Innlent

Ekki grunur um íkveikju í Skeljatanga

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Eldurinn lokaði útgönguleið og því þurfti að hjálpa íbúum út um glugga á húsinu.
Eldurinn lokaði útgönguleið og því þurfti að hjálpa íbúum út um glugga á húsinu. Vísir/Egill
Bráðabirgðaniðurstöður á eldsvoðanum á Skeljatanga benda til þess að upptök eldsins megi rekja til rafmagnsbilunar. Ekki er því grunur um að íkveikju hafi verið að ræða og segir í lögregla í samtali við Vísi engar vísbendingar vera um að um íkveikju hafi verið að ræða.  

Eldurinn kom upp í íbúðarhúsnæði við Skeljatanga í Mosfellsbæ 4. október síðastliðinn en það var leigubílstjóri sem varð var við eldinn um miðja nótt og hringdi á slökkvilið. Bílstjórinn, sem heitir Böðvar Sigurðsson, vakti húsráðanda og bjargaði tveimur börnum út um glugga.

Sjá einnig: Hetja næturinnar: „Mér finnst  yndislegt að hafa getað aðstoðað“

„Þetta var talsverður eldur. Allur gaflinn og klæðningin loguðu auk skjólveggs sem var þarna. Eldurinn logaði ekki í íbúðinni sjálfri en þó hafi reykur og eldtungur náð inn um glugga,“ sagði Böðvar í samtali við Vísi daginn eftir eldsvoðann. Aðspurður segir hann ekkert annað hafa komið til greina en að aðstoða eftir fremsta megni. „Maður hugsar ekkert um það í raun. Þetta gerðist bara. Ég er bara ánægður að vera á réttum stað á réttum tíma.“


Tengdar fréttir

Börnum bjargað út um glugga

Leigubílsstjóri varð var við eld í Mosfellsbæ í nótt og leikur grunur á að um íkveikju hafi verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×