Innlent

Bæjarstjórnin fái hærri laun

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Launahækkun óhjákvæmileg segja bæjarfulltrúar í Stykkishólmi.
Launahækkun óhjákvæmileg segja bæjarfulltrúar í Stykkishólmi. Fréttablaðið/Pjetur
„Allt bendir til þess að þóknun vegna starfa bæjarfulltrúa og nefndarmanna á vegum Stykkishólmsbæjar hafi dregist aftur úr því sem almennt gerist meðal sveitarstjórna,“ segir í bókun bæjarstjórnar Stykkishólms.

Í dag miðast þóknun bæjarfulltrúa og nefndarmanna við launaflokk sem við 100 prósent starf þýðir 242 þúsund króna mánaðarlaun.

Bæjarstjórnin hefur því falið Sturlu Böðvarssyni bæjarstjóra að „gera samantekt á launum bæjarfulltrúa og nefnda hjá sambærilegum sveitarfélögum og leggja fyrir næsta fund“. 


Tengdar fréttir

Ljósin slökkt í rómantískasta bæ Íslands

Samtök atvinnurekenda og áhugafólks vilja efla aðdráttarafl Stokkseyrar með því að slökkva á götulýsingu í þorpinu eftir klukkan ellefu á kvöldin. Yfir 130 manns skrifuðu undir bréf samtakanna sem fékk jákvæð viðbrögð í bæjarráði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×