Neita að taka blóðsýni vegna meintra byrlana Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. október 2015 07:30 Að sögn Önnu Bentínu Hermansen, ráðgjafa hjá Stígamótum, hefur það færst í aukana að konur leyti til Stígamóta vegna tilraunar til lyfjanauðgunar á skemmtistöðum. vísir/getty „Ef við ætluðum að fara að taka og rannsaka blóðsýni í hverju einasta tilfelli sem einhver telur að honum hafi verið byrlað nauðgunarlyf, einungis miðað við frásögn þolanda, yrði það allt of kostnaðarsamt,“ segir Eyrún Jónsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttöku á Landspítalanum, en spítalinn tekur ekki blóðsýni úr einstaklingi sem grunar að sér hafi verið byrlað svokallað nauðgunarlyf. „Það er auðvitað dapurt en einstaklingurinn verður bara að lifa með því að geta ekki fengið blóðrannsókn bara vegna þess að hann grunar að sér hafi verið byrlað eitthvað. Það þurfa að vera ákveðnar forsendur fyrir slíkum blóðmælingum á kostnað löggæslunnar.“ Neyðarmóttakan tekur hins vegar blóð til rannsóknar úr einstaklingi, sem telur að sér hafi verið byrlað nauðgunarlyf, hafi málið verið kært til lögreglunnar. „Það er mat lögreglunnar hverju sinni og þá yrði farið í þessa dýru og miklu rannsókn.“ Eyrún segir að þó að einstaklingur hafi aldrei upplifað ástand sem hann er í merki það ekki endilega að um byrlun sé að ræða. Fólk geti til dæmis verið í annarlegu ástandi vegna drykkju.Anna Bentína HermansenAð sögn Önnu Bentínu Hermansen, ráðgjafa hjá Stígamótum, hefur það færst í aukana að konur leiti til Stígamóta vegna tilraunar til lyfjanauðgunar. „Okkur finnst hafa orðið aukning á þessu upp á síðkastið.“ Í vikunni leituðu tvær konur til Stígamóta vegna þess að þær töldu að þeim hefði verið byrlað nauðgunarlyf. Þær greindu frá því að þegar leitað hafi verið eftir blóðrannsókn hafi þau svör fengist frá lögreglu og spítalanum að ekkert væri hægt að gera. „Kærasti annarrar leitaði eftir því að sjúkrabíll kæmi á staðinn en fékk þau svör að hann ætti bara að reyna að fá hana til að æla. Það er auðvitað mjög alvarlegt. Hvað ef hún hefði fengið heilablóðfall?“ spyr Anna og bætir við að í hinu tilfellinu hafi konan sjálf haft samband við Landspítalann sem tjáði henni að fyrst nauðgun hefði ekki átt sér stað þá gæti spítalinn ekkert gert. Byrlun nauðgunarlyfs hefur aldrei verið staðfest á Íslandi. „Það er væntanlega af því að málið er ekkert rannsakað, hvorki af hálfu lögreglu né spítala. Það er líka erfitt að sanna að byrlun hafi átt sér stað því lyfin eru fljót að fara úr líkamanum. Það verður þó að gera eitthvað í málunum því þetta er klár tilraun til nauðgunar þó gerandanum takist ekki ætlunarverk sitt og þetta varðar við lög,“ segir Anna og bætir við að úrræðaleysið sé aðalvandamálið. Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segist ekki geta tekið afstöðu til svara sjúkrahússins um að blóðrannsóknir séu of kostnaðarsamar og því ekki framkvæmdar í umræddum tilfellum. „Ef einstaklingur hefur rökstuddar grunsemdir um að öðrum hafi verið byrluð ólyfjan þá myndum við mæla með því að einstaklingurinn óskaði eftir því að blóðsýni yrði tekið á spítalanum,“ segir Árni Þór og bætir við að fátítt sé að svona mál komi til kasta lögreglunnar án þess að grunur sé um önnur brot samhliða. „Við erum þó sífellt að taka verklag okkar til endurskoðunar í samræmi við fjölda tilvika og það er eitthvað sem við munum gera núna.“ Tengdar fréttir Var byrlað nauðgunarlyf umkringd fjölskyldunni "Maður er greinilega aldrei óhultur, sama hvaða fólki maður er með,“ segir Helena Ósk Ívarsdóttir, sem byrlað var nauðgunarlyf á skemmtistað í Keflavík á laugardaginn. Helena deildi lífsreynslu sinni á Facebook-síðu sinni í gær og vonast til að þetta verði öðrum víti til varnaðar. 1. janúar 2014 23:18 Ungri konu byrlað ketamín í Keflavík Alexandra Marý Hauksdóttir varð fyrir vægast sagt slæmri lífsreynslu um helgina en henni var byrlað ketamín á skemmtistað í Reykjanesbæ. 28. janúar 2014 07:00 Aldrei tekist að greina nauðgunarlyf Rannsakendum hefur aldrei tekist að greina leifar af nauðgunarlyfjum í blóðsýnum þolenda kynferðisbrota á Íslandi. Í fyrra var 21 sýni sent til rannsóknar. Prófessor segir áfengi vera algengasta nauðgunarlyfið. 12. nóvember 2012 06:00 Sölvi Tryggva tók inn nauðgunarlyf „Mér leið furðulega daginn eftir, með hroll í líkamanum og allur rosa skrítinn. Á vissan hátt var eins og ég væri þunnur,“ segir fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason sem tók inn töflu af samheitalyfi Rohypnol á dögunum í rannsóknarskyni fyrir þátt sinn Málið, en næsti þáttur fjallar um nauðgunarlyf. 29. febrúar 2012 06:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
„Ef við ætluðum að fara að taka og rannsaka blóðsýni í hverju einasta tilfelli sem einhver telur að honum hafi verið byrlað nauðgunarlyf, einungis miðað við frásögn þolanda, yrði það allt of kostnaðarsamt,“ segir Eyrún Jónsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttöku á Landspítalanum, en spítalinn tekur ekki blóðsýni úr einstaklingi sem grunar að sér hafi verið byrlað svokallað nauðgunarlyf. „Það er auðvitað dapurt en einstaklingurinn verður bara að lifa með því að geta ekki fengið blóðrannsókn bara vegna þess að hann grunar að sér hafi verið byrlað eitthvað. Það þurfa að vera ákveðnar forsendur fyrir slíkum blóðmælingum á kostnað löggæslunnar.“ Neyðarmóttakan tekur hins vegar blóð til rannsóknar úr einstaklingi, sem telur að sér hafi verið byrlað nauðgunarlyf, hafi málið verið kært til lögreglunnar. „Það er mat lögreglunnar hverju sinni og þá yrði farið í þessa dýru og miklu rannsókn.“ Eyrún segir að þó að einstaklingur hafi aldrei upplifað ástand sem hann er í merki það ekki endilega að um byrlun sé að ræða. Fólk geti til dæmis verið í annarlegu ástandi vegna drykkju.Anna Bentína HermansenAð sögn Önnu Bentínu Hermansen, ráðgjafa hjá Stígamótum, hefur það færst í aukana að konur leiti til Stígamóta vegna tilraunar til lyfjanauðgunar. „Okkur finnst hafa orðið aukning á þessu upp á síðkastið.“ Í vikunni leituðu tvær konur til Stígamóta vegna þess að þær töldu að þeim hefði verið byrlað nauðgunarlyf. Þær greindu frá því að þegar leitað hafi verið eftir blóðrannsókn hafi þau svör fengist frá lögreglu og spítalanum að ekkert væri hægt að gera. „Kærasti annarrar leitaði eftir því að sjúkrabíll kæmi á staðinn en fékk þau svör að hann ætti bara að reyna að fá hana til að æla. Það er auðvitað mjög alvarlegt. Hvað ef hún hefði fengið heilablóðfall?“ spyr Anna og bætir við að í hinu tilfellinu hafi konan sjálf haft samband við Landspítalann sem tjáði henni að fyrst nauðgun hefði ekki átt sér stað þá gæti spítalinn ekkert gert. Byrlun nauðgunarlyfs hefur aldrei verið staðfest á Íslandi. „Það er væntanlega af því að málið er ekkert rannsakað, hvorki af hálfu lögreglu né spítala. Það er líka erfitt að sanna að byrlun hafi átt sér stað því lyfin eru fljót að fara úr líkamanum. Það verður þó að gera eitthvað í málunum því þetta er klár tilraun til nauðgunar þó gerandanum takist ekki ætlunarverk sitt og þetta varðar við lög,“ segir Anna og bætir við að úrræðaleysið sé aðalvandamálið. Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segist ekki geta tekið afstöðu til svara sjúkrahússins um að blóðrannsóknir séu of kostnaðarsamar og því ekki framkvæmdar í umræddum tilfellum. „Ef einstaklingur hefur rökstuddar grunsemdir um að öðrum hafi verið byrluð ólyfjan þá myndum við mæla með því að einstaklingurinn óskaði eftir því að blóðsýni yrði tekið á spítalanum,“ segir Árni Þór og bætir við að fátítt sé að svona mál komi til kasta lögreglunnar án þess að grunur sé um önnur brot samhliða. „Við erum þó sífellt að taka verklag okkar til endurskoðunar í samræmi við fjölda tilvika og það er eitthvað sem við munum gera núna.“
Tengdar fréttir Var byrlað nauðgunarlyf umkringd fjölskyldunni "Maður er greinilega aldrei óhultur, sama hvaða fólki maður er með,“ segir Helena Ósk Ívarsdóttir, sem byrlað var nauðgunarlyf á skemmtistað í Keflavík á laugardaginn. Helena deildi lífsreynslu sinni á Facebook-síðu sinni í gær og vonast til að þetta verði öðrum víti til varnaðar. 1. janúar 2014 23:18 Ungri konu byrlað ketamín í Keflavík Alexandra Marý Hauksdóttir varð fyrir vægast sagt slæmri lífsreynslu um helgina en henni var byrlað ketamín á skemmtistað í Reykjanesbæ. 28. janúar 2014 07:00 Aldrei tekist að greina nauðgunarlyf Rannsakendum hefur aldrei tekist að greina leifar af nauðgunarlyfjum í blóðsýnum þolenda kynferðisbrota á Íslandi. Í fyrra var 21 sýni sent til rannsóknar. Prófessor segir áfengi vera algengasta nauðgunarlyfið. 12. nóvember 2012 06:00 Sölvi Tryggva tók inn nauðgunarlyf „Mér leið furðulega daginn eftir, með hroll í líkamanum og allur rosa skrítinn. Á vissan hátt var eins og ég væri þunnur,“ segir fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason sem tók inn töflu af samheitalyfi Rohypnol á dögunum í rannsóknarskyni fyrir þátt sinn Málið, en næsti þáttur fjallar um nauðgunarlyf. 29. febrúar 2012 06:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Var byrlað nauðgunarlyf umkringd fjölskyldunni "Maður er greinilega aldrei óhultur, sama hvaða fólki maður er með,“ segir Helena Ósk Ívarsdóttir, sem byrlað var nauðgunarlyf á skemmtistað í Keflavík á laugardaginn. Helena deildi lífsreynslu sinni á Facebook-síðu sinni í gær og vonast til að þetta verði öðrum víti til varnaðar. 1. janúar 2014 23:18
Ungri konu byrlað ketamín í Keflavík Alexandra Marý Hauksdóttir varð fyrir vægast sagt slæmri lífsreynslu um helgina en henni var byrlað ketamín á skemmtistað í Reykjanesbæ. 28. janúar 2014 07:00
Aldrei tekist að greina nauðgunarlyf Rannsakendum hefur aldrei tekist að greina leifar af nauðgunarlyfjum í blóðsýnum þolenda kynferðisbrota á Íslandi. Í fyrra var 21 sýni sent til rannsóknar. Prófessor segir áfengi vera algengasta nauðgunarlyfið. 12. nóvember 2012 06:00
Sölvi Tryggva tók inn nauðgunarlyf „Mér leið furðulega daginn eftir, með hroll í líkamanum og allur rosa skrítinn. Á vissan hátt var eins og ég væri þunnur,“ segir fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason sem tók inn töflu af samheitalyfi Rohypnol á dögunum í rannsóknarskyni fyrir þátt sinn Málið, en næsti þáttur fjallar um nauðgunarlyf. 29. febrúar 2012 06:00