hægt að láta það afskiptalaust.“
Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira