Fárviðri gengur yfir landið: Taka í spil, horfa á drekamyndir og Kristján Má á hamfaravaktinni Ólöf Skaftadóttir skrifar 7. desember 2015 17:00 Vísir Nú þegar einu mesta fárviðri í áratugi er spáð á landinu, tók blaðamaður nokkra þekkta einstaklinga tali og forvitnaðist um hvað þeir hyggðust taka sér fyrir hendur í kvöld. Svörin voru að vonum ólík, sumir höfðu þegar skipulagt kvöldið í samveru með fjölskyldu, eða vinnu - en aðrir vissu ekki einu sinni af veðurspánni.Ari Matthíasson, leikhússtjóri og Sigmar Guðmundsson, fjölmiðlamaður.Sigmar Guðmundsson, fjölmiðlamaður segist að minnsta kosti ekki ætla að horfa á gagnvirkt spákort af storminum sem allir vefmiðlar sýni. „Það er ámóta spennandi og kassinn án Almars. Ætli aukafréttatími Stöðvar 2 rúlli ekki bara í lúppu því mér skilst að Kristján Már sé á hamfaravaktinni. Svo horfi ég á einhverja drekamynd með henni Júlíönu minni, því hún hefur svo mikin áhuga á þeim fræðum." Aðrir höfðu ekki jafn nákvæmar lýsingar á kvöldinu á reiðum höndum. Þegar blaðamaður spurði Ara Matthíasson, Þjóðleikhússtjóra Íslendinga, hvað hann hyggðist gera í vonda veðrinu svaraði hann: „Hvaða stormur?"Þórunn AntoníaVísir/ValliÞórunn Antonía Magnúsdóttir, söngkona ætlar að hafa það náðugt með fjölskyldu sinni. „Ég ætla að lifa mig inní þetta ævintýri til botns, lesa bækur fyrir dóttur mína og horfa á einhverja æsispennandi þætti undir teppi og kveikja á kertum. Jafnvel gera eitthvað jóla eins og að hugsa um að baka. Samt ekki gera það." Guðmundur Jörundsson ætlar að sinna vinnufíkn sinni meðan fárviðrið gengur yfir. „Ég ætla að læsa mig ofaní stúdíói JÖR og undirbúa jólatörnina. Erum að koma síðustu jólasendingunum í hús. Ég hugsa að ég endi kvöldið, ef ég kemst heim, á því að horfa á einhverja góð óveðursmynd."Guðmundur Jörundsson fatahönnuður og Áslaug Arna, ritari SjálfstæðisflokksinsÁslaug Arna Sigurbjörnsson, ritari Sjálfstæðisflokksins er í prófatörn. „Ég var að koma úr prófi i lagadeildinni og ætlaði að taka því rólega í dag áður en ég byrja að læra undir næsta próf á morgun. Sit núna að spila Olsen-olsen með systur minni og ætla svo heim og nýta tímann í smá jólatiltekt og smákökubakstur. Það mun kannski ekki gefast mikill tími í slíkt þegar eg loksins kemst í jólafrí frá skólanum þann 16.des."Erpur Eyvindarsson, rappari, og Elísabet Jökulsdóttir, höfundur.Rapparinn Erpur Eyvindarsson ætlar að nýta tímann í ekki neitt. „Ég ætla ekki að gera sjitt. Horfa á eitthvað. Kannski lesa eina bók."Elísabet Kristín Jökulsdóttir, höfundur, hefur hinsvegar þegar hafið undirbúning. „Ég er að sjóða kjötsúpu sem verður tilbúin áður en rafmagnið fer 17.45 og bíða eftir að sagan mín klárast, ég hef hótað henni að ég muni hætta að skrifa ef hún fer ekki að koma, það bíða allir, prentsmiðjan, hönnuðurinn, aðdáendur, lesendur, og það er allt stopp, ég held þetta sé gamall stormur sem gleymdist að segja frá í sálfræðitíma og nú muni þessi stormur fara í gegn enda hef ég allt opið," segir Elísabet og heldur áfram. „En ég ætla semsagt að vera hérna með kjötsúpunni og tveimur huskyhundum. Bý mót opnu hafi þannig að héðan gæti verið bein útsending. Almar?" Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Sjá meira
Nú þegar einu mesta fárviðri í áratugi er spáð á landinu, tók blaðamaður nokkra þekkta einstaklinga tali og forvitnaðist um hvað þeir hyggðust taka sér fyrir hendur í kvöld. Svörin voru að vonum ólík, sumir höfðu þegar skipulagt kvöldið í samveru með fjölskyldu, eða vinnu - en aðrir vissu ekki einu sinni af veðurspánni.Ari Matthíasson, leikhússtjóri og Sigmar Guðmundsson, fjölmiðlamaður.Sigmar Guðmundsson, fjölmiðlamaður segist að minnsta kosti ekki ætla að horfa á gagnvirkt spákort af storminum sem allir vefmiðlar sýni. „Það er ámóta spennandi og kassinn án Almars. Ætli aukafréttatími Stöðvar 2 rúlli ekki bara í lúppu því mér skilst að Kristján Már sé á hamfaravaktinni. Svo horfi ég á einhverja drekamynd með henni Júlíönu minni, því hún hefur svo mikin áhuga á þeim fræðum." Aðrir höfðu ekki jafn nákvæmar lýsingar á kvöldinu á reiðum höndum. Þegar blaðamaður spurði Ara Matthíasson, Þjóðleikhússtjóra Íslendinga, hvað hann hyggðist gera í vonda veðrinu svaraði hann: „Hvaða stormur?"Þórunn AntoníaVísir/ValliÞórunn Antonía Magnúsdóttir, söngkona ætlar að hafa það náðugt með fjölskyldu sinni. „Ég ætla að lifa mig inní þetta ævintýri til botns, lesa bækur fyrir dóttur mína og horfa á einhverja æsispennandi þætti undir teppi og kveikja á kertum. Jafnvel gera eitthvað jóla eins og að hugsa um að baka. Samt ekki gera það." Guðmundur Jörundsson ætlar að sinna vinnufíkn sinni meðan fárviðrið gengur yfir. „Ég ætla að læsa mig ofaní stúdíói JÖR og undirbúa jólatörnina. Erum að koma síðustu jólasendingunum í hús. Ég hugsa að ég endi kvöldið, ef ég kemst heim, á því að horfa á einhverja góð óveðursmynd."Guðmundur Jörundsson fatahönnuður og Áslaug Arna, ritari SjálfstæðisflokksinsÁslaug Arna Sigurbjörnsson, ritari Sjálfstæðisflokksins er í prófatörn. „Ég var að koma úr prófi i lagadeildinni og ætlaði að taka því rólega í dag áður en ég byrja að læra undir næsta próf á morgun. Sit núna að spila Olsen-olsen með systur minni og ætla svo heim og nýta tímann í smá jólatiltekt og smákökubakstur. Það mun kannski ekki gefast mikill tími í slíkt þegar eg loksins kemst í jólafrí frá skólanum þann 16.des."Erpur Eyvindarsson, rappari, og Elísabet Jökulsdóttir, höfundur.Rapparinn Erpur Eyvindarsson ætlar að nýta tímann í ekki neitt. „Ég ætla ekki að gera sjitt. Horfa á eitthvað. Kannski lesa eina bók."Elísabet Kristín Jökulsdóttir, höfundur, hefur hinsvegar þegar hafið undirbúning. „Ég er að sjóða kjötsúpu sem verður tilbúin áður en rafmagnið fer 17.45 og bíða eftir að sagan mín klárast, ég hef hótað henni að ég muni hætta að skrifa ef hún fer ekki að koma, það bíða allir, prentsmiðjan, hönnuðurinn, aðdáendur, lesendur, og það er allt stopp, ég held þetta sé gamall stormur sem gleymdist að segja frá í sálfræðitíma og nú muni þessi stormur fara í gegn enda hef ég allt opið," segir Elísabet og heldur áfram. „En ég ætla semsagt að vera hérna með kjötsúpunni og tveimur huskyhundum. Bý mót opnu hafi þannig að héðan gæti verið bein útsending. Almar?"
Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Sjá meira