Krabbameinsfélag Íslands stofnar vísindasjóð Atli Ísleifsson skrifar 16. desember 2015 08:26 Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, segist fagna þeim tímamótum sem felast í stofnun sjóðsins. Vísir/Valli Krabbameinsfélag Íslands og aðildarfélög þess hafa stofnað vísindasjóð sem ætlað er að styrkja krabbameinsrannsóknir hérlendis. Stofnfé sjóðsins er 250 milljónir króna og getur stjórn sjóðsins ráðstafað allt að 10 prósent af höfuðstól hans á hverju ári í rannsóknastyrki auk tekna sjóðsins á liðnu starfsári. Í tilkynningu frá félaginu segir að þetta sé eitt stærsta átak sem Krabbameinsfélag Íslands hafi ráðist í síðustu ár og er þess vænst að styrkir sjóðsins muni hleypa nýju lífi í krabbameinsrannsóknir hér á landi. „Um 160 milljónir króna af stofnfé sjóðsins eru framlög sem Krabbameinsfélag Íslands og aðildarfélög þess leggja til, en þar á meðal er hluti af söfnunarfé Krabbameinsfélagsins síðustu. Um 90 milljónir króna af stofnfé sjóðsins koma hins vegar úr tveimur eldri sjóðum sem hafa verið í vörslu Krabbameinsfélagsins en renna nú inn í hinn nýja vísindasjóð. Þetta eru sjóður Kristínar Björnsdóttur fyrrverandi starfsmanns Sameinuðu þjóðanna og minningarsjóður Ingibjargar Guðjónsdóttur Johnson. Markmið Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands er að efla íslenskar vísindarannsóknir á krabbameinum með því að styrkja rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Í ljósi þess að hluti stofnframlags kemur úr sjóði Kristínar Björnsdóttur er sérstaklega tekið fram í stofnskrá hins nýja sjóðs að hann muni styrkja rannsóknir á krabbameinum í börnum og unglingum og aðhlynningu krabbameinssjúkra barna. Auk vaxta af stofnframlagi eru tekjur Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands minningargjafir, erfðagjafir og söfnunarfé auk áheita og annarra gjafa og framlaga. Fyrirtæki og einstaklingar geta orðið styrktaraðilar sjóðsins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, fagnar þeim tímamótum sem felast í stofnun sjóðsins. „Ég vænti þess að það myndarlega stofnframlag sem sjóðnum er lagt til og sá vandaði rammi sem honum er búinn verði til þess að sem flestir leggi þessu mikilvæga málefni lið með fjárframlögum og öðrum stuðningi,“ segir Ragnheiður. Jakob Jóhannsson, formaður stjórnar Krabbameinsfélagsins, segir stofnun sjóðsins merkan áfanga sem náðst hafi fyrir tilstilli margra. „Tilkoma Vísindasjóðs felur í sér ný og þýðingarmikil tækifæri fyrir íslenska vísindamenn og mun hafa jákvæð áhrif á íslenska heilbrigðisþjónustu um ókomin ár,“ segir Jakob. Stefán Eiríksson lögfræðingur er formaður stjórnar vísindasjóðsins en hún er tilnefnd af stjórn Krabbameinsfélags Íslands. Stjórn sjóðsins mun auglýsa eftir umsóknum og annast styrkveitingar úr sjóðnum að fenginni umsögn Vísindaráðs Krabbameinsfélagsins sem mun leggja mat á umsóknirnar. Miðað er við að auglýsingar um styrkveitingar verði birtar í febrúar ár hvert og að úthlutun úr sjóðnum fari fram í byrjun maí,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira
Krabbameinsfélag Íslands og aðildarfélög þess hafa stofnað vísindasjóð sem ætlað er að styrkja krabbameinsrannsóknir hérlendis. Stofnfé sjóðsins er 250 milljónir króna og getur stjórn sjóðsins ráðstafað allt að 10 prósent af höfuðstól hans á hverju ári í rannsóknastyrki auk tekna sjóðsins á liðnu starfsári. Í tilkynningu frá félaginu segir að þetta sé eitt stærsta átak sem Krabbameinsfélag Íslands hafi ráðist í síðustu ár og er þess vænst að styrkir sjóðsins muni hleypa nýju lífi í krabbameinsrannsóknir hér á landi. „Um 160 milljónir króna af stofnfé sjóðsins eru framlög sem Krabbameinsfélag Íslands og aðildarfélög þess leggja til, en þar á meðal er hluti af söfnunarfé Krabbameinsfélagsins síðustu. Um 90 milljónir króna af stofnfé sjóðsins koma hins vegar úr tveimur eldri sjóðum sem hafa verið í vörslu Krabbameinsfélagsins en renna nú inn í hinn nýja vísindasjóð. Þetta eru sjóður Kristínar Björnsdóttur fyrrverandi starfsmanns Sameinuðu þjóðanna og minningarsjóður Ingibjargar Guðjónsdóttur Johnson. Markmið Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands er að efla íslenskar vísindarannsóknir á krabbameinum með því að styrkja rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Í ljósi þess að hluti stofnframlags kemur úr sjóði Kristínar Björnsdóttur er sérstaklega tekið fram í stofnskrá hins nýja sjóðs að hann muni styrkja rannsóknir á krabbameinum í börnum og unglingum og aðhlynningu krabbameinssjúkra barna. Auk vaxta af stofnframlagi eru tekjur Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands minningargjafir, erfðagjafir og söfnunarfé auk áheita og annarra gjafa og framlaga. Fyrirtæki og einstaklingar geta orðið styrktaraðilar sjóðsins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, fagnar þeim tímamótum sem felast í stofnun sjóðsins. „Ég vænti þess að það myndarlega stofnframlag sem sjóðnum er lagt til og sá vandaði rammi sem honum er búinn verði til þess að sem flestir leggi þessu mikilvæga málefni lið með fjárframlögum og öðrum stuðningi,“ segir Ragnheiður. Jakob Jóhannsson, formaður stjórnar Krabbameinsfélagsins, segir stofnun sjóðsins merkan áfanga sem náðst hafi fyrir tilstilli margra. „Tilkoma Vísindasjóðs felur í sér ný og þýðingarmikil tækifæri fyrir íslenska vísindamenn og mun hafa jákvæð áhrif á íslenska heilbrigðisþjónustu um ókomin ár,“ segir Jakob. Stefán Eiríksson lögfræðingur er formaður stjórnar vísindasjóðsins en hún er tilnefnd af stjórn Krabbameinsfélags Íslands. Stjórn sjóðsins mun auglýsa eftir umsóknum og annast styrkveitingar úr sjóðnum að fenginni umsögn Vísindaráðs Krabbameinsfélagsins sem mun leggja mat á umsóknirnar. Miðað er við að auglýsingar um styrkveitingar verði birtar í febrúar ár hvert og að úthlutun úr sjóðnum fari fram í byrjun maí,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira