Krabbameinsfélag Íslands stofnar vísindasjóð Atli Ísleifsson skrifar 16. desember 2015 08:26 Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, segist fagna þeim tímamótum sem felast í stofnun sjóðsins. Vísir/Valli Krabbameinsfélag Íslands og aðildarfélög þess hafa stofnað vísindasjóð sem ætlað er að styrkja krabbameinsrannsóknir hérlendis. Stofnfé sjóðsins er 250 milljónir króna og getur stjórn sjóðsins ráðstafað allt að 10 prósent af höfuðstól hans á hverju ári í rannsóknastyrki auk tekna sjóðsins á liðnu starfsári. Í tilkynningu frá félaginu segir að þetta sé eitt stærsta átak sem Krabbameinsfélag Íslands hafi ráðist í síðustu ár og er þess vænst að styrkir sjóðsins muni hleypa nýju lífi í krabbameinsrannsóknir hér á landi. „Um 160 milljónir króna af stofnfé sjóðsins eru framlög sem Krabbameinsfélag Íslands og aðildarfélög þess leggja til, en þar á meðal er hluti af söfnunarfé Krabbameinsfélagsins síðustu. Um 90 milljónir króna af stofnfé sjóðsins koma hins vegar úr tveimur eldri sjóðum sem hafa verið í vörslu Krabbameinsfélagsins en renna nú inn í hinn nýja vísindasjóð. Þetta eru sjóður Kristínar Björnsdóttur fyrrverandi starfsmanns Sameinuðu þjóðanna og minningarsjóður Ingibjargar Guðjónsdóttur Johnson. Markmið Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands er að efla íslenskar vísindarannsóknir á krabbameinum með því að styrkja rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Í ljósi þess að hluti stofnframlags kemur úr sjóði Kristínar Björnsdóttur er sérstaklega tekið fram í stofnskrá hins nýja sjóðs að hann muni styrkja rannsóknir á krabbameinum í börnum og unglingum og aðhlynningu krabbameinssjúkra barna. Auk vaxta af stofnframlagi eru tekjur Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands minningargjafir, erfðagjafir og söfnunarfé auk áheita og annarra gjafa og framlaga. Fyrirtæki og einstaklingar geta orðið styrktaraðilar sjóðsins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, fagnar þeim tímamótum sem felast í stofnun sjóðsins. „Ég vænti þess að það myndarlega stofnframlag sem sjóðnum er lagt til og sá vandaði rammi sem honum er búinn verði til þess að sem flestir leggi þessu mikilvæga málefni lið með fjárframlögum og öðrum stuðningi,“ segir Ragnheiður. Jakob Jóhannsson, formaður stjórnar Krabbameinsfélagsins, segir stofnun sjóðsins merkan áfanga sem náðst hafi fyrir tilstilli margra. „Tilkoma Vísindasjóðs felur í sér ný og þýðingarmikil tækifæri fyrir íslenska vísindamenn og mun hafa jákvæð áhrif á íslenska heilbrigðisþjónustu um ókomin ár,“ segir Jakob. Stefán Eiríksson lögfræðingur er formaður stjórnar vísindasjóðsins en hún er tilnefnd af stjórn Krabbameinsfélags Íslands. Stjórn sjóðsins mun auglýsa eftir umsóknum og annast styrkveitingar úr sjóðnum að fenginni umsögn Vísindaráðs Krabbameinsfélagsins sem mun leggja mat á umsóknirnar. Miðað er við að auglýsingar um styrkveitingar verði birtar í febrúar ár hvert og að úthlutun úr sjóðnum fari fram í byrjun maí,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Sjá meira
Krabbameinsfélag Íslands og aðildarfélög þess hafa stofnað vísindasjóð sem ætlað er að styrkja krabbameinsrannsóknir hérlendis. Stofnfé sjóðsins er 250 milljónir króna og getur stjórn sjóðsins ráðstafað allt að 10 prósent af höfuðstól hans á hverju ári í rannsóknastyrki auk tekna sjóðsins á liðnu starfsári. Í tilkynningu frá félaginu segir að þetta sé eitt stærsta átak sem Krabbameinsfélag Íslands hafi ráðist í síðustu ár og er þess vænst að styrkir sjóðsins muni hleypa nýju lífi í krabbameinsrannsóknir hér á landi. „Um 160 milljónir króna af stofnfé sjóðsins eru framlög sem Krabbameinsfélag Íslands og aðildarfélög þess leggja til, en þar á meðal er hluti af söfnunarfé Krabbameinsfélagsins síðustu. Um 90 milljónir króna af stofnfé sjóðsins koma hins vegar úr tveimur eldri sjóðum sem hafa verið í vörslu Krabbameinsfélagsins en renna nú inn í hinn nýja vísindasjóð. Þetta eru sjóður Kristínar Björnsdóttur fyrrverandi starfsmanns Sameinuðu þjóðanna og minningarsjóður Ingibjargar Guðjónsdóttur Johnson. Markmið Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands er að efla íslenskar vísindarannsóknir á krabbameinum með því að styrkja rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Í ljósi þess að hluti stofnframlags kemur úr sjóði Kristínar Björnsdóttur er sérstaklega tekið fram í stofnskrá hins nýja sjóðs að hann muni styrkja rannsóknir á krabbameinum í börnum og unglingum og aðhlynningu krabbameinssjúkra barna. Auk vaxta af stofnframlagi eru tekjur Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands minningargjafir, erfðagjafir og söfnunarfé auk áheita og annarra gjafa og framlaga. Fyrirtæki og einstaklingar geta orðið styrktaraðilar sjóðsins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, fagnar þeim tímamótum sem felast í stofnun sjóðsins. „Ég vænti þess að það myndarlega stofnframlag sem sjóðnum er lagt til og sá vandaði rammi sem honum er búinn verði til þess að sem flestir leggi þessu mikilvæga málefni lið með fjárframlögum og öðrum stuðningi,“ segir Ragnheiður. Jakob Jóhannsson, formaður stjórnar Krabbameinsfélagsins, segir stofnun sjóðsins merkan áfanga sem náðst hafi fyrir tilstilli margra. „Tilkoma Vísindasjóðs felur í sér ný og þýðingarmikil tækifæri fyrir íslenska vísindamenn og mun hafa jákvæð áhrif á íslenska heilbrigðisþjónustu um ókomin ár,“ segir Jakob. Stefán Eiríksson lögfræðingur er formaður stjórnar vísindasjóðsins en hún er tilnefnd af stjórn Krabbameinsfélags Íslands. Stjórn sjóðsins mun auglýsa eftir umsóknum og annast styrkveitingar úr sjóðnum að fenginni umsögn Vísindaráðs Krabbameinsfélagsins sem mun leggja mat á umsóknirnar. Miðað er við að auglýsingar um styrkveitingar verði birtar í febrúar ár hvert og að úthlutun úr sjóðnum fari fram í byrjun maí,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Sjá meira