Árni Páll eltist við innanríkisráðherra á Facebook Heimir Már Pétursson skrifar 27. nóvember 2015 13:19 Formaður Samfylkingarinnar segist hafa elst við innanríkisráðherra á Facebook í gær til að fá svör við ákvörðun um að vopn verði í lögreglubifreiðum. Þessi ákvörðun sé stórpólitískt mál sem eigi heima á Alþingi Íslendinga. Ólöf Nordal innanríkisráðherra svaraði fyrirspurnum Árna Páls Árnasonar formanns Samfylkingarinnar og Helga Hrafns Gunnarssonar þingmanns Pírata um vopnaburð lögreglunnar á Alþingi í gær. En áþingfundi nú fyrir hádegi lýsti Árni Páll yfir óánægju með svör ráðherrans. Hún hafi sagt að ekki væri verið að breyta neinum reglum en hefði ekki svaraðþeirri spurningu með hvaða hætti væri verið að breyta reglum um vopn í lögreglubílum. „Ég endaði íþeirri undarlegu aðstöðu í gærkvöldi virðulegur forseti í gærkvöldi að eltast við innanríkisráðherra á Facebook til að spyrja um þessi mál. Þetta er fullkomlega óboðleg aðstaða. Vopnabúnaður lögreglu og aðgangur almennrar lögreglu að vopnum er grundvallar þáttur íþví með hvaða hætti við tryggjum öryggi borgaranna,“ sagði Árni Páll. Það væri engin fylgni á milli vopnaburðar lögreglu og færri glæpa, heldur oft á tíðum þvert á móti. „Og sú ákvörðun að gera vopn aðgengilegri fyrir almenna lögreglu menn er stórpólitískt mál og á heima á Alþingi Íslendinga og það er ófært að um það sé ekki umræða hér á Alþingi. Ég vil þess vegna óska eftir sérstakri umræðu við hæstvirtan innanríkisráðherra strax í næstu vikuog mér finnst eðlilegt að hér komi allar skýringar upp á borðið. Það er ekki eðlilegt að það sé Fréttablaðið sem er að upplýsa okkur um vopnaburð lögreglunnar með brotakenndum hætti og yfirlögregluþjónn tjái sig við Fréttablaðið með ríkari hætti en ráðherra málaflokksins tjáir sig við Alþingi Íslendinga,“ sagði Árni Páll. Það væri ekkert gefið um að öryggi almennings verði bætt með auknum aðgangi lögreglu að vopnum. „Og það er mikilvægt að hafa í huga að vopn í höndum löggæslu sem ekki er tryggilega umbúið, skýrar reglur gilda um og almenn vitneskja er um með hvaða hætti er beitt, geta orðið til að draga úr öryggi borgaranna en ekki til að auka það,“ sagði Árni Páll Árnason. Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segist hafa elst við innanríkisráðherra á Facebook í gær til að fá svör við ákvörðun um að vopn verði í lögreglubifreiðum. Þessi ákvörðun sé stórpólitískt mál sem eigi heima á Alþingi Íslendinga. Ólöf Nordal innanríkisráðherra svaraði fyrirspurnum Árna Páls Árnasonar formanns Samfylkingarinnar og Helga Hrafns Gunnarssonar þingmanns Pírata um vopnaburð lögreglunnar á Alþingi í gær. En áþingfundi nú fyrir hádegi lýsti Árni Páll yfir óánægju með svör ráðherrans. Hún hafi sagt að ekki væri verið að breyta neinum reglum en hefði ekki svaraðþeirri spurningu með hvaða hætti væri verið að breyta reglum um vopn í lögreglubílum. „Ég endaði íþeirri undarlegu aðstöðu í gærkvöldi virðulegur forseti í gærkvöldi að eltast við innanríkisráðherra á Facebook til að spyrja um þessi mál. Þetta er fullkomlega óboðleg aðstaða. Vopnabúnaður lögreglu og aðgangur almennrar lögreglu að vopnum er grundvallar þáttur íþví með hvaða hætti við tryggjum öryggi borgaranna,“ sagði Árni Páll. Það væri engin fylgni á milli vopnaburðar lögreglu og færri glæpa, heldur oft á tíðum þvert á móti. „Og sú ákvörðun að gera vopn aðgengilegri fyrir almenna lögreglu menn er stórpólitískt mál og á heima á Alþingi Íslendinga og það er ófært að um það sé ekki umræða hér á Alþingi. Ég vil þess vegna óska eftir sérstakri umræðu við hæstvirtan innanríkisráðherra strax í næstu vikuog mér finnst eðlilegt að hér komi allar skýringar upp á borðið. Það er ekki eðlilegt að það sé Fréttablaðið sem er að upplýsa okkur um vopnaburð lögreglunnar með brotakenndum hætti og yfirlögregluþjónn tjái sig við Fréttablaðið með ríkari hætti en ráðherra málaflokksins tjáir sig við Alþingi Íslendinga,“ sagði Árni Páll. Það væri ekkert gefið um að öryggi almennings verði bætt með auknum aðgangi lögreglu að vopnum. „Og það er mikilvægt að hafa í huga að vopn í höndum löggæslu sem ekki er tryggilega umbúið, skýrar reglur gilda um og almenn vitneskja er um með hvaða hætti er beitt, geta orðið til að draga úr öryggi borgaranna en ekki til að auka það,“ sagði Árni Páll Árnason.
Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira