Innlent

Stöðvaður á stolnum bíl

Ingólfsfjall.
Ingólfsfjall. Vísir/E.Ól.
Lögreglunni á Suðurlandi var í gærkvöldi tilkynnt um að númerum  hafi verið stolið af bíl sem stóð fyrir utan verkstæði á Selfossi. Skömmu síðar sást svipaður bíll aka í gegnum bæinn og halda til Vesturs. Lögreglan stöðvaði   hann undir Ingólfsfjalli og var búið að setja stolnu númerin á hann, auk þess sem þeim bíl hafði líka verið stolið. Þessu til viðbótar fannst stolið númer í bílnum og ökumaðurinn reyndist undri áhrifum fíkniefna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×