Innlent

Vélarvana bátur á Faxaflóa

Birgir Olgeirsson skrifar
Varðskipið Þór kom á staðinn.
Varðskipið Þór kom á staðinn. Mynd/Friðrik Þór
Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Sandgerði, Hannes Þ. Hafstein, var kallað út nú síðdegis vegna báts sem missti vélarafl norðvestur af Garðskaga. Um er að ræða línubát og er einn maður um borð.

Eftir um klukkustunda siglingu var björgunarskipinu snúið við þar sem varðskipið Þór var komið á staðinn og hafði tekið bilaða bátinn í tog og siglir með hann áleiðis til Sandgerðis. Hannes Þ. Hafstein er nú á leið til Sandgerðis og bíður þar eftir varðskipinu og mun taka við bilaða bátnum og færa hann í höfn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×