Innlent

Lögreglan og vopnaðir sérsveitarmenn lokuðu Brautarholtsvegi í kvöld

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglan segir grun hafa verið um vopnalagabrot og hótanir á svæðinu.
Lögreglan segir grun hafa verið um vopnalagabrot og hótanir á svæðinu. Vísir/Hari
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með mikinn viðbúnað á Brautarholtsvegi á Kjalarnesi á tíunda tímanum í kvöld. Var lögreglan þar með fjölda bíla á vettvangi og voru ökumenn stöðvaðir og beðnir um skilríki og ástæðu ferðar. Lögreglan naut aðstoðar meðlima sérsveitar ríkislögreglustjóra sem voru vopnaðir vélbyssum.

Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir grun hafa verið uppi um vopnalagabrot og hótanir á svæðinu en málið telst afgreitt á þessari stundu.

„Málið snerist um meintar hótanir og vopnalagabrot og er afgreitt,“ segir Kristján og er aðgerðum lögreglu lokið.

Uppfært klukkan 23:29: 

Kristján Ólafur segir einn mann hafa verið handtekinn vegna málsins.

Veist þú meira um málið? Sendu okkur póst á ritstjorn@visir.is.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×