Vilja kaupa íbúðir en eiga ekki peninga Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. október 2015 07:00 Ármann Kr. Ólafsson vísir/anton Íbúðalánasjóður hefur sent 55 sveitarfélögum formlegt erindi þar sem óskað er eftir viðræðum við viðkomandi sveitarfélög um nýtingu á íbúðum í eigu sjóðsins. Þá hafa starfsmenn sjóðsins verið í símasambandi við fjölmarga framkvæmdastjóra sveitarfélaga síðustu daga. Fundir starfsmanna Íbúðalánasjóðs með forsvarsmönnum sveitarfélaganna hófust svo í síðustu viku. Íbúðalánasjóður á í dag um 1.500 eignir, þar af eru einungis um 700 í leigu. Samkvæmt upplýsingum frá sjóðnum stefna viðræður við sveitarfélögin einkum að því að kanna hvort unnt sé að koma því húsnæði sem Íbúðalánasjóður á í nýtingu. Annaðhvort þannig að sveitarfélögin kaupi íbúðirnar til að leigja þeim íbúum sveitarfélagsins sem þurfa aðstoð við húsnæðisöflun eða þannig að leigufélög og/eða verktakar á staðnum kaupi. Einnig hafa verið viðræður við sveitarfélög um snyrtingu húsa og nauðsynlegar úrbætur á eignum sjóðsins. Borgarstjóra hafði ekki borist bréf frá Íbúðalánasjóði þegar Fréttablaðið spurðist fyrir í gær. En borgin mun hafa áhuga á því að kaupa íbúðir af Íbúðalánasjóði, standi það til boða. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir að lýsing á eignasafninu hafi ekki fylgt bréfinu frá Íbúðalánasjóði. „En ég mun funda með þeim og skoða málið,“ segir Ármann.Gísli Halldór HalldórssonGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir að Ísafjörður sé með yfir 100 félagslegar íbúðir sem séu yfirskuldsettar. Bæjarfélagið hafi því ekki mikið bolmagn til að kaupa íbúðir af Íbúðalánasjóði. Þá sé sveitarfélagið að glíma við erfið verkefni, sem mörg hver tengjast samskiptum við ríkisvaldið. „En við höfum alveg áhuga á að ræða málin. Orð eru til alls fyrst og við viljum endilega leysa íbúðirnar úr þeirri krísu sem þær hafa verið í hjá Íbúðalánasjóði,“ segir Gísli Halldór. Íbúðalánasjóður hafi ekki sett pening í viðhald á íbúðunum til þess að geta komið þeim í útleigu og þær hafi því víða staðið auðar og grotnað niður. „Jafnvel svo að til skammar er,“ segir Gísli. Ekki náðist tal af bæjarstjóra Akureyrar. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði áherslu á það í síðustu viku að sölu á eignum Íbúðalánasjóðs væri hraðað. Ekki yrði einungis horft á sölu til sveitarfélaganna heldur einnig einstaklinga. Guðlaugur Þór segist ekki hafa orðið var við tregðu hjá Íbúðalánasjóði til að selja, sérstaklega ekki hjá nýjum stjórnendum sjóðsins. „Það er ráðuneytið sem þarf að taka ákvörðun um þetta,“ sagði Guðlaugur og vísar þar til velferðarráðuneytisins. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Íbúðalánasjóður hefur sent 55 sveitarfélögum formlegt erindi þar sem óskað er eftir viðræðum við viðkomandi sveitarfélög um nýtingu á íbúðum í eigu sjóðsins. Þá hafa starfsmenn sjóðsins verið í símasambandi við fjölmarga framkvæmdastjóra sveitarfélaga síðustu daga. Fundir starfsmanna Íbúðalánasjóðs með forsvarsmönnum sveitarfélaganna hófust svo í síðustu viku. Íbúðalánasjóður á í dag um 1.500 eignir, þar af eru einungis um 700 í leigu. Samkvæmt upplýsingum frá sjóðnum stefna viðræður við sveitarfélögin einkum að því að kanna hvort unnt sé að koma því húsnæði sem Íbúðalánasjóður á í nýtingu. Annaðhvort þannig að sveitarfélögin kaupi íbúðirnar til að leigja þeim íbúum sveitarfélagsins sem þurfa aðstoð við húsnæðisöflun eða þannig að leigufélög og/eða verktakar á staðnum kaupi. Einnig hafa verið viðræður við sveitarfélög um snyrtingu húsa og nauðsynlegar úrbætur á eignum sjóðsins. Borgarstjóra hafði ekki borist bréf frá Íbúðalánasjóði þegar Fréttablaðið spurðist fyrir í gær. En borgin mun hafa áhuga á því að kaupa íbúðir af Íbúðalánasjóði, standi það til boða. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir að lýsing á eignasafninu hafi ekki fylgt bréfinu frá Íbúðalánasjóði. „En ég mun funda með þeim og skoða málið,“ segir Ármann.Gísli Halldór HalldórssonGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir að Ísafjörður sé með yfir 100 félagslegar íbúðir sem séu yfirskuldsettar. Bæjarfélagið hafi því ekki mikið bolmagn til að kaupa íbúðir af Íbúðalánasjóði. Þá sé sveitarfélagið að glíma við erfið verkefni, sem mörg hver tengjast samskiptum við ríkisvaldið. „En við höfum alveg áhuga á að ræða málin. Orð eru til alls fyrst og við viljum endilega leysa íbúðirnar úr þeirri krísu sem þær hafa verið í hjá Íbúðalánasjóði,“ segir Gísli Halldór. Íbúðalánasjóður hafi ekki sett pening í viðhald á íbúðunum til þess að geta komið þeim í útleigu og þær hafi því víða staðið auðar og grotnað niður. „Jafnvel svo að til skammar er,“ segir Gísli. Ekki náðist tal af bæjarstjóra Akureyrar. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði áherslu á það í síðustu viku að sölu á eignum Íbúðalánasjóðs væri hraðað. Ekki yrði einungis horft á sölu til sveitarfélaganna heldur einnig einstaklinga. Guðlaugur Þór segist ekki hafa orðið var við tregðu hjá Íbúðalánasjóði til að selja, sérstaklega ekki hjá nýjum stjórnendum sjóðsins. „Það er ráðuneytið sem þarf að taka ákvörðun um þetta,“ sagði Guðlaugur og vísar þar til velferðarráðuneytisins.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira