Innlent

Þingfundi frestað vegna veðurs

Þingfundi verður frestað vegna veðurs í dag eftir óundirbúinn fyrirspurnartíma sem hefst klukkan þrjú.
Þingfundi verður frestað vegna veðurs í dag eftir óundirbúinn fyrirspurnartíma sem hefst klukkan þrjú. Vísir/GVA
Þingfundi verður frestað vegna veðurs í dag eftir óundirbúinn fyrirspurnartíma sem hefst klukkan þrjú.

Í samtali við Vísi sagði Einar K. Guðfinnson, forseta alþingis að þingfundi yrði frestað vegna tilmæla almannavarna og mats ríkislögreglustjóra.

„Við munum hefja þingfundinn klukkan þrjú og taka óundirbúnar fyrirspurnir. Síðan verður lítið gert meira og það verða engar atkvæðagreiðslur í dag. Við frestum þeim vegna tilmæla almannanvarna og mats ríkislögreglustjóra.“

Fjölmörg mál voru á dagskrá í dag á eftir óundirbúnum fyrirspurnartíma en meðal annars átti að ræða fjáraukalög 2015, verkefni Landhelgisgæslunnar erlendis, frumvörp til laga um húsnæðisbætur, breytingar á húsaleigulögum og málefni aldraðra svo fátt eitt sé nefnt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×