Enski boltinn

Spurði samstarfskonu hvernig „hvolparnir“ hefðu það

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
vísir/getty
Það eru átök í réttarsal á Englandi þessa dagana í máli fyrrum markaðsstjóra Sunderland gegn félaginu.

Michael Farnan var rekinn sem markaðsstjóri félagsins árið 2013. Hann var rekinn fyrir að senda jólakveðju með mynd af berbrjósta konum.

Í réttarhöldunum hefur hann sakað framkvæmdastjórann, Gary Hutchinson, um vafasama hegðun. Farnan segir að Hutchinson hafi reglulega spurt ritara félagsins á stjórnarfundum hvernig „hvolparnir“ hefðu það. Hefði hann kallað brjóst hennar hvolpa.

Farnan er afar ósáttur að ekkert hafi verið gert í máli Hutchinson á meðan hann hafi verið rekinn.

Farnan segir að brottvikning sín hafi verið ólögleg og vill fá milljónir frá félaginu í skaðabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×