Ættaróðalið farið: „Við erum öll kramin“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2015 13:33 Syðra-Lágafell 1 er staðsett á sunnanverðu Snæfellsnesi, rétt við Lágafellshyrnu. Kort/Map.is Slökkviliðsmenn og lögreglumenn á Snæfellsnesi voru kallaðir út að Syðra-Lágafelli á sunnanverðu Snæfellsnesi í morgun eftir að eldur kom upp í húsi sem að mestu er nýtt sem sumarhús í sveitinni. Ljóst er að ekki verður hægt að bjarga húsinu. „Þetta er ættaróðalið okkar sem er að fara,“ segir Áslaug Sigvaldadóttir, einn fjölmargra sem eiga hlut í húsinu en Áslaug er einnig íbúi á næsta bæ. Amma og afi Áslaugar bjuggu í húsinu á sínum tíma en undanfarin ár hefur það aðallega verið nýtt sem sumarhús í sveitinni þar sem erfingjar skipta vikunum á milli sín. Húsið var þó búið þannig að þar var hægt að dvelja allt árið um kring.Enginn átti að vera í húsinu Áslaug var ekki heima í sveitinni þegar Vísir ræddi við hana en hafði heyrt af atburðum morgunsins frá eiginmanni sínum. „Við erum rosalega sorgmædd yfir þessu,“ segir Áslaug sem vissi ekki hvernig eldurinn kom upp. Enginn hafi átt að vera í húsinu á þessum tíma. Guðmundur Kristinsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Stykkishólms og nágrennis, staðfesti við Vísi upp úr klukkan eitt að aðgerðir stæðu enn yfir. Áslaug sagði fjölskylduna hafa heyrt frá lögreglu að húsið væri svo gott sem farið. „Við erum öll kramin,“ segir Áslaug sem var greinilega brugðið. Hún segist enn vera að ná áttum en velti fyrir sér brunavörnum í sveitinni. Í þessu tilfelli hafi brunnið hús sem enginn hafi búið í dagsdaglega en í næsta nágrenni séu heimili fólks. Langan tíma taki fyrir slökkvilið að komast á vettvang sem eðli málsins samkvæmt geti skipt sköpum þegar eldur kemur upp.Uppfært klukkan 14:10Guðmundur Kristinsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Stykkishólms og nágrennis, segir að tilkynning um eld hafi borist klukkan 10:16 í morgun. Bílar frá Borgarnesi, Snæfellsbæ og Stykkishólmi hafi verið ræstir út og mættu þeir fyrstu á vettvang upp úr klukkan 11. Húsið sé á umráðasvæði Borgarbyggða en samningur sé í gangi á milli stöðva. Guðmundur var sjálfur ekki á vettvangi en samkvæmt hans upplýsingum var slökkvistarfi svo gott sem lokið. Mikill eldur hafi verið þegar fyrstu menn mættu og er húsnæðið svo til ónýtt. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök. Uppfært klukkan 14:20Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, var enn á vettvangi þegar Vísir náði af honum tali á þriðja tímanum. Bjarni og hans komu á vettvang upp úr klukkan ellefu þegar húsið stóð í ljósum logum. „Húsið var farið, þannig lagað. Hitinn hefur trúlega verið búinn að malla lengi,“ segir Bjarni og útskýrir að rúða hafi verið farin og þá sé ekki að spyrja að leikslokum. Húsið var mannlaust þegar slökkviliðsmenn bar að garði. Ekki liggur fyrir um eldsupptök en lögregla er með það til rannsóknar. Bjarni og kollegar hans voru að fergja niður járn þar sem veður var farið að versna. Vindasamt er víða á landinu í dag eins og fjallað hefur verið um á Vísi. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Slökkviliðsmenn og lögreglumenn á Snæfellsnesi voru kallaðir út að Syðra-Lágafelli á sunnanverðu Snæfellsnesi í morgun eftir að eldur kom upp í húsi sem að mestu er nýtt sem sumarhús í sveitinni. Ljóst er að ekki verður hægt að bjarga húsinu. „Þetta er ættaróðalið okkar sem er að fara,“ segir Áslaug Sigvaldadóttir, einn fjölmargra sem eiga hlut í húsinu en Áslaug er einnig íbúi á næsta bæ. Amma og afi Áslaugar bjuggu í húsinu á sínum tíma en undanfarin ár hefur það aðallega verið nýtt sem sumarhús í sveitinni þar sem erfingjar skipta vikunum á milli sín. Húsið var þó búið þannig að þar var hægt að dvelja allt árið um kring.Enginn átti að vera í húsinu Áslaug var ekki heima í sveitinni þegar Vísir ræddi við hana en hafði heyrt af atburðum morgunsins frá eiginmanni sínum. „Við erum rosalega sorgmædd yfir þessu,“ segir Áslaug sem vissi ekki hvernig eldurinn kom upp. Enginn hafi átt að vera í húsinu á þessum tíma. Guðmundur Kristinsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Stykkishólms og nágrennis, staðfesti við Vísi upp úr klukkan eitt að aðgerðir stæðu enn yfir. Áslaug sagði fjölskylduna hafa heyrt frá lögreglu að húsið væri svo gott sem farið. „Við erum öll kramin,“ segir Áslaug sem var greinilega brugðið. Hún segist enn vera að ná áttum en velti fyrir sér brunavörnum í sveitinni. Í þessu tilfelli hafi brunnið hús sem enginn hafi búið í dagsdaglega en í næsta nágrenni séu heimili fólks. Langan tíma taki fyrir slökkvilið að komast á vettvang sem eðli málsins samkvæmt geti skipt sköpum þegar eldur kemur upp.Uppfært klukkan 14:10Guðmundur Kristinsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Stykkishólms og nágrennis, segir að tilkynning um eld hafi borist klukkan 10:16 í morgun. Bílar frá Borgarnesi, Snæfellsbæ og Stykkishólmi hafi verið ræstir út og mættu þeir fyrstu á vettvang upp úr klukkan 11. Húsið sé á umráðasvæði Borgarbyggða en samningur sé í gangi á milli stöðva. Guðmundur var sjálfur ekki á vettvangi en samkvæmt hans upplýsingum var slökkvistarfi svo gott sem lokið. Mikill eldur hafi verið þegar fyrstu menn mættu og er húsnæðið svo til ónýtt. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök. Uppfært klukkan 14:20Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, var enn á vettvangi þegar Vísir náði af honum tali á þriðja tímanum. Bjarni og hans komu á vettvang upp úr klukkan ellefu þegar húsið stóð í ljósum logum. „Húsið var farið, þannig lagað. Hitinn hefur trúlega verið búinn að malla lengi,“ segir Bjarni og útskýrir að rúða hafi verið farin og þá sé ekki að spyrja að leikslokum. Húsið var mannlaust þegar slökkviliðsmenn bar að garði. Ekki liggur fyrir um eldsupptök en lögregla er með það til rannsóknar. Bjarni og kollegar hans voru að fergja niður járn þar sem veður var farið að versna. Vindasamt er víða á landinu í dag eins og fjallað hefur verið um á Vísi.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira