Innanríkisráðherra segir aukin framlög fyrsta skrefið til eflingar lögreglu Heimir Már Pétursson skrifar 24. nóvember 2015 21:59 Innanríkisráðherra segir að 400 milljóna króna aukaframlag til lögreglunnar á næsta ári sé fyrsta skrefið til nauðsynlegrar eflingar á löggæslu í landinu. Nokkrir þingmenn vöruðu við auknum valdheimildum til lögreglunnar og gegn almennum vopanburði hennar á Alþingi í dag. Almennur stuðningur var við það á Alþingi í dag að fjölga í lögreglunni og bæta búnað hennar. Hins vegar var líka bent á að ekki bæri að taka ákvarðanir um auknar valdheimildir lögreglu í ótta og skugga hryðjuverkaárása. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hóf sérumræðu um starfsumhverfi lögreglunnar á Alþingi í dag og sagði að nú þegar kjarasamningar lægju fyrir væri brýnt að skoða aðstæður lögreglunnar. „Þar ber fyrst að nefna mannafla lögreglunnar, búnað vald- og rannsóknarheimildir. Það er óþolandi staða fyrir alla að lögreglumönnum á vakt skuli hafa fækkað um rúmlega 80 á milli áranna 2007 og 2011,“ sagði Þorsteinn. Á sama tíma hefði landsmönnum til að mynda fjölgað um 40 þúsund og verkefni lögreglu aukist á mörgum sviðum. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagði að framlög til lögreglu hefði verið aukið um 500 milljónir á þessu ári og lagt væri til að framlög verði aukin um aðrar 400 milljónir á næsta ári. „Þessi aukafjárveiting er skref í þá átt að efla löggæsluna. Þessir fjármunir verða bæði nýttir hér á höfuðborgarsvæðinu og víðar um landið. Við vitum að verkefni lögreglunnar hafa stóraukist, bæði í almennri löggæslu og eins vegna nýrra verkefna.Mikill straumur ferðamanna hefur að sjálfsöfðu líka aukið álag á lögregluna,“ sagði Ólöf. En það væri mikilvægt að taka allar ákvarðanir um lögregluna á grundvelli staðreynda. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði að tryggja þyrfti lögreglu nauðsynlegan búnað og hældi innanríkisráðherra fyrir að hafa birt opinberlega reglur um vopnaburð lögreglunnar. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur öll að það sé gagnsæi um þessar reglur. Leynimaðkkið sem verið hefur í kringum þær sögulega séð er engum til góðs og satt að segja stórhættulegt fyrir öryggi borgaranna,“ sagði Árni Páll. Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, sagði nauðsynlegt að koma á eftirliti með lögreglu áður en valdheimildir hennar yrðu auknar og Birgitta Jónsdóttir samflokksmaður hans og þingflokksformaður varaði við áhrfum óttans í umræðunni. „Við skulum ekki tapa okkur í óttanum. Styrkjum heldur almenna löggæslu. Ég er mjög sammála þeim sem hafa talað í þá veru,“ sagði Birgitta Jónsdóttir. Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Innanríkisráðherra segir að 400 milljóna króna aukaframlag til lögreglunnar á næsta ári sé fyrsta skrefið til nauðsynlegrar eflingar á löggæslu í landinu. Nokkrir þingmenn vöruðu við auknum valdheimildum til lögreglunnar og gegn almennum vopanburði hennar á Alþingi í dag. Almennur stuðningur var við það á Alþingi í dag að fjölga í lögreglunni og bæta búnað hennar. Hins vegar var líka bent á að ekki bæri að taka ákvarðanir um auknar valdheimildir lögreglu í ótta og skugga hryðjuverkaárása. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hóf sérumræðu um starfsumhverfi lögreglunnar á Alþingi í dag og sagði að nú þegar kjarasamningar lægju fyrir væri brýnt að skoða aðstæður lögreglunnar. „Þar ber fyrst að nefna mannafla lögreglunnar, búnað vald- og rannsóknarheimildir. Það er óþolandi staða fyrir alla að lögreglumönnum á vakt skuli hafa fækkað um rúmlega 80 á milli áranna 2007 og 2011,“ sagði Þorsteinn. Á sama tíma hefði landsmönnum til að mynda fjölgað um 40 þúsund og verkefni lögreglu aukist á mörgum sviðum. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagði að framlög til lögreglu hefði verið aukið um 500 milljónir á þessu ári og lagt væri til að framlög verði aukin um aðrar 400 milljónir á næsta ári. „Þessi aukafjárveiting er skref í þá átt að efla löggæsluna. Þessir fjármunir verða bæði nýttir hér á höfuðborgarsvæðinu og víðar um landið. Við vitum að verkefni lögreglunnar hafa stóraukist, bæði í almennri löggæslu og eins vegna nýrra verkefna.Mikill straumur ferðamanna hefur að sjálfsöfðu líka aukið álag á lögregluna,“ sagði Ólöf. En það væri mikilvægt að taka allar ákvarðanir um lögregluna á grundvelli staðreynda. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði að tryggja þyrfti lögreglu nauðsynlegan búnað og hældi innanríkisráðherra fyrir að hafa birt opinberlega reglur um vopnaburð lögreglunnar. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur öll að það sé gagnsæi um þessar reglur. Leynimaðkkið sem verið hefur í kringum þær sögulega séð er engum til góðs og satt að segja stórhættulegt fyrir öryggi borgaranna,“ sagði Árni Páll. Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, sagði nauðsynlegt að koma á eftirliti með lögreglu áður en valdheimildir hennar yrðu auknar og Birgitta Jónsdóttir samflokksmaður hans og þingflokksformaður varaði við áhrfum óttans í umræðunni. „Við skulum ekki tapa okkur í óttanum. Styrkjum heldur almenna löggæslu. Ég er mjög sammála þeim sem hafa talað í þá veru,“ sagði Birgitta Jónsdóttir.
Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira