Karlar bara fimmtungur kennara Óli Kristján Ármannsson skrifar 9. desember 2015 07:00 Hraðast hefur fækkað í hópi karlkyns kennara á framhaldsskólastigi, að því er fram kemur í nýjasta hefti Skólavörðunnar, rits Kennarasambands Íslands. Vísir/EPA Af félögum Kennarasambands Íslands (KÍ) er aðeins tæpur fimmtungur karlar og fer fækkandi samkvæmt úttekt hagfræðings KÍ. Fjallað er um málið í nýjasta tölublaði Skólavörðunnar, tímarits KÍ. Fram kemur að körlum hafi fækkað hratt í kennarastétt og að konur séu í meirihluta í öllum aðildarfélögum KÍ. „Hlutfallið er jafnast innan framhaldsskólans þar sem „aðeins“ sex kennarar af hverjum tíu eru konur en langlægst er hlutfallið í leikskólanum,“ segir í Skólavörðunni, en rúmlega 97 prósent félagsmanna Félags stjórnenda leikskóla eru konur. „Þessi mynd hefur verið að breytast hægt og rólega síðustu ár og segja má að ákveðin kaflaskil hafi orðið árið 2006 þegar konur urðu í fyrsta skipti fjölmennari en karlar í kennarahópi framhaldsskólans.“ Þá kemur fram að á mjög stuttum tíma hafi orðið miklar breytingar á kynjahlutfalli meðal kennaranema, bæði í Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri. Konur hafi lengi verið í meirihluta nema, en á síðustu árum hafi kynjahallinn aukist hratt meðal þeirra sem sækja sér réttindi til að kenna í framhaldsskólum. „Um aldamótin voru karlar þar í meirihluta (um 53 prósent) en í fyrra, fjórtán árum síðar, voru karlmenn aðeins fjórðungur hópsins.“ Samkvæmt spá Odds S. Jakobssonar, hagfræðings KÍ, fer hlutfall karla í hópi félagsfólks KÍ úr 19,6 prósentum nú í 17,3 prósent eftir fimm ár og í 15,9 prósent eftir tíu ár. „Í raun má segja að í mörgum tilfellum hætti eldri karlmenn störfum og í stað þeirra verði ráðnar ungar konur.“ Hröðust er breytingin sögð meðal kennara og stjórnenda framhaldsskóla, en í dag eru 42 prósent þeirra karlar. Hlutfallið er sagt fara í 35 prósent eftir fimm ár og niður í 25 prósent 2030.Aðalheiður Steingrímsdóttir varaformaður Kennarasambandsins og formaður framkvæmdastjórnar Skólamálaráðs KÍ Haft er eftir Aðalheiði Steingrímsdóttur, varaformanni KÍ, að við blasi brýn nýliðunarþörf í stéttinni. „Upp gæti komið alvarlegur kennaraskortur ef ekki tekst að mennta nógu marga kennara til starfa,“ segir hún. Þá er haft eftir Guðrúnu Jóhannsdóttur, formanni Jafnréttisnefndar KÍ, að gangi þróunin eftir gætu nemendur í skólakerfi framtíðar jafnvel mátt eiga von á að hafa enga karlkyns kennara allt frá leikskóla upp í háskóla. Þá er rætt við Braga Guðmundsson, formann kennaradeildar Háskólans á Akureyri, sem bendir á að kennurum sjálfum hafi verið tíðrætt um bág launakjör. „Og vafalítið hafa þau ráðið einhverju um dapra aðsókn karlmanna í kennaranám,“ segir hann og vonar að með bættum launum og breyttu starfsumhverfi í kjölfar síðustu kjarasamninga verði breyting þar á. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Af félögum Kennarasambands Íslands (KÍ) er aðeins tæpur fimmtungur karlar og fer fækkandi samkvæmt úttekt hagfræðings KÍ. Fjallað er um málið í nýjasta tölublaði Skólavörðunnar, tímarits KÍ. Fram kemur að körlum hafi fækkað hratt í kennarastétt og að konur séu í meirihluta í öllum aðildarfélögum KÍ. „Hlutfallið er jafnast innan framhaldsskólans þar sem „aðeins“ sex kennarar af hverjum tíu eru konur en langlægst er hlutfallið í leikskólanum,“ segir í Skólavörðunni, en rúmlega 97 prósent félagsmanna Félags stjórnenda leikskóla eru konur. „Þessi mynd hefur verið að breytast hægt og rólega síðustu ár og segja má að ákveðin kaflaskil hafi orðið árið 2006 þegar konur urðu í fyrsta skipti fjölmennari en karlar í kennarahópi framhaldsskólans.“ Þá kemur fram að á mjög stuttum tíma hafi orðið miklar breytingar á kynjahlutfalli meðal kennaranema, bæði í Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri. Konur hafi lengi verið í meirihluta nema, en á síðustu árum hafi kynjahallinn aukist hratt meðal þeirra sem sækja sér réttindi til að kenna í framhaldsskólum. „Um aldamótin voru karlar þar í meirihluta (um 53 prósent) en í fyrra, fjórtán árum síðar, voru karlmenn aðeins fjórðungur hópsins.“ Samkvæmt spá Odds S. Jakobssonar, hagfræðings KÍ, fer hlutfall karla í hópi félagsfólks KÍ úr 19,6 prósentum nú í 17,3 prósent eftir fimm ár og í 15,9 prósent eftir tíu ár. „Í raun má segja að í mörgum tilfellum hætti eldri karlmenn störfum og í stað þeirra verði ráðnar ungar konur.“ Hröðust er breytingin sögð meðal kennara og stjórnenda framhaldsskóla, en í dag eru 42 prósent þeirra karlar. Hlutfallið er sagt fara í 35 prósent eftir fimm ár og niður í 25 prósent 2030.Aðalheiður Steingrímsdóttir varaformaður Kennarasambandsins og formaður framkvæmdastjórnar Skólamálaráðs KÍ Haft er eftir Aðalheiði Steingrímsdóttur, varaformanni KÍ, að við blasi brýn nýliðunarþörf í stéttinni. „Upp gæti komið alvarlegur kennaraskortur ef ekki tekst að mennta nógu marga kennara til starfa,“ segir hún. Þá er haft eftir Guðrúnu Jóhannsdóttur, formanni Jafnréttisnefndar KÍ, að gangi þróunin eftir gætu nemendur í skólakerfi framtíðar jafnvel mátt eiga von á að hafa enga karlkyns kennara allt frá leikskóla upp í háskóla. Þá er rætt við Braga Guðmundsson, formann kennaradeildar Háskólans á Akureyri, sem bendir á að kennurum sjálfum hafi verið tíðrætt um bág launakjör. „Og vafalítið hafa þau ráðið einhverju um dapra aðsókn karlmanna í kennaranám,“ segir hann og vonar að með bættum launum og breyttu starfsumhverfi í kjölfar síðustu kjarasamninga verði breyting þar á.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira