Sport

Klitschko: Heimska að kalla mig djöfladýrkanda

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Allt er að sjóða upp úr í aðdraganda þungavigtarbardaga Úkraínumannsins Wladimirs Klitschko og Bretans Tysons Fury.

Klitschko segir Fury vera með heila álíka stóran og í íkorna, en hann er ósáttur með ummæli Bretans um fóstureyðingar og samkynhneigð.

Fury lét gamminn geysa í viðtali við breska blaðið Mail on Sunday og sagðist þar vera á móti fóstureyðingum og samkynhneigð auk þess sem hann kallaði Klitschko djöfladýrkanda fyrir að hafa gaman af töfrabrögðum.

Wladimir Klitschko og Tyson Fury mætast í lok nóvember.vísir/getty
„Mér fannst þetta ógeðsleg ummæli,“ segir hinn 39 ára gamli Klitschko í viðtali við BBC, en hann ver WBA, IBF og WBO-heimsmeistaratitla sína gegn Fury í Þýskalandi 28. nóvember.

„Þetta var ógeðslegt og tengdist kynningu á bardaganum ekki neitt. Þetta sýndi bara hvernig maður Fury er. Hann er ekki glaður.“

„Við getum þakkað Guði fyrir að búa við lýðræði þar sem fólk hefur rétt á sínum skoðunum. En fólk verður samt að virað hvort annað.“

„Það að kalla mig djöfladýrkanda fyrir að hafa gaman af töfrabrögðum er heimska. Þegar Tyson Fury byrjar að vinna í sirkus mun hann vinna með fullt af frábærum töframönnum.“

„Ég mun sýna Tyson Fury smá töfra í Düsseldorf. Ég mun rota hann og láta hann hverfa úr hnefaleikum,“ segir Wladimir Klitschko




Fleiri fréttir

Sjá meira


×