Sport

Sló nýtt heimsmet í bekkpressu | Reif upp 335 kíló

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kirill SarycheV er ekkert smásmíði.
Kirill SarycheV er ekkert smásmíði. vísir
Kirill SarycheV gerði sér lítið fyrir í gær og sló nýtt heimsmet í bekkpressu þegar hann henti upp 335 kílóum.

Metið var áður 327,5 kg. en Eric Spoto frá Bandaríkjunum átti áður metið þegar hann reif upp þeirri þyngd í maí 2013.

Hér að neðan má sjá þegar metið var slegið í gær. 

Kirill SarycheV benched NEW WORLD RECORD 335 kg/ 738,55 lbs !!! New all-time!!!Klepikova Daria#wrpf

Posted by WRPF - World RAW Powerlifting on 22. nóvember 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×