Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: Grettistak þarf til að ná samningi á loftlagsráðstefnunni í París

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Seinni vika loftslagsráðstefnunnar í París (COP21) hófst í dag. Formleg samninganefnd loftslagsskrifstofu Sameinuðu Þjóðanna hefur afhent ráðherrum og almennum samninganefndum drög að nýjum loftslagssamningi.

Drögin eru tæpar 50 blaðsíður og yfirfullar af hornklofum, sem í einföldu máli þýða ágreiningsmál meðal aðildarríkja samningsins.

Hugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands, hefur fylgst með og tekið þátt í mótun nýs loftslagssamnings síðustu daga. Nú blasir vika átaka og málamiðlana við.

Þetta eru miklir hagsmunir og í raun þarf að lyfta pólitísku grettistaki, menn þurfa að slá af kröfum á síðustu stundu,“ segir Hugi.

„Það verður hart samið þar."



Nánar verður rætt við Huga í kvöldfréttum Stöðvar 2 en Kjartan Hreinn Njálsson, fréttamaður, og Björn Sigurðsson, myndatökumaður, eru í París og hafa fylgst með viðræðum þar í dag.

Fréttirnar fara í loftið klukkan 18.30 og verða í opinni dagskrá að venju.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×