Enski boltinn

WBA með risasigur á Arsenal | Sjáðu mörkin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leikmenn WBA fagna hér.
Leikmenn WBA fagna hér. vísir/getty
West Bromwich Albion vann magnaðan sigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en leikurinn endaði með 2 - 1 sigri WBA.

Olivier Giroud skallaði boltann í netið eftir um hálftíma leik og kom Arsenal yfir. James Morrison jafnaði metin aðeins fimm mínútum síðar og staðan orðin 1-1.

Rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins varð Mikel Arteta fyrir því óláni að gera sjálfsmark og staðan allt í einu orðin 2-1 fyrir heimamenn í WBA.

Í síðari hálfleiknum pressaði Arsenal stíft og fékk liðið vítaspyrnu á 84. mínútu leiksins.

Santi Cazorla fór á punktinn en brást bogalistinn og skaut boltanum yfir.

Arsenal er því í fjórða sætinu með 26 stig en WBA í því tólfta með 17 stig.

Giroud kemur Arsenal yfir 1-0
Morrison jafnar fyrir WBA
Arteta skorar sjálfsmark



Fleiri fréttir

Sjá meira


×