Innlent

Átak um bætt aðgengi fatlaðra

Svavar Hávarðsson skrifar
Bæta skal aðgengi á ferðamannastöðum.
Bæta skal aðgengi á ferðamannastöðum. NordicPhotos/AFP
Með það að markmiði að bæta aðgengi fatlaðs fólks að ferðamannastöðum styrkja stjórnvöld gerð handbókar í samstarfi þriggja landa í Norður-Atlantshafi – Færeyja Grænlands auk Íslands.

Styrkurinn nemur samtals fjórum milljónum króna.

Aðalstyrktaraðili verkefnisins er NORA, samstarfsvettvangur landa í Norður-Atlantshafi en einnig Norm ráðgjöf ehf. og Aðgengi ehf. á Íslandi, í Færeyjum Visit Torshavn í samstarfi við Öryrkjabandalag Færeyja, stjórnvöld á Grænlandi og Delta setrið í Ósló.

Verkefnið styður við innleiðingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en réttur fatlaðs fólks til aðgengis til jafns við ófatlað fólk er eitt af megin áhersluatriðum samningsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×