Innlent

Grunaður um líkamsárás í Hafnarfirði

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Maður var handtekinn í Hafnarfirði um klukkan níu í gærkvöldi grunaður um líkamsárás.
Maður var handtekinn í Hafnarfirði um klukkan níu í gærkvöldi grunaður um líkamsárás. Vísir/Daníel
Maður var handtekinn í Hafnarfirði um klukkan níu í gærkvöldi grunaður um líkamsárás. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var maðurinn vistaður i fangageymslu og er málið í rannsókn. Árásarþoli var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild til aðhlynningar en hann var með sár á höfði.

Um tveimur klukkustundum síðar var maður handtekinn við Hagamel í annarlegu ástandi. Maðurinn er sagður hafa hótað fólki en hann var vistaður í fangageymslu. Um hálf þrjú í nótt var svo maður handtekinn á veitingastað við Austurstræti en hann er grunaður um þjófnað á farsímum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×