Lánsamur að vera á lífi Hrund Þórsdóttir skrifar 25. nóvember 2015 20:00 Mannbjörg varð þegar mikill eldur kom upp í smábátnum Brandi VE, skammt austan við Vestmannaeyjar í dag. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á hádegi neyðarskeyti frá Brandi og um svipað leyti barst tilkynning um neyðarblys á sama svæði. Þyrla Landhelgisgæslunnar, sem stödd var skammt frá vettvangi, var þegar send á staðinn ásamt nærliggjandi skipum og björgunarskipinu Þór. Gunnlaugur Erlendsson var einn um borð þegar eldurinn kom upp.Hver voru þín fyrstu viðbrögð? „Það fór reykskynjari í gang og ég opnaði hurðina inní stýrishúsið. Það kom bara einhver bomba af eldi og reyk á móti mér svo ég lokaði bara aftur og setti björgunarbátinn út,“ segir Gunnlaugur, en honum virtist eðlilega nokkuð brugðið eftir atvikið.Brandur er gjörónýtur.Fréttablaðið/ÓskarEldurinn gaus upp í stýrishúsinu en eldsupptök eru ókunn og Gunnlaugur áttar sig illa á hvað gerðist. Um fjögur hundruð lítrar af eldsneyti voru um borð en ekki kviknaði í því. Gunnlaugi var bjargað um borð í fiskiskipið Frár VE aðeins um ellefu mínútum eftir að neyðarkall barst og flutti það hann í land í Eyjum. „Mér brá svolítið en þeir voru þarna rétt hjá og voru snöggir að kippa mér um borð.“ Aðgerðir á vettvangi tókust vel og tókst Lóðsinum frá Vestmannaeyjum að slökkva eldinn áður en hann dró Brand til hafnar. Báturinn er þó gjörónýtur. „Hann er bara ónýtur, það er bara þannig,“ segir Gunnlaugur. Svo þú ert lánsmaður að vera hér? „Já, ég er það náttúrulega.“ Í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt má sjá viðtalið við Gunnlaug og myndir af vettvangi. Tengdar fréttir Trilla alelda austur af Vestmannaeyjum Einn í bátnum sem var bjargað af nærliggjandi bát. 25. nóvember 2015 12:32 Eiginkona skipverjans: „Þetta var mikið sjokk“ Eiginkona skipverjans í Eyjum segir að hún viti lítið um hvað gerðist enn sem komið er. 25. nóvember 2015 15:11 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Mannbjörg varð þegar mikill eldur kom upp í smábátnum Brandi VE, skammt austan við Vestmannaeyjar í dag. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á hádegi neyðarskeyti frá Brandi og um svipað leyti barst tilkynning um neyðarblys á sama svæði. Þyrla Landhelgisgæslunnar, sem stödd var skammt frá vettvangi, var þegar send á staðinn ásamt nærliggjandi skipum og björgunarskipinu Þór. Gunnlaugur Erlendsson var einn um borð þegar eldurinn kom upp.Hver voru þín fyrstu viðbrögð? „Það fór reykskynjari í gang og ég opnaði hurðina inní stýrishúsið. Það kom bara einhver bomba af eldi og reyk á móti mér svo ég lokaði bara aftur og setti björgunarbátinn út,“ segir Gunnlaugur, en honum virtist eðlilega nokkuð brugðið eftir atvikið.Brandur er gjörónýtur.Fréttablaðið/ÓskarEldurinn gaus upp í stýrishúsinu en eldsupptök eru ókunn og Gunnlaugur áttar sig illa á hvað gerðist. Um fjögur hundruð lítrar af eldsneyti voru um borð en ekki kviknaði í því. Gunnlaugi var bjargað um borð í fiskiskipið Frár VE aðeins um ellefu mínútum eftir að neyðarkall barst og flutti það hann í land í Eyjum. „Mér brá svolítið en þeir voru þarna rétt hjá og voru snöggir að kippa mér um borð.“ Aðgerðir á vettvangi tókust vel og tókst Lóðsinum frá Vestmannaeyjum að slökkva eldinn áður en hann dró Brand til hafnar. Báturinn er þó gjörónýtur. „Hann er bara ónýtur, það er bara þannig,“ segir Gunnlaugur. Svo þú ert lánsmaður að vera hér? „Já, ég er það náttúrulega.“ Í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt má sjá viðtalið við Gunnlaug og myndir af vettvangi.
Tengdar fréttir Trilla alelda austur af Vestmannaeyjum Einn í bátnum sem var bjargað af nærliggjandi bát. 25. nóvember 2015 12:32 Eiginkona skipverjans: „Þetta var mikið sjokk“ Eiginkona skipverjans í Eyjum segir að hún viti lítið um hvað gerðist enn sem komið er. 25. nóvember 2015 15:11 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Trilla alelda austur af Vestmannaeyjum Einn í bátnum sem var bjargað af nærliggjandi bát. 25. nóvember 2015 12:32
Eiginkona skipverjans: „Þetta var mikið sjokk“ Eiginkona skipverjans í Eyjum segir að hún viti lítið um hvað gerðist enn sem komið er. 25. nóvember 2015 15:11