Vilja kaupa íbúðir en eiga ekki peninga Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. október 2015 07:00 Ármann Kr. Ólafsson vísir/anton Íbúðalánasjóður hefur sent 55 sveitarfélögum formlegt erindi þar sem óskað er eftir viðræðum við viðkomandi sveitarfélög um nýtingu á íbúðum í eigu sjóðsins. Þá hafa starfsmenn sjóðsins verið í símasambandi við fjölmarga framkvæmdastjóra sveitarfélaga síðustu daga. Fundir starfsmanna Íbúðalánasjóðs með forsvarsmönnum sveitarfélaganna hófust svo í síðustu viku. Íbúðalánasjóður á í dag um 1.500 eignir, þar af eru einungis um 700 í leigu. Samkvæmt upplýsingum frá sjóðnum stefna viðræður við sveitarfélögin einkum að því að kanna hvort unnt sé að koma því húsnæði sem Íbúðalánasjóður á í nýtingu. Annaðhvort þannig að sveitarfélögin kaupi íbúðirnar til að leigja þeim íbúum sveitarfélagsins sem þurfa aðstoð við húsnæðisöflun eða þannig að leigufélög og/eða verktakar á staðnum kaupi. Einnig hafa verið viðræður við sveitarfélög um snyrtingu húsa og nauðsynlegar úrbætur á eignum sjóðsins. Borgarstjóra hafði ekki borist bréf frá Íbúðalánasjóði þegar Fréttablaðið spurðist fyrir í gær. En borgin mun hafa áhuga á því að kaupa íbúðir af Íbúðalánasjóði, standi það til boða. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir að lýsing á eignasafninu hafi ekki fylgt bréfinu frá Íbúðalánasjóði. „En ég mun funda með þeim og skoða málið,“ segir Ármann.Gísli Halldór HalldórssonGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir að Ísafjörður sé með yfir 100 félagslegar íbúðir sem séu yfirskuldsettar. Bæjarfélagið hafi því ekki mikið bolmagn til að kaupa íbúðir af Íbúðalánasjóði. Þá sé sveitarfélagið að glíma við erfið verkefni, sem mörg hver tengjast samskiptum við ríkisvaldið. „En við höfum alveg áhuga á að ræða málin. Orð eru til alls fyrst og við viljum endilega leysa íbúðirnar úr þeirri krísu sem þær hafa verið í hjá Íbúðalánasjóði,“ segir Gísli Halldór. Íbúðalánasjóður hafi ekki sett pening í viðhald á íbúðunum til þess að geta komið þeim í útleigu og þær hafi því víða staðið auðar og grotnað niður. „Jafnvel svo að til skammar er,“ segir Gísli. Ekki náðist tal af bæjarstjóra Akureyrar. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði áherslu á það í síðustu viku að sölu á eignum Íbúðalánasjóðs væri hraðað. Ekki yrði einungis horft á sölu til sveitarfélaganna heldur einnig einstaklinga. Guðlaugur Þór segist ekki hafa orðið var við tregðu hjá Íbúðalánasjóði til að selja, sérstaklega ekki hjá nýjum stjórnendum sjóðsins. „Það er ráðuneytið sem þarf að taka ákvörðun um þetta,“ sagði Guðlaugur og vísar þar til velferðarráðuneytisins. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Íbúðalánasjóður hefur sent 55 sveitarfélögum formlegt erindi þar sem óskað er eftir viðræðum við viðkomandi sveitarfélög um nýtingu á íbúðum í eigu sjóðsins. Þá hafa starfsmenn sjóðsins verið í símasambandi við fjölmarga framkvæmdastjóra sveitarfélaga síðustu daga. Fundir starfsmanna Íbúðalánasjóðs með forsvarsmönnum sveitarfélaganna hófust svo í síðustu viku. Íbúðalánasjóður á í dag um 1.500 eignir, þar af eru einungis um 700 í leigu. Samkvæmt upplýsingum frá sjóðnum stefna viðræður við sveitarfélögin einkum að því að kanna hvort unnt sé að koma því húsnæði sem Íbúðalánasjóður á í nýtingu. Annaðhvort þannig að sveitarfélögin kaupi íbúðirnar til að leigja þeim íbúum sveitarfélagsins sem þurfa aðstoð við húsnæðisöflun eða þannig að leigufélög og/eða verktakar á staðnum kaupi. Einnig hafa verið viðræður við sveitarfélög um snyrtingu húsa og nauðsynlegar úrbætur á eignum sjóðsins. Borgarstjóra hafði ekki borist bréf frá Íbúðalánasjóði þegar Fréttablaðið spurðist fyrir í gær. En borgin mun hafa áhuga á því að kaupa íbúðir af Íbúðalánasjóði, standi það til boða. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir að lýsing á eignasafninu hafi ekki fylgt bréfinu frá Íbúðalánasjóði. „En ég mun funda með þeim og skoða málið,“ segir Ármann.Gísli Halldór HalldórssonGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir að Ísafjörður sé með yfir 100 félagslegar íbúðir sem séu yfirskuldsettar. Bæjarfélagið hafi því ekki mikið bolmagn til að kaupa íbúðir af Íbúðalánasjóði. Þá sé sveitarfélagið að glíma við erfið verkefni, sem mörg hver tengjast samskiptum við ríkisvaldið. „En við höfum alveg áhuga á að ræða málin. Orð eru til alls fyrst og við viljum endilega leysa íbúðirnar úr þeirri krísu sem þær hafa verið í hjá Íbúðalánasjóði,“ segir Gísli Halldór. Íbúðalánasjóður hafi ekki sett pening í viðhald á íbúðunum til þess að geta komið þeim í útleigu og þær hafi því víða staðið auðar og grotnað niður. „Jafnvel svo að til skammar er,“ segir Gísli. Ekki náðist tal af bæjarstjóra Akureyrar. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði áherslu á það í síðustu viku að sölu á eignum Íbúðalánasjóðs væri hraðað. Ekki yrði einungis horft á sölu til sveitarfélaganna heldur einnig einstaklinga. Guðlaugur Þór segist ekki hafa orðið var við tregðu hjá Íbúðalánasjóði til að selja, sérstaklega ekki hjá nýjum stjórnendum sjóðsins. „Það er ráðuneytið sem þarf að taka ákvörðun um þetta,“ sagði Guðlaugur og vísar þar til velferðarráðuneytisins.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira