Innanríkisráðherra segir aukin framlög fyrsta skrefið til eflingar lögreglu Heimir Már Pétursson skrifar 24. nóvember 2015 21:59 Innanríkisráðherra segir að 400 milljóna króna aukaframlag til lögreglunnar á næsta ári sé fyrsta skrefið til nauðsynlegrar eflingar á löggæslu í landinu. Nokkrir þingmenn vöruðu við auknum valdheimildum til lögreglunnar og gegn almennum vopanburði hennar á Alþingi í dag. Almennur stuðningur var við það á Alþingi í dag að fjölga í lögreglunni og bæta búnað hennar. Hins vegar var líka bent á að ekki bæri að taka ákvarðanir um auknar valdheimildir lögreglu í ótta og skugga hryðjuverkaárása. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hóf sérumræðu um starfsumhverfi lögreglunnar á Alþingi í dag og sagði að nú þegar kjarasamningar lægju fyrir væri brýnt að skoða aðstæður lögreglunnar. „Þar ber fyrst að nefna mannafla lögreglunnar, búnað vald- og rannsóknarheimildir. Það er óþolandi staða fyrir alla að lögreglumönnum á vakt skuli hafa fækkað um rúmlega 80 á milli áranna 2007 og 2011,“ sagði Þorsteinn. Á sama tíma hefði landsmönnum til að mynda fjölgað um 40 þúsund og verkefni lögreglu aukist á mörgum sviðum. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagði að framlög til lögreglu hefði verið aukið um 500 milljónir á þessu ári og lagt væri til að framlög verði aukin um aðrar 400 milljónir á næsta ári. „Þessi aukafjárveiting er skref í þá átt að efla löggæsluna. Þessir fjármunir verða bæði nýttir hér á höfuðborgarsvæðinu og víðar um landið. Við vitum að verkefni lögreglunnar hafa stóraukist, bæði í almennri löggæslu og eins vegna nýrra verkefna.Mikill straumur ferðamanna hefur að sjálfsöfðu líka aukið álag á lögregluna,“ sagði Ólöf. En það væri mikilvægt að taka allar ákvarðanir um lögregluna á grundvelli staðreynda. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði að tryggja þyrfti lögreglu nauðsynlegan búnað og hældi innanríkisráðherra fyrir að hafa birt opinberlega reglur um vopnaburð lögreglunnar. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur öll að það sé gagnsæi um þessar reglur. Leynimaðkkið sem verið hefur í kringum þær sögulega séð er engum til góðs og satt að segja stórhættulegt fyrir öryggi borgaranna,“ sagði Árni Páll. Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, sagði nauðsynlegt að koma á eftirliti með lögreglu áður en valdheimildir hennar yrðu auknar og Birgitta Jónsdóttir samflokksmaður hans og þingflokksformaður varaði við áhrfum óttans í umræðunni. „Við skulum ekki tapa okkur í óttanum. Styrkjum heldur almenna löggæslu. Ég er mjög sammála þeim sem hafa talað í þá veru,“ sagði Birgitta Jónsdóttir. Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Innanríkisráðherra segir að 400 milljóna króna aukaframlag til lögreglunnar á næsta ári sé fyrsta skrefið til nauðsynlegrar eflingar á löggæslu í landinu. Nokkrir þingmenn vöruðu við auknum valdheimildum til lögreglunnar og gegn almennum vopanburði hennar á Alþingi í dag. Almennur stuðningur var við það á Alþingi í dag að fjölga í lögreglunni og bæta búnað hennar. Hins vegar var líka bent á að ekki bæri að taka ákvarðanir um auknar valdheimildir lögreglu í ótta og skugga hryðjuverkaárása. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hóf sérumræðu um starfsumhverfi lögreglunnar á Alþingi í dag og sagði að nú þegar kjarasamningar lægju fyrir væri brýnt að skoða aðstæður lögreglunnar. „Þar ber fyrst að nefna mannafla lögreglunnar, búnað vald- og rannsóknarheimildir. Það er óþolandi staða fyrir alla að lögreglumönnum á vakt skuli hafa fækkað um rúmlega 80 á milli áranna 2007 og 2011,“ sagði Þorsteinn. Á sama tíma hefði landsmönnum til að mynda fjölgað um 40 þúsund og verkefni lögreglu aukist á mörgum sviðum. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagði að framlög til lögreglu hefði verið aukið um 500 milljónir á þessu ári og lagt væri til að framlög verði aukin um aðrar 400 milljónir á næsta ári. „Þessi aukafjárveiting er skref í þá átt að efla löggæsluna. Þessir fjármunir verða bæði nýttir hér á höfuðborgarsvæðinu og víðar um landið. Við vitum að verkefni lögreglunnar hafa stóraukist, bæði í almennri löggæslu og eins vegna nýrra verkefna.Mikill straumur ferðamanna hefur að sjálfsöfðu líka aukið álag á lögregluna,“ sagði Ólöf. En það væri mikilvægt að taka allar ákvarðanir um lögregluna á grundvelli staðreynda. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði að tryggja þyrfti lögreglu nauðsynlegan búnað og hældi innanríkisráðherra fyrir að hafa birt opinberlega reglur um vopnaburð lögreglunnar. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur öll að það sé gagnsæi um þessar reglur. Leynimaðkkið sem verið hefur í kringum þær sögulega séð er engum til góðs og satt að segja stórhættulegt fyrir öryggi borgaranna,“ sagði Árni Páll. Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, sagði nauðsynlegt að koma á eftirliti með lögreglu áður en valdheimildir hennar yrðu auknar og Birgitta Jónsdóttir samflokksmaður hans og þingflokksformaður varaði við áhrfum óttans í umræðunni. „Við skulum ekki tapa okkur í óttanum. Styrkjum heldur almenna löggæslu. Ég er mjög sammála þeim sem hafa talað í þá veru,“ sagði Birgitta Jónsdóttir.
Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira