Sjúklingar fastir á geðdeild því þeir fá ekki húsnæði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 1. desember 2015 06:00 14 sjúklingar eru á réttar- og öryggisgeðdeild Landspítalans. Helmingur hefur lokið meðferð en hefur engan samastað. Fréttablaðið/anton Af fjórtán sjúklingum á réttar- og öryggisgeðdeildum Landspítala hefur helmingur náð nægilega góðri heilsu til að útskrifast af spítalanum en ónæg búsetuúrræði koma í veg fyrir það. „Þessir sjúklingar þurfa að vera hjá okkur því annars fara þeir á götuna. Við getum ekki leyft það af siðferðislegum ástæðum. Varðandi sjúklinga á réttargeðdeild höfum við ekki heldur leyfi til þess því við vinnum eftir dómi,“ segir Guðmundur Sævar Sævarsson, deildarstjóri öryggis- og réttargeðdeildarþjónustu spítalans. Sumir hafa beðið í að minnsta kosti ár eftir viðeigandi búsetuúrræði en húsnæðið þarf að bjóða upp á aðhald, ramma og eftirlit. „Það er ekki í boði að þessir einstaklingar fari inn á aðstandendur. Þetta er fólk með langa sögu veikinda og getur valdið skaða eða gert eitthvað af sér ef það veikist aftur. Það þarf að vera undir eftirliti og það er á ábyrgð samfélagsins að sjá til þess,“ segir Sævar.Guðmundur Sævar Sævarsson, deildarstjóri öryggis- og réttargeðdeildarþjónustu LandspítalansÁ öryggisgeðdeild eru sjúklingar sem sviptir hafa verið sjálfræði lagðir inn og eru rúm fyrir átta sjúklinga. Í dag eru þó níu manns á deildinni. „Við sinnum ekki lengur meðferð á þessum sjúklingum og þannig eru deildirnar notaðar sem geymslur. Um leið getum við ekki tekið á móti sjúklingum sem við ættum að vera að sinna. Þeir eru fastir á Hringbraut,“ segir Guðmundur. Alls bíða 30 til 40 geðfatlaðir eftir búsetuúrræði í Reykjavík og þar af tveir af þessum tveimur deildum. Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir átak hafa verið gert með samstarfi velferðarsviðs og geðsviðs spítalans. Um áramót voru sextán sjúklingar sem höfðu lokið meðferð settir á lista og hafa fimmtán af þeim fengið búsetuúrræði. Þar af fjórir af öryggis- og réttargeðdeild. „Síðan hafa tveir sjúklingar af þessum deildum bæst við á listann á síðustu mánuðum. Þeir bíða nú eftir úrræði hjá okkur eða öðru úrræði sem ríkið þyrfti að sjá um þar sem venjuleg úrræði á vegum sveitarfélaga duga ekki í sumum tilfellum,“ segir Stefán. Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Af fjórtán sjúklingum á réttar- og öryggisgeðdeildum Landspítala hefur helmingur náð nægilega góðri heilsu til að útskrifast af spítalanum en ónæg búsetuúrræði koma í veg fyrir það. „Þessir sjúklingar þurfa að vera hjá okkur því annars fara þeir á götuna. Við getum ekki leyft það af siðferðislegum ástæðum. Varðandi sjúklinga á réttargeðdeild höfum við ekki heldur leyfi til þess því við vinnum eftir dómi,“ segir Guðmundur Sævar Sævarsson, deildarstjóri öryggis- og réttargeðdeildarþjónustu spítalans. Sumir hafa beðið í að minnsta kosti ár eftir viðeigandi búsetuúrræði en húsnæðið þarf að bjóða upp á aðhald, ramma og eftirlit. „Það er ekki í boði að þessir einstaklingar fari inn á aðstandendur. Þetta er fólk með langa sögu veikinda og getur valdið skaða eða gert eitthvað af sér ef það veikist aftur. Það þarf að vera undir eftirliti og það er á ábyrgð samfélagsins að sjá til þess,“ segir Sævar.Guðmundur Sævar Sævarsson, deildarstjóri öryggis- og réttargeðdeildarþjónustu LandspítalansÁ öryggisgeðdeild eru sjúklingar sem sviptir hafa verið sjálfræði lagðir inn og eru rúm fyrir átta sjúklinga. Í dag eru þó níu manns á deildinni. „Við sinnum ekki lengur meðferð á þessum sjúklingum og þannig eru deildirnar notaðar sem geymslur. Um leið getum við ekki tekið á móti sjúklingum sem við ættum að vera að sinna. Þeir eru fastir á Hringbraut,“ segir Guðmundur. Alls bíða 30 til 40 geðfatlaðir eftir búsetuúrræði í Reykjavík og þar af tveir af þessum tveimur deildum. Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir átak hafa verið gert með samstarfi velferðarsviðs og geðsviðs spítalans. Um áramót voru sextán sjúklingar sem höfðu lokið meðferð settir á lista og hafa fimmtán af þeim fengið búsetuúrræði. Þar af fjórir af öryggis- og réttargeðdeild. „Síðan hafa tveir sjúklingar af þessum deildum bæst við á listann á síðustu mánuðum. Þeir bíða nú eftir úrræði hjá okkur eða öðru úrræði sem ríkið þyrfti að sjá um þar sem venjuleg úrræði á vegum sveitarfélaga duga ekki í sumum tilfellum,“ segir Stefán.
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira