Hetja næturinnar: „Mér finnst yndislegt að hafa getað aðstoðað“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. október 2015 19:18 Böðvar Sigurðsson er var sannarlega á réttum stað á réttum tíma. vísir/vilhelm „Ég var staddur í götu rétt hjá þegar ég sá eldglæringar,“ segir Böðvar Sigurðsson, leigubílsstjóri á bíl númer 295, í samtali við Vísi. Böðvar var réttur maður á réttum stað í nótt en hann kom að brunanum í Skeljatanga í Mosfellsbæ. Þrír komust frá brunanum án meiðsla. Böðvar segir að hann hafi keyrt eins langt og hann komst og þaðan stokkið að húsinu. Þar sá hann eld loga í klæðningu ogskjólveggi við inngang í íbúðina á efri hæð hússins. „ Greip upp símann, hringdi í 112 og var með þá á línunni allan tímann. Ég þurfti að vekja íbúa í öðru húsi því ég vissi ekki í hvaða götu ég var staddur til að fá slökkviliðið á réttan stað.“ Þegar það var komið á hreint fór Böðvar ásamt manninum sem hann vakti og hóf að berja á alla glugga í kjallaraíbúðinni þar sem logaði. Á endanum náðu þeir að vekja íbúa íbúðarinnar, mann með tvö börn, þriggja og átta ára.Keyrði til átta um morguninn „Við tókum börnin út um glugga þarna og ég kom þeim í hús nágrannans. Ég veit ekki hvernig maðurinn komst út, hvort hann fór út um gluggann eða í gegnum útidyrnar og í gegnum eldhafið. Hann var kominn út þegar ég hafði skilað börnunum af mér,“ segir Böðvar. Fram hefur komið að heimilisfisfaðirinn komst út í gegnum útidyrnar. „Þetta var talsverður eldur. Allur gaflinn og klæðningin loguðu auk skjólveggs sem var þarna. Eldurinn logaði ekki í íbúðinni sjálfri en þó hafi reykur og eldtungur náð inn um glugga,“ segir Böðvar. Aðspurður segir hann ekkert annað hafa komið til greina en að aðstoða eftir fremsta megni. „Maður hugsar ekkert um það í raun. Þetta gerðist bara. Ég er bara ánægður að vera á réttum stað á réttum tíma.“ Tilkynning um eldsvoðann barst um hálf fjögur í nótt. Böðvar sá eldtungurnar er hann hafði nýlokið við að skutla fólki heim og hans vakt lauk ekki með brunanum. „Þegar allir voru óhultir fór ég aftur og keyrði til klukkan átta. Það var auðvitað mikil reykjarlykt af mér eftir þetta og einhverjir farþegar spurðu mig út í hana en hún hafði ekki mikil áhrif á þá þegar ég sagði þeim af hverju hún stafaði. Þá töluðu þeir um hana sem hetjulykt en ekki reykjarlykt,“ segir Böðvar að lokum. Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða. Tengdar fréttir Eldurinn logaði fyrir hurð íbúðarinnar Nágranni fjölskyldunnar hjálpaði við að koma börnunum út úr húsinu í gegnum glugga. 4. október 2015 15:25 Sterkar vísbendingar um íkveikju í Írabakka Rannsóknardeild lögreglu lítur málið mjög alvarlegum augum enda hafi viðkomandi ógnað lífi og limum fólksins í húsinu. 1. október 2015 12:15 Börnum bjargað út um glugga Leigubílsstjóri varð var við eld í Mosfellsbæ í nótt og leikur grunur á að um íkveikju hafi verið að ræða. 4. október 2015 09:44 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Hafa náð stjórn á sinueldi við Apavatn Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira
„Ég var staddur í götu rétt hjá þegar ég sá eldglæringar,“ segir Böðvar Sigurðsson, leigubílsstjóri á bíl númer 295, í samtali við Vísi. Böðvar var réttur maður á réttum stað í nótt en hann kom að brunanum í Skeljatanga í Mosfellsbæ. Þrír komust frá brunanum án meiðsla. Böðvar segir að hann hafi keyrt eins langt og hann komst og þaðan stokkið að húsinu. Þar sá hann eld loga í klæðningu ogskjólveggi við inngang í íbúðina á efri hæð hússins. „ Greip upp símann, hringdi í 112 og var með þá á línunni allan tímann. Ég þurfti að vekja íbúa í öðru húsi því ég vissi ekki í hvaða götu ég var staddur til að fá slökkviliðið á réttan stað.“ Þegar það var komið á hreint fór Böðvar ásamt manninum sem hann vakti og hóf að berja á alla glugga í kjallaraíbúðinni þar sem logaði. Á endanum náðu þeir að vekja íbúa íbúðarinnar, mann með tvö börn, þriggja og átta ára.Keyrði til átta um morguninn „Við tókum börnin út um glugga þarna og ég kom þeim í hús nágrannans. Ég veit ekki hvernig maðurinn komst út, hvort hann fór út um gluggann eða í gegnum útidyrnar og í gegnum eldhafið. Hann var kominn út þegar ég hafði skilað börnunum af mér,“ segir Böðvar. Fram hefur komið að heimilisfisfaðirinn komst út í gegnum útidyrnar. „Þetta var talsverður eldur. Allur gaflinn og klæðningin loguðu auk skjólveggs sem var þarna. Eldurinn logaði ekki í íbúðinni sjálfri en þó hafi reykur og eldtungur náð inn um glugga,“ segir Böðvar. Aðspurður segir hann ekkert annað hafa komið til greina en að aðstoða eftir fremsta megni. „Maður hugsar ekkert um það í raun. Þetta gerðist bara. Ég er bara ánægður að vera á réttum stað á réttum tíma.“ Tilkynning um eldsvoðann barst um hálf fjögur í nótt. Böðvar sá eldtungurnar er hann hafði nýlokið við að skutla fólki heim og hans vakt lauk ekki með brunanum. „Þegar allir voru óhultir fór ég aftur og keyrði til klukkan átta. Það var auðvitað mikil reykjarlykt af mér eftir þetta og einhverjir farþegar spurðu mig út í hana en hún hafði ekki mikil áhrif á þá þegar ég sagði þeim af hverju hún stafaði. Þá töluðu þeir um hana sem hetjulykt en ekki reykjarlykt,“ segir Böðvar að lokum. Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða.
Tengdar fréttir Eldurinn logaði fyrir hurð íbúðarinnar Nágranni fjölskyldunnar hjálpaði við að koma börnunum út úr húsinu í gegnum glugga. 4. október 2015 15:25 Sterkar vísbendingar um íkveikju í Írabakka Rannsóknardeild lögreglu lítur málið mjög alvarlegum augum enda hafi viðkomandi ógnað lífi og limum fólksins í húsinu. 1. október 2015 12:15 Börnum bjargað út um glugga Leigubílsstjóri varð var við eld í Mosfellsbæ í nótt og leikur grunur á að um íkveikju hafi verið að ræða. 4. október 2015 09:44 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Hafa náð stjórn á sinueldi við Apavatn Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira
Eldurinn logaði fyrir hurð íbúðarinnar Nágranni fjölskyldunnar hjálpaði við að koma börnunum út úr húsinu í gegnum glugga. 4. október 2015 15:25
Sterkar vísbendingar um íkveikju í Írabakka Rannsóknardeild lögreglu lítur málið mjög alvarlegum augum enda hafi viðkomandi ógnað lífi og limum fólksins í húsinu. 1. október 2015 12:15
Börnum bjargað út um glugga Leigubílsstjóri varð var við eld í Mosfellsbæ í nótt og leikur grunur á að um íkveikju hafi verið að ræða. 4. október 2015 09:44