María Lilja þótti tvísaga: „Þrátt fyrir að gerandi hafi allt að því játað brot sitt“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 7. desember 2015 12:55 María Lilja Þrastardóttir „Málið mitt var látið niður falla vegna ónógra sannana, þrátt fyrir að gerandi hafi allt að því játað brot sitt og framburður vitna þótti styðja framburð minn,” segir María Lilja Þrastardóttir, fjölmiðlakona, á Facebook í dag. Þar vísar hún í atvik sem átti sér stað fyrir nokkrum árum, en María Lilja kærði þá mann fyrir nauðgun. Í samtali við blaðamann segir hún eina af ástæðum þess að máli hennar var vísað frá, og var tíundað í rökstuðningi saksóknara, að hún þótti tvísaga. „Þegar á mér var brotið kynferðislega var ég klædd í síðan náttkjól. Hann bar við ökkla að aftan og var við sköflung að framan. Ég sagði ökklasíður í skýrslutöku.” Á mynd hér að neðan má sjá brot úr skýrslu kynferðisbrotadeildar.Úr skýrslu Maríu Lilju„Mig langaði að birta þetta litla dæmi úr rökstuðningi saksóknara til að varpa skýru ljósi á hvað þolendur þurfa að upplifa ákveði þau að kæra," útskýrir María Lilja, og segir það ekki beint valdeflandi að finna hvernig farið er með mál af þessu tagi hér á landi.Sjá einnig: Átján prósent tilkynntra nauðgana enduðu fyrir dómi„Ég skil vel að fólk veigri sér við því að kæra. Ég er búin að vera mjög hugsi yfir þessu vegna nýfallinna sýknudóma, frávísana og svo dóma sem féllu hvar þolendur voru karlmenn. En annað þeirra mála er virðist mjög líkt mínu máli.“ Hún segir að fyrst og fremst þurfi að breyta viðhorfi lögreglu og yfirvalda til kvenna og kynfrelsi þeirra. „Fólk sem les þetta yfir trúir ekki að þetta skuli vera raunveruleikinn. En svona er þetta. við búum við ömurlegt kerfi sem gerir nauðgurum auðvelt fyrir en þolendur sitja eftir með sárt ennið. Auðvitað er ekkert eðlilegt að sídd náttkjólsins sem þér var nauðgað í sé eitthvað atriði. Það á ekki að skipta neinu máli hverju þú klæðist. Í mínu tilfelli gerði það þó.“ Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
„Málið mitt var látið niður falla vegna ónógra sannana, þrátt fyrir að gerandi hafi allt að því játað brot sitt og framburður vitna þótti styðja framburð minn,” segir María Lilja Þrastardóttir, fjölmiðlakona, á Facebook í dag. Þar vísar hún í atvik sem átti sér stað fyrir nokkrum árum, en María Lilja kærði þá mann fyrir nauðgun. Í samtali við blaðamann segir hún eina af ástæðum þess að máli hennar var vísað frá, og var tíundað í rökstuðningi saksóknara, að hún þótti tvísaga. „Þegar á mér var brotið kynferðislega var ég klædd í síðan náttkjól. Hann bar við ökkla að aftan og var við sköflung að framan. Ég sagði ökklasíður í skýrslutöku.” Á mynd hér að neðan má sjá brot úr skýrslu kynferðisbrotadeildar.Úr skýrslu Maríu Lilju„Mig langaði að birta þetta litla dæmi úr rökstuðningi saksóknara til að varpa skýru ljósi á hvað þolendur þurfa að upplifa ákveði þau að kæra," útskýrir María Lilja, og segir það ekki beint valdeflandi að finna hvernig farið er með mál af þessu tagi hér á landi.Sjá einnig: Átján prósent tilkynntra nauðgana enduðu fyrir dómi„Ég skil vel að fólk veigri sér við því að kæra. Ég er búin að vera mjög hugsi yfir þessu vegna nýfallinna sýknudóma, frávísana og svo dóma sem féllu hvar þolendur voru karlmenn. En annað þeirra mála er virðist mjög líkt mínu máli.“ Hún segir að fyrst og fremst þurfi að breyta viðhorfi lögreglu og yfirvalda til kvenna og kynfrelsi þeirra. „Fólk sem les þetta yfir trúir ekki að þetta skuli vera raunveruleikinn. En svona er þetta. við búum við ömurlegt kerfi sem gerir nauðgurum auðvelt fyrir en þolendur sitja eftir með sárt ennið. Auðvitað er ekkert eðlilegt að sídd náttkjólsins sem þér var nauðgað í sé eitthvað atriði. Það á ekki að skipta neinu máli hverju þú klæðist. Í mínu tilfelli gerði það þó.“
Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira