Rugluðust Íslendingar á orðunum sæng og dýna? sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. nóvember 2015 13:24 Guðrún Kvaran skoðar málið ofan í kjölinn. vísir/getty Notkun á orðinu „sæng“ hefur breyst töluvert í gegnum árin, samkvæmt nýrri grein Guðrúnar Kvaran, prófessors í íslensku. Hún var spurð að því á Vísindavefnum hvort Íslendingar hefðu mögulega ruglast á notkun orðanna „sæng“ og „dýna“, þar sem orðin hafi aðra merkingu á dönsku. Orðin eru víða að finna í fornum ritum, en þó ekki alltaf í sömu merkingu og notuð er í dag. Eflaust velta einhverjir fyrir sér hvers vegna frændur okkar Danir nota orðin sæng og dýna (seng og dyne) í annarri merkingu en við. Þar þýðir „seng“ rúm og „dyne“ sæng. Guðrún skoðaði málið ofan í kjölinn í grein sinni á Vísindavefnum. Þar segir að orðið sæng hafi í fornum ritum oftast verið notað í merkingunni „rúm eða hvílu.“ Guðrún vísar meðal annars í orðabók Johans Fritzners (III:640):„hann kemr at einni lokrekkju, þar brann ljós á kertastiku; Þ. sér, at kona liggr í sænginni.var Skjaldvöru fylgt til þeirrar skemmu ok sængr, sem Sigurðr bóndi hennar svaf í. sængin var svá há, sú er þau skyldu sofa í, at jarlinn féll niðr öðrum megin sængrinnar.“ Þegar litið sé í Ritmálssafn Orðabókar Háskólans sé elsta dæmið um sæng frá 1549. Þar sé greinilega átt við rúm:„Item skáli með grenivið, fjórar sængur hvoru megin með rúmstokkum, bríkum og skörum.“ Þá sé sömu sögu að segja úr Nýja testamentisþýðingu Odds Gottskálkssonar, sem gefin var út 1540, fyrst íslenskra bóka á prenti:„lietu suo sængina nidr siga sem hin siuke la i.“ Breyting varð á orðanotkuninni á fyrri hluta 18.aldar. Guðrún fann dæmi frá 1714 þar sem talað var um yfirsæng, sem hafi þar verið notað í sömu merkingu og sæng í dag. Sömuleiðis sé orðið undirdýna notað um það sem kallað er dýna í nútímamáli. „Orðið dýna kemur fyrir í fornu máli og er skýrt svo hjá Fritzner ( I:276): 'overstrø, fylde med Dun',“ skrifar Guðrún. Þá vísar hún í ýmis föst orðasambönd sem sýna að sæng merkti rúm, til dæmis að „ganga í eina sæng með e-m“, „ganga í hjónaband“ og „leggjast á sæng“. Sæng í nútímamáli sé því líklega stytting úr yfirsæng.Grein Guðrúnar Kvaran má lesa í heild hér. Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Sjá meira
Notkun á orðinu „sæng“ hefur breyst töluvert í gegnum árin, samkvæmt nýrri grein Guðrúnar Kvaran, prófessors í íslensku. Hún var spurð að því á Vísindavefnum hvort Íslendingar hefðu mögulega ruglast á notkun orðanna „sæng“ og „dýna“, þar sem orðin hafi aðra merkingu á dönsku. Orðin eru víða að finna í fornum ritum, en þó ekki alltaf í sömu merkingu og notuð er í dag. Eflaust velta einhverjir fyrir sér hvers vegna frændur okkar Danir nota orðin sæng og dýna (seng og dyne) í annarri merkingu en við. Þar þýðir „seng“ rúm og „dyne“ sæng. Guðrún skoðaði málið ofan í kjölinn í grein sinni á Vísindavefnum. Þar segir að orðið sæng hafi í fornum ritum oftast verið notað í merkingunni „rúm eða hvílu.“ Guðrún vísar meðal annars í orðabók Johans Fritzners (III:640):„hann kemr at einni lokrekkju, þar brann ljós á kertastiku; Þ. sér, at kona liggr í sænginni.var Skjaldvöru fylgt til þeirrar skemmu ok sængr, sem Sigurðr bóndi hennar svaf í. sængin var svá há, sú er þau skyldu sofa í, at jarlinn féll niðr öðrum megin sængrinnar.“ Þegar litið sé í Ritmálssafn Orðabókar Háskólans sé elsta dæmið um sæng frá 1549. Þar sé greinilega átt við rúm:„Item skáli með grenivið, fjórar sængur hvoru megin með rúmstokkum, bríkum og skörum.“ Þá sé sömu sögu að segja úr Nýja testamentisþýðingu Odds Gottskálkssonar, sem gefin var út 1540, fyrst íslenskra bóka á prenti:„lietu suo sængina nidr siga sem hin siuke la i.“ Breyting varð á orðanotkuninni á fyrri hluta 18.aldar. Guðrún fann dæmi frá 1714 þar sem talað var um yfirsæng, sem hafi þar verið notað í sömu merkingu og sæng í dag. Sömuleiðis sé orðið undirdýna notað um það sem kallað er dýna í nútímamáli. „Orðið dýna kemur fyrir í fornu máli og er skýrt svo hjá Fritzner ( I:276): 'overstrø, fylde med Dun',“ skrifar Guðrún. Þá vísar hún í ýmis föst orðasambönd sem sýna að sæng merkti rúm, til dæmis að „ganga í eina sæng með e-m“, „ganga í hjónaband“ og „leggjast á sæng“. Sæng í nútímamáli sé því líklega stytting úr yfirsæng.Grein Guðrúnar Kvaran má lesa í heild hér.
Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Sjá meira