Gerir útgáfusamning við Sony Gunnar Leó Pálsson skrifar 17. desember 2015 07:00 Axel Flóvent steig út fyrir þægindarammann sinn um liðna helgi þegar hann kom fram á Jólagestum Björgvins en hann syngur ekki jólalög fyrir fullri Laugardalshöll á hverjum degi. Mynd/Mummi Lú Tónlistarmaðurinn Axel Flóvent skrifaði á dögunum undir samning við Sony en fyrirtækið mun sjá um að gefa EP-plötu Axels, Forest Fires, út í Evrópu. „Tilfinningin er rosalega góð, þetta er rosa stórt og gott skref, en best er að vita hversu góður samningur þetta er og byrjar á mjög traustum grunni,“ segir Axel alsæll með samninginn. Sindri Ástmarsson, umboðsmaður Axels, tekur í sama streng: „Þetta er auðvitað frábært. Við ákváðum samt að bíða með frekari skuldbindingar að svo stöddu. Þetta er bara samningur upp á útgáfu plötunnar í nokkrum löndum í Evrópu.“ Sony bauð Axel samning í upphafi sem hann hafnaði en eftir nokkrar viðræður náðust loks samningar. „Við gáfum EP-plötuna út sjálfir hér heima og hjá litlu útgáfufyrirtæki í Bretlandi. Þessi samningur er stórt skref. Það er fáránleg staða að geta hafnað samningi við Sony og fengið betri samning með jafn lítilli skuldbindingu. Þetta er furðu lítil binding og munum við taka nokkurra mánaða prufu með Sony en ef það gengur ekki eins og við viljum verður farið eitthvert annað með næstu plötu Axels,“ segir Sindri. Forest Fires kom út hér á landi í júni og í Bretlandi í maí og kemur nú út í fleiri löndum í Evrópu.Axel Flóvent er á leið í sína fyrstu tónleikaferð um Bandaríkin eftir áramót.mynd/Sigga EllaFyrsta breiðskífa Axels er nánast tilbúin en kemur þó ekki út strax þar sem mikill hiti er yfir EP-plötunni. Næsta ár lítur vel út fyrir Húsvíkinginn unga samkvæmt Sindra. „Árið 2016 lítur mjög vel út og eru ýmsar viðræður í gangi,“ segir Sindri sem gat ekki sagt meira að svo stöddu. Axel hefur í nógu að snúast um þessar mundir og átti hann til að mynda lag í síðasta þætti af Vampire Diaries. „Lagið heitir Beach og var spilað í þættinum en talið er að um fimm milljónir manns hafi séð þáttinn,“ segir Sindri. Tónlist Axels mun hljóma fleiri þáttum því fyrir skömmu seldi hann lag bæði í stóra þýska auglýsingu og vinsælan sjónvarpsþátt vestan hafs. Hann heldur af stað í sína fyrstu tónleikaferð um Bandaríkin í lok febrúar og verður úti í tæpan mánuð. „Túrinn endar á South by Southwest tónlistarhátíðinni í Austin í Texas í mars. Hann kemur líka fram á The Great Escape tónlistarhátíðinni á Bretlandi í maí en næst er það Eurosonic-hátíðin í janúar og smá túr í kringum það í Póllandi og Hollandi,“ útskýrir Sindri. Árið hefur verið annasamt hjá Axel og fór hann meðal annars í tónleikaferð um Þýskaland og Bretland. Axel kom fram á Jólagestum Björgvins um liðna helgi. „Það má segja að hann hafi stigið út fyrir þægindarammann sinn um helgina, hann syngur ekki jólalög fyrir fullri Laugardalshöll á hverjum degi,“ bætir Sindri við léttur í lund. Spurður út í jólin segist Axel ekkert vera neitt sérstaklega mikið jólabarn og að hann verði að einhverju leyti lokaður inni í æfingahúsnæði um jólin. „Jólin verða smá spilerí og eitthvað af æfingum með hljómsveitinni fyrir Eurosonic sem er í janúar. Svo mun ég líka tjilla með fjölskyldu og vinum,“ segir Axel. Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Axel Flóvent skrifaði á dögunum undir samning við Sony en fyrirtækið mun sjá um að gefa EP-plötu Axels, Forest Fires, út í Evrópu. „Tilfinningin er rosalega góð, þetta er rosa stórt og gott skref, en best er að vita hversu góður samningur þetta er og byrjar á mjög traustum grunni,“ segir Axel alsæll með samninginn. Sindri Ástmarsson, umboðsmaður Axels, tekur í sama streng: „Þetta er auðvitað frábært. Við ákváðum samt að bíða með frekari skuldbindingar að svo stöddu. Þetta er bara samningur upp á útgáfu plötunnar í nokkrum löndum í Evrópu.“ Sony bauð Axel samning í upphafi sem hann hafnaði en eftir nokkrar viðræður náðust loks samningar. „Við gáfum EP-plötuna út sjálfir hér heima og hjá litlu útgáfufyrirtæki í Bretlandi. Þessi samningur er stórt skref. Það er fáránleg staða að geta hafnað samningi við Sony og fengið betri samning með jafn lítilli skuldbindingu. Þetta er furðu lítil binding og munum við taka nokkurra mánaða prufu með Sony en ef það gengur ekki eins og við viljum verður farið eitthvert annað með næstu plötu Axels,“ segir Sindri. Forest Fires kom út hér á landi í júni og í Bretlandi í maí og kemur nú út í fleiri löndum í Evrópu.Axel Flóvent er á leið í sína fyrstu tónleikaferð um Bandaríkin eftir áramót.mynd/Sigga EllaFyrsta breiðskífa Axels er nánast tilbúin en kemur þó ekki út strax þar sem mikill hiti er yfir EP-plötunni. Næsta ár lítur vel út fyrir Húsvíkinginn unga samkvæmt Sindra. „Árið 2016 lítur mjög vel út og eru ýmsar viðræður í gangi,“ segir Sindri sem gat ekki sagt meira að svo stöddu. Axel hefur í nógu að snúast um þessar mundir og átti hann til að mynda lag í síðasta þætti af Vampire Diaries. „Lagið heitir Beach og var spilað í þættinum en talið er að um fimm milljónir manns hafi séð þáttinn,“ segir Sindri. Tónlist Axels mun hljóma fleiri þáttum því fyrir skömmu seldi hann lag bæði í stóra þýska auglýsingu og vinsælan sjónvarpsþátt vestan hafs. Hann heldur af stað í sína fyrstu tónleikaferð um Bandaríkin í lok febrúar og verður úti í tæpan mánuð. „Túrinn endar á South by Southwest tónlistarhátíðinni í Austin í Texas í mars. Hann kemur líka fram á The Great Escape tónlistarhátíðinni á Bretlandi í maí en næst er það Eurosonic-hátíðin í janúar og smá túr í kringum það í Póllandi og Hollandi,“ útskýrir Sindri. Árið hefur verið annasamt hjá Axel og fór hann meðal annars í tónleikaferð um Þýskaland og Bretland. Axel kom fram á Jólagestum Björgvins um liðna helgi. „Það má segja að hann hafi stigið út fyrir þægindarammann sinn um helgina, hann syngur ekki jólalög fyrir fullri Laugardalshöll á hverjum degi,“ bætir Sindri við léttur í lund. Spurður út í jólin segist Axel ekkert vera neitt sérstaklega mikið jólabarn og að hann verði að einhverju leyti lokaður inni í æfingahúsnæði um jólin. „Jólin verða smá spilerí og eitthvað af æfingum með hljómsveitinni fyrir Eurosonic sem er í janúar. Svo mun ég líka tjilla með fjölskyldu og vinum,“ segir Axel.
Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira