Skoða útvistun og sameiningu mötuneyta Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. október 2015 08:00 Reykjavíkurborg rekur hundrað mötuneyti vítt og breitt um borgina. vísir/anton brink Hægt er að spara 400 til 500 milljónir króna á ári með breytingum á fyrirkomulagi mötuneytisþjónustu Reykjavíkurborgar í grunn- og leikskólum. Þetta er niðurstaða starfshóps um fjárhag skóla- og frístundasviðs. Markmið hópsins var að leita leiða til að bæta þjónustu sviðsins og auka hagkvæmni í rekstri en borgin rekur um það bil hundrað mötuneyti. Tvær tillögur komu frá hópnum að breyttu fyrirkomulagi mötuneytisþjónustu. Í fyrsta lagi að þjónustan verði útvistuð þar sem slíkt er talið hagkvæmt og fýsilegt, með tilliti til aðbúnaðar, starfsmannahalds og svo framvegis. Í öðru lagi að aukið samstarf verði milli starfsstöðva innan sama hverfis. Skúli Helgason, formaður Skóla- og frístundasviðs, segir að fyrir utan almenna hagræðingu þarfnist mörg mötuneyti endurnýjunar eða séu í óheppilegu rými. Í þeim tilfellum gæti verið hagkvæmara að bjóða þjónustuna út eða fara í samstarf við aðra skóla en að fara í kostnaðarsamar endurbætur.Skúli Helgason, formaður Skóla- og frístundasviðs„Á mörgum stöðum í borginni eru leikskólar, skólar og frístundaheimili á sama blettinum og kannski ekki hagkvæmt að vera með fullbúin eldhús að framleiða mat á öllum þessum stöðum.“ Skúli bætir við að einnig sé erfitt á sumum stöðum að manna stöður í mötuneytunum og sameining eða útvistun gæti verið lausn á þeim vanda. „Það hefur verið erfitt að fá matráða í þessi störf enda vaxandi ásókn í matreiðslufólk í atvinnulífinu, meðal annars út af uppbyggingu ferðaþjónustu.“Reykjavíkurborg rekur hundrað mötuneyti vítt og breitt um borgina.Nýlega var fyrsta skrefið stigið í þessari vinnu með því að senda könnun til allra stjórnenda leik- og grunnskóla. Kallað er eftir viðhorfum þeirra til mismunandi valkosta; það er útvistunar, samstarfs á hverfagrunni eða óbreytts ástands. „Við ætlum að vinna þetta í nánu samstarfi við skólana. Þetta snýst í grunninn um að nýta fjármunina vel og nýta þá í góða þjónustu við börnin sjálf í stað þess að binda þá í húsnæðiskostnað eða stoðþjónustu sem væri ef til vill hægt að sinna með betri og hagkvæmari hætti.“ Skúli segir að ekki verði slegið af kröfum um hollan og fjölbreyttan mat. „Í svona stóru kerfi eins og hjá okkur þá er mismunandi eftir stöðum hversu góð þjónustan er. Framtíðartakmarkið er að sjálfsögðu að þjónustan sé góð alls staðar og ef við bjóðum þjónustuna út verða gerðar samræmdar kröfur um gæði. Okkar stefna er sú að gæðin verði jafn mikil eða meiri en þau eru í dag.“ Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Hægt er að spara 400 til 500 milljónir króna á ári með breytingum á fyrirkomulagi mötuneytisþjónustu Reykjavíkurborgar í grunn- og leikskólum. Þetta er niðurstaða starfshóps um fjárhag skóla- og frístundasviðs. Markmið hópsins var að leita leiða til að bæta þjónustu sviðsins og auka hagkvæmni í rekstri en borgin rekur um það bil hundrað mötuneyti. Tvær tillögur komu frá hópnum að breyttu fyrirkomulagi mötuneytisþjónustu. Í fyrsta lagi að þjónustan verði útvistuð þar sem slíkt er talið hagkvæmt og fýsilegt, með tilliti til aðbúnaðar, starfsmannahalds og svo framvegis. Í öðru lagi að aukið samstarf verði milli starfsstöðva innan sama hverfis. Skúli Helgason, formaður Skóla- og frístundasviðs, segir að fyrir utan almenna hagræðingu þarfnist mörg mötuneyti endurnýjunar eða séu í óheppilegu rými. Í þeim tilfellum gæti verið hagkvæmara að bjóða þjónustuna út eða fara í samstarf við aðra skóla en að fara í kostnaðarsamar endurbætur.Skúli Helgason, formaður Skóla- og frístundasviðs„Á mörgum stöðum í borginni eru leikskólar, skólar og frístundaheimili á sama blettinum og kannski ekki hagkvæmt að vera með fullbúin eldhús að framleiða mat á öllum þessum stöðum.“ Skúli bætir við að einnig sé erfitt á sumum stöðum að manna stöður í mötuneytunum og sameining eða útvistun gæti verið lausn á þeim vanda. „Það hefur verið erfitt að fá matráða í þessi störf enda vaxandi ásókn í matreiðslufólk í atvinnulífinu, meðal annars út af uppbyggingu ferðaþjónustu.“Reykjavíkurborg rekur hundrað mötuneyti vítt og breitt um borgina.Nýlega var fyrsta skrefið stigið í þessari vinnu með því að senda könnun til allra stjórnenda leik- og grunnskóla. Kallað er eftir viðhorfum þeirra til mismunandi valkosta; það er útvistunar, samstarfs á hverfagrunni eða óbreytts ástands. „Við ætlum að vinna þetta í nánu samstarfi við skólana. Þetta snýst í grunninn um að nýta fjármunina vel og nýta þá í góða þjónustu við börnin sjálf í stað þess að binda þá í húsnæðiskostnað eða stoðþjónustu sem væri ef til vill hægt að sinna með betri og hagkvæmari hætti.“ Skúli segir að ekki verði slegið af kröfum um hollan og fjölbreyttan mat. „Í svona stóru kerfi eins og hjá okkur þá er mismunandi eftir stöðum hversu góð þjónustan er. Framtíðartakmarkið er að sjálfsögðu að þjónustan sé góð alls staðar og ef við bjóðum þjónustuna út verða gerðar samræmdar kröfur um gæði. Okkar stefna er sú að gæðin verði jafn mikil eða meiri en þau eru í dag.“
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira