Möguleiki að ríkið ákveði bensínverð Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. desember 2015 07:00 Almennt verð á bensíni er rétt undir 200 krónum á lítrann. N1 er stærsta olíufélagið. Fréttablaðið/Vilhelm Til greina kemur að beita verðstýringaraðferðum til að ná fram markmiðum um lægra verð á bílaeldsneyti, ef aðrar aðferðir duga ekki. Þetta er mat Samkeppniseftirlitsins sem birti í gær frumniðurstöður markaðsrannsóknar á eldsneytisverði. Rannsóknin hófst árið 2013. Samkeppniseftirlitið telur að neytendur hafi greitt samtals um 4.000-4.500 milljónum krónum of mikið í eldsneyti með virðisaukaskatti í smásölu á árinu 2014. Álagning á bílaeldsneyti hafi verið óeðlilega há sem nemur allt að 18 krónum á hvern lítra af bensíni og 20 krónum á hvern lítra dísilolíu á árinu 2012. Samkeppniseftirlitið telur að verðstýring á mörkuðum sé neyðarúrræði. Ekki kæmi til þessa fyrirkomulags nema að undangengu mati á ferli þar sem gripið hefði verið til allra mögulegra úrbóta til þess að efla samkeppni og þær ekki dugað til. „Ef samkeppnisaðstæður eru hins vegar skaðlegar og verð hærra en gera má ráð fyrir þegar tekið tillit hefur verið tekið til legu landsins, dreifðrar byggðar, veðurfars og annarra þátta sem mögulega gætu haft áhrif til hækkunar eldsneytisverði, þá getur það skilað árangri að setja hámarksverð,“ segir í skýrslu Samkeppniseftirlitsins.Olís Jón Ólafur Halldórsson framkvæmdastjóri sölusviðsSamkeppniseftirlitið bendir á að fjarskiptafyrirtækjum á evrópskum markaði, þar með talið íslenskum, séu sett mörk á það hve hátt gjald þau mega rukka fyrir símtöl milli landa. Samkeppniseftirlitið segir verðstýringu milli landa ekki vera algenga á eldsneytismörkuðum en í Lúxemborg, Belgíu, Möltu og Slóveníu sé hámarksálagning ákveðin af hinu opinbera. Jafnframt sé kveðið á um hámarksverð eldsneytis í nokkrum strjálbýlum fylkjum í Kanada. Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, segist ekki hafa mikla trú á að opinberri verðstýringu. „Enda þætti mér mjög sérstakt ef það ætti að taka eldsneytismarkaðinn fyrir í þessu samhengi. Ég veit ekki betur en að almennt sé fólk að tala um að hér sé hátt matvöruverð, hátt verð á fötum og háir vextir. Er þá verið að tala um að það eigi að fara í allsherjar verðstýringu á öllum mörkuðum? Því skýrslan sem slík gæti verið skrifuð um hvaða markað sem er. Hvort sem það er bankamarkaðurinn, matvörumarkaðurinn eða hvað annað,“ segir hann. Jón Ólafur segir að allt tal um að álagning olíufélaganna hafi verið allt að átján krónum of mikil sé úr lausu lofti gripið. „Okkar félag, Olís, hefur verið rekið á jöfnu eða með tapi frá hruni,“ segir Jón Ólafur. Að lækka verðið um fimmtán krónur á lítra hefði kostað félagið um 1,5 milljarða á ári. Það hefði ekki gengið upp.“ Í yfirlýsingu sem N1 sendi Kauphöll Íslands í gærmorgun segir að álagning á eldsneyti sé ekki of há. Til marks um þetta sé sú staðreynd að arðsemi af rekstri íslenskra olíufélaga á síðustu árum sé minni en almennt þykir eðlilegt að gera kröfur um. Fréttablaðið náði ekki í Eggert Þór Kristófersson, forstjóra N1, þegar reynt var í gær. Valgeir Baldursson, forstjóri Skeljungs, svaraði heldur ekki símanum. Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
Til greina kemur að beita verðstýringaraðferðum til að ná fram markmiðum um lægra verð á bílaeldsneyti, ef aðrar aðferðir duga ekki. Þetta er mat Samkeppniseftirlitsins sem birti í gær frumniðurstöður markaðsrannsóknar á eldsneytisverði. Rannsóknin hófst árið 2013. Samkeppniseftirlitið telur að neytendur hafi greitt samtals um 4.000-4.500 milljónum krónum of mikið í eldsneyti með virðisaukaskatti í smásölu á árinu 2014. Álagning á bílaeldsneyti hafi verið óeðlilega há sem nemur allt að 18 krónum á hvern lítra af bensíni og 20 krónum á hvern lítra dísilolíu á árinu 2012. Samkeppniseftirlitið telur að verðstýring á mörkuðum sé neyðarúrræði. Ekki kæmi til þessa fyrirkomulags nema að undangengu mati á ferli þar sem gripið hefði verið til allra mögulegra úrbóta til þess að efla samkeppni og þær ekki dugað til. „Ef samkeppnisaðstæður eru hins vegar skaðlegar og verð hærra en gera má ráð fyrir þegar tekið tillit hefur verið tekið til legu landsins, dreifðrar byggðar, veðurfars og annarra þátta sem mögulega gætu haft áhrif til hækkunar eldsneytisverði, þá getur það skilað árangri að setja hámarksverð,“ segir í skýrslu Samkeppniseftirlitsins.Olís Jón Ólafur Halldórsson framkvæmdastjóri sölusviðsSamkeppniseftirlitið bendir á að fjarskiptafyrirtækjum á evrópskum markaði, þar með talið íslenskum, séu sett mörk á það hve hátt gjald þau mega rukka fyrir símtöl milli landa. Samkeppniseftirlitið segir verðstýringu milli landa ekki vera algenga á eldsneytismörkuðum en í Lúxemborg, Belgíu, Möltu og Slóveníu sé hámarksálagning ákveðin af hinu opinbera. Jafnframt sé kveðið á um hámarksverð eldsneytis í nokkrum strjálbýlum fylkjum í Kanada. Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, segist ekki hafa mikla trú á að opinberri verðstýringu. „Enda þætti mér mjög sérstakt ef það ætti að taka eldsneytismarkaðinn fyrir í þessu samhengi. Ég veit ekki betur en að almennt sé fólk að tala um að hér sé hátt matvöruverð, hátt verð á fötum og háir vextir. Er þá verið að tala um að það eigi að fara í allsherjar verðstýringu á öllum mörkuðum? Því skýrslan sem slík gæti verið skrifuð um hvaða markað sem er. Hvort sem það er bankamarkaðurinn, matvörumarkaðurinn eða hvað annað,“ segir hann. Jón Ólafur segir að allt tal um að álagning olíufélaganna hafi verið allt að átján krónum of mikil sé úr lausu lofti gripið. „Okkar félag, Olís, hefur verið rekið á jöfnu eða með tapi frá hruni,“ segir Jón Ólafur. Að lækka verðið um fimmtán krónur á lítra hefði kostað félagið um 1,5 milljarða á ári. Það hefði ekki gengið upp.“ Í yfirlýsingu sem N1 sendi Kauphöll Íslands í gærmorgun segir að álagning á eldsneyti sé ekki of há. Til marks um þetta sé sú staðreynd að arðsemi af rekstri íslenskra olíufélaga á síðustu árum sé minni en almennt þykir eðlilegt að gera kröfur um. Fréttablaðið náði ekki í Eggert Þór Kristófersson, forstjóra N1, þegar reynt var í gær. Valgeir Baldursson, forstjóri Skeljungs, svaraði heldur ekki símanum.
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira