Innlent

Heildarfjöldi ferðamanna um 1,3 milljónir

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Samtök ferðaþjónustunnar áætla að gjaldeyristekjur í ferðaþjónustu muni nema um 368 milljörðum króna í ár.
Samtök ferðaþjónustunnar áætla að gjaldeyristekjur í ferðaþjónustu muni nema um 368 milljörðum króna í ár. Fréttablaðið/Vilhelm
Heildarfjöldi erlendra ferðamanna á þessu ári gæti farið í 1.307 þúsund, samkvæmt áætlun Samtaka ferðaþjónustunnar. Fram kemur í tilkynningu að það sem af er ári hafi ferðamönnum fjölgað um 30 prósent frá fyrra ári.

Ferðir Íslendinga til útlanda eru um þrefalt færri en útlendinga hingað, eða 448 þúsund. Til samanburðar má nefna að á tíunda áratugnum komu árlega að meðaltali um 380 þúsund ferðamenn á sama tíma og um 225 þúsund Íslendingar lögðu land undir fót. Gert er ráð fyrir að gjaldeyristekjur í ferðaþjónustu haldi áfram að vaxa á síðasta ársfjórðungi ársins og nemi í ár um 368 milljörðum króna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×