Lögreglan á Akureyri varar við hættulegum hrossum Sveinn Arnarsson skrifar 19. desember 2015 08:00 vísir/stefán Girðingar í nágrenni Akureyrar eru margar hverjar á kafi og hross eiga greiða leið upp á þjóðvegi. Stórhættulegt ástand, segir yfirlögregluþjónn. Formaður hestamannafélagsins Léttis á Akureyri tekur undir varnaðarorð lögreglunnar. Landbúnaður Lögreglan á Akureyri hefur síðustu daga haft í nógu að snúast í hrossasmölun norðan Akureyrar. Eftir snjóatíð undanfarið hafa margar girðingar farið í kaf. Einnig hafa jarðbönn orðið í mörgum túnum og hross því farið af stað í leit að æti.„Já, það hafa komið tilvik þar sem við höfum verið að smala hrossum af vegum til að gæta öryggis bæði dýra og vegfarenda,“ segir Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri. Þann 9. desember sem og tveimur dögum síðar þurftu lögreglumenn á Akureyri að sinna útköllum þar sem hross voru farin úr hólfum sínum. Mikið hafði snjóað þá daga og girðingar fóru á kaf. Þann 9. þurftu lögreglumenn að koma hrossum af þjóðvegi 1 rétt norðan Akureyrar í svartamyrkri. Tveimur dögum seinna þurftu svo lögreglumenn að smala hrossum innan bæjarmarka Akureyrar. Náðist að króa hrossin af á leikvelli barna ofarlega í bænum þar sem eigendur vitjuðu hrossa sinna. „Það er stórhætta þegar svona stórar skepnur fara úr girðingum og upp á vegi,“ segir Daníel yfirlögregluþjónn. „Viljum við því biðla til bænda og eigenda búfjár á þessum slóðum að huga að girðingum sínum. Ef ekki er hægt að halda hólfum girtum er nauðsynlegt að taka hesta á hús svo ekki skapist stórhætta.“ Sigfús Ólafur Helgason, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Léttis á Akureyri, tekur undir orð yfirlögregluþjónsins á Akureyri og þakkar fyrir að ekki hafi orðið slys. „Við höfum beint því til eigenda hrossa á svæðinu að huga að útigangi. Girðingar eru komnar á kaf og enga beit er að finna í mörgum hólfum. Því þarf að gefa hrossum úti og huga vel að girðingum. Við höfum einnig fengið fjölda ábendinga um laus hross á svæðinu. Það er mjög mikilvægt í því árferði sem nú er að gæta að því að hross fari ekki af stað. Um leið og hross fá ekki beit í hólfum sínum fara þau á flæking og því er voðinn vís,“ segir Sigfús Ólafur. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Girðingar í nágrenni Akureyrar eru margar hverjar á kafi og hross eiga greiða leið upp á þjóðvegi. Stórhættulegt ástand, segir yfirlögregluþjónn. Formaður hestamannafélagsins Léttis á Akureyri tekur undir varnaðarorð lögreglunnar. Landbúnaður Lögreglan á Akureyri hefur síðustu daga haft í nógu að snúast í hrossasmölun norðan Akureyrar. Eftir snjóatíð undanfarið hafa margar girðingar farið í kaf. Einnig hafa jarðbönn orðið í mörgum túnum og hross því farið af stað í leit að æti.„Já, það hafa komið tilvik þar sem við höfum verið að smala hrossum af vegum til að gæta öryggis bæði dýra og vegfarenda,“ segir Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri. Þann 9. desember sem og tveimur dögum síðar þurftu lögreglumenn á Akureyri að sinna útköllum þar sem hross voru farin úr hólfum sínum. Mikið hafði snjóað þá daga og girðingar fóru á kaf. Þann 9. þurftu lögreglumenn að koma hrossum af þjóðvegi 1 rétt norðan Akureyrar í svartamyrkri. Tveimur dögum seinna þurftu svo lögreglumenn að smala hrossum innan bæjarmarka Akureyrar. Náðist að króa hrossin af á leikvelli barna ofarlega í bænum þar sem eigendur vitjuðu hrossa sinna. „Það er stórhætta þegar svona stórar skepnur fara úr girðingum og upp á vegi,“ segir Daníel yfirlögregluþjónn. „Viljum við því biðla til bænda og eigenda búfjár á þessum slóðum að huga að girðingum sínum. Ef ekki er hægt að halda hólfum girtum er nauðsynlegt að taka hesta á hús svo ekki skapist stórhætta.“ Sigfús Ólafur Helgason, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Léttis á Akureyri, tekur undir orð yfirlögregluþjónsins á Akureyri og þakkar fyrir að ekki hafi orðið slys. „Við höfum beint því til eigenda hrossa á svæðinu að huga að útigangi. Girðingar eru komnar á kaf og enga beit er að finna í mörgum hólfum. Því þarf að gefa hrossum úti og huga vel að girðingum. Við höfum einnig fengið fjölda ábendinga um laus hross á svæðinu. Það er mjög mikilvægt í því árferði sem nú er að gæta að því að hross fari ekki af stað. Um leið og hross fá ekki beit í hólfum sínum fara þau á flæking og því er voðinn vís,“ segir Sigfús Ólafur.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira