Fagnaðarfundir þegar Felix, Hnoðri og Mylla voru sótt til dýralæknis Lilly Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. október 2015 19:13 Heimiliskettir í Reykjanesbæ áttu þátt í því að móðir og eins árs dóttir hennar sluppu ómeiddar þegar eldur kviknaði í íbúð fjölskyldunnar í morgun. Reykskynjari í íbúðinni virkaði ekki en klór kattanna á svefnherbergishurðina varð til þess að móðirin varð eldsins vör. Það var rétt fyrir klukkan tíu í morgun sem Erla Arnadóttir var að svæfa dóttur sína Snædísi inni í herbergi á heimili þeirra á Ásbrú. „Svo byrjar kötturinn minn að klóra í hurðina og væla, sem er frekar ólíkt henni,“ segir Erla. „Ég opna dyrnar og þá kemur bara reykur á móti okkur. Ég átta mig á því að það er búið að kvikna í og hleyp út með stelpuna.“ Þær Erla og Snædís sluppu ómeiddar en heimiliskettirnir þrír urðu eftir inni í íbúðinni. Slökkviliðið og lögregla voru strax kölluð til. Reykkafarar fundu svo kettina inni í svefnherbergi illa farna. Þeir björguðu þeim öllum þremur út um glugga. Kettirnir þrír, þeir Felix, Hnoðri og Mylla, voru fluttir á Dýralæknastofu Suðurnesja þar sem hlúð var að þeim og þeim gefið súrefni. Þrátt fyrir að hafa verið nær dauða en lífi þegar slökkviliðið bjargaði þeim voru þeir allir að koma til þegar Erla kom síðdegis til að sækja þá. Það voru fagnaðarfundir þegar Erla hitti kettina sína en hún er sannfærð um að þeir hafi átt þátt í því að þær mæðgur sluppu ómeiddar úr íbúðinni. Svo virðist sem eldurinn hafi kviknað út frá potti á eldvélinni en Erla hafði verið að sjóða pela áður en hún fór að svæfa dóttur sína. Nokkuð tjón varð af brunanum og segir Erla að það hafi verið mikið áfall þegar hún áttaði sig á því að kviknað var í. Tengdar fréttir Kettir björguðu lífi ungra mæðgna í bruna í Reykjanesbæ Lögreglumönnum á Suðurnesjum tókst að bjarga lífi tveggja líflausra katta eftir að eldur kom upp í fjölbýlishúsi á Ásbrú á Reykjanesi í morgun. 12. október 2015 12:11 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Sjá meira
Heimiliskettir í Reykjanesbæ áttu þátt í því að móðir og eins árs dóttir hennar sluppu ómeiddar þegar eldur kviknaði í íbúð fjölskyldunnar í morgun. Reykskynjari í íbúðinni virkaði ekki en klór kattanna á svefnherbergishurðina varð til þess að móðirin varð eldsins vör. Það var rétt fyrir klukkan tíu í morgun sem Erla Arnadóttir var að svæfa dóttur sína Snædísi inni í herbergi á heimili þeirra á Ásbrú. „Svo byrjar kötturinn minn að klóra í hurðina og væla, sem er frekar ólíkt henni,“ segir Erla. „Ég opna dyrnar og þá kemur bara reykur á móti okkur. Ég átta mig á því að það er búið að kvikna í og hleyp út með stelpuna.“ Þær Erla og Snædís sluppu ómeiddar en heimiliskettirnir þrír urðu eftir inni í íbúðinni. Slökkviliðið og lögregla voru strax kölluð til. Reykkafarar fundu svo kettina inni í svefnherbergi illa farna. Þeir björguðu þeim öllum þremur út um glugga. Kettirnir þrír, þeir Felix, Hnoðri og Mylla, voru fluttir á Dýralæknastofu Suðurnesja þar sem hlúð var að þeim og þeim gefið súrefni. Þrátt fyrir að hafa verið nær dauða en lífi þegar slökkviliðið bjargaði þeim voru þeir allir að koma til þegar Erla kom síðdegis til að sækja þá. Það voru fagnaðarfundir þegar Erla hitti kettina sína en hún er sannfærð um að þeir hafi átt þátt í því að þær mæðgur sluppu ómeiddar úr íbúðinni. Svo virðist sem eldurinn hafi kviknað út frá potti á eldvélinni en Erla hafði verið að sjóða pela áður en hún fór að svæfa dóttur sína. Nokkuð tjón varð af brunanum og segir Erla að það hafi verið mikið áfall þegar hún áttaði sig á því að kviknað var í.
Tengdar fréttir Kettir björguðu lífi ungra mæðgna í bruna í Reykjanesbæ Lögreglumönnum á Suðurnesjum tókst að bjarga lífi tveggja líflausra katta eftir að eldur kom upp í fjölbýlishúsi á Ásbrú á Reykjanesi í morgun. 12. október 2015 12:11 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Sjá meira
Kettir björguðu lífi ungra mæðgna í bruna í Reykjanesbæ Lögreglumönnum á Suðurnesjum tókst að bjarga lífi tveggja líflausra katta eftir að eldur kom upp í fjölbýlishúsi á Ásbrú á Reykjanesi í morgun. 12. október 2015 12:11