Innlent

Íslenskir karlmenn geta gert enn betur

Una Sighvatsdóttir skrifar
Phumzile Mlambo-Ngcuka framkvæmdastýra UN Women ræddi við þá Stefán Gunnar Sigurðsson og Friðrik Dór Jónsson sem báðir eru virkir í HeForShe átaki Sameinuðu þjóðanna.
Phumzile Mlambo-Ngcuka framkvæmdastýra UN Women ræddi við þá Stefán Gunnar Sigurðsson og Friðrik Dór Jónsson sem báðir eru virkir í HeForShe átaki Sameinuðu þjóðanna.
Framkvæmdastýra UN Women er í heimsókn á Íslandi af tilefni 100 ára kosningaafmælis kvenna. Jafnréttisátak Sameinuðu þjóðanna, HeForShe, sem hófst fyrir ári, hefur fengið sérstaklega góðar viðtökur hér og metfjöldi íslenskra karla skráð sig, en Phumzile Mlambo-Ngcuka, segir það aðeins fyrsta skrefið.





„Ísland er sannarlega eitt af þeim löndum sem er til fyrirmyndar því hlutfall karlmanna sem hefur skráð sig er mjög hátt. En við þurfum að sjá að í kjölfarið af því að fólk skrái sig sem HeForShe þá grípi það til aðgerða, því HeForShe gengur út á aðgerðir í nafni trúar þinnar á jafnrétti kynjanna," sagði Phumzile í samtali við fréttastofu í dag.



Hún sagði einu gilda með hvaða hætti gripið sé til aðgerða. „Hvort sem það er að berjast gegn kynbundnu ofbeldi, eða að tala opinskátt um hvernig hægt er að stöðva það. Eða að styðja jöfn laun fyrir sambærileg störf og láta að sér kveða á eigin vinnustað, um að þú sættir þig ekki við að fá hærri laun en kvenkyns jafningi þinn. HeForShe karlmenn geta líka tekið afstöðu gegn kynlífsiðnaðin og misneytingu á konum í vændi með því að vera aldrei kaupendur að slíku. Svo það er margt sem karlar geta gert," sagði Phumzile.





Um 250 manns sóttu fund UN Women um kynjajafnrétti í dag og var ungt fólk áberandi. Þeir Friðrik Dór Jónsson tónlistarmaður og Stefán Gunnar Sigurðsson, nemi, eru skráðir í HeforShe og duglegir að breiða út boðskapinn um jafnrétti kynjanna.

„Það sem ég reyni að gera, af því nú hitti ég dálítið af krökkum í mínu starfi, ég reyni að hlusta eftir umræðunni hjá þeim og grípa inn í," segir Friðrik Dór. „Bara á léttu nótunum, ég er ekkert að skamma þau, en bara að útskýra og vekja þau til umhugsunar um [kynjajafnrétti] þegar þau eru að tala sín á milli."



Stefán Gunnar egist líka beita sér markvisst sem femínisti í starfi sínu, en hann vinnur í félagsmiðstöð og ræðir þar við ungmenni þegar hann verður uppvís að hvers kyns niðrandi kynbudið orðalag. Hann sagðist hafa orðið fyrir hugljómun þegar hann byrjaði í kynjafræðitímum í framhaldsskóla.



„Ég tel að gríðarlega mikilvægt að sérstaklega ungir karlmenn þessarar þjóðar taki höndum saman og taki þátt í þessari gríðarlega mikilvægu baráttu. Og þess vegna skráð ég mig, til að leggja mitt á vogarskálarnar."


Tengdar fréttir

Sigmundur Davíð sáttur við femínistanafnbótina

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir mikilvægt að karlar beiti sér af auknum krafti í jafnréttismálum. Financial Times hefur útnefnt hann einn af fremstu karlfemínistum heims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×