Hetja næturinnar: „Mér finnst yndislegt að hafa getað aðstoðað“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. október 2015 19:18 Böðvar Sigurðsson er var sannarlega á réttum stað á réttum tíma. vísir/vilhelm „Ég var staddur í götu rétt hjá þegar ég sá eldglæringar,“ segir Böðvar Sigurðsson, leigubílsstjóri á bíl númer 295, í samtali við Vísi. Böðvar var réttur maður á réttum stað í nótt en hann kom að brunanum í Skeljatanga í Mosfellsbæ. Þrír komust frá brunanum án meiðsla. Böðvar segir að hann hafi keyrt eins langt og hann komst og þaðan stokkið að húsinu. Þar sá hann eld loga í klæðningu ogskjólveggi við inngang í íbúðina á efri hæð hússins. „ Greip upp símann, hringdi í 112 og var með þá á línunni allan tímann. Ég þurfti að vekja íbúa í öðru húsi því ég vissi ekki í hvaða götu ég var staddur til að fá slökkviliðið á réttan stað.“ Þegar það var komið á hreint fór Böðvar ásamt manninum sem hann vakti og hóf að berja á alla glugga í kjallaraíbúðinni þar sem logaði. Á endanum náðu þeir að vekja íbúa íbúðarinnar, mann með tvö börn, þriggja og átta ára.Keyrði til átta um morguninn „Við tókum börnin út um glugga þarna og ég kom þeim í hús nágrannans. Ég veit ekki hvernig maðurinn komst út, hvort hann fór út um gluggann eða í gegnum útidyrnar og í gegnum eldhafið. Hann var kominn út þegar ég hafði skilað börnunum af mér,“ segir Böðvar. Fram hefur komið að heimilisfisfaðirinn komst út í gegnum útidyrnar. „Þetta var talsverður eldur. Allur gaflinn og klæðningin loguðu auk skjólveggs sem var þarna. Eldurinn logaði ekki í íbúðinni sjálfri en þó hafi reykur og eldtungur náð inn um glugga,“ segir Böðvar. Aðspurður segir hann ekkert annað hafa komið til greina en að aðstoða eftir fremsta megni. „Maður hugsar ekkert um það í raun. Þetta gerðist bara. Ég er bara ánægður að vera á réttum stað á réttum tíma.“ Tilkynning um eldsvoðann barst um hálf fjögur í nótt. Böðvar sá eldtungurnar er hann hafði nýlokið við að skutla fólki heim og hans vakt lauk ekki með brunanum. „Þegar allir voru óhultir fór ég aftur og keyrði til klukkan átta. Það var auðvitað mikil reykjarlykt af mér eftir þetta og einhverjir farþegar spurðu mig út í hana en hún hafði ekki mikil áhrif á þá þegar ég sagði þeim af hverju hún stafaði. Þá töluðu þeir um hana sem hetjulykt en ekki reykjarlykt,“ segir Böðvar að lokum. Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða. Tengdar fréttir Eldurinn logaði fyrir hurð íbúðarinnar Nágranni fjölskyldunnar hjálpaði við að koma börnunum út úr húsinu í gegnum glugga. 4. október 2015 15:25 Sterkar vísbendingar um íkveikju í Írabakka Rannsóknardeild lögreglu lítur málið mjög alvarlegum augum enda hafi viðkomandi ógnað lífi og limum fólksins í húsinu. 1. október 2015 12:15 Börnum bjargað út um glugga Leigubílsstjóri varð var við eld í Mosfellsbæ í nótt og leikur grunur á að um íkveikju hafi verið að ræða. 4. október 2015 09:44 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
„Ég var staddur í götu rétt hjá þegar ég sá eldglæringar,“ segir Böðvar Sigurðsson, leigubílsstjóri á bíl númer 295, í samtali við Vísi. Böðvar var réttur maður á réttum stað í nótt en hann kom að brunanum í Skeljatanga í Mosfellsbæ. Þrír komust frá brunanum án meiðsla. Böðvar segir að hann hafi keyrt eins langt og hann komst og þaðan stokkið að húsinu. Þar sá hann eld loga í klæðningu ogskjólveggi við inngang í íbúðina á efri hæð hússins. „ Greip upp símann, hringdi í 112 og var með þá á línunni allan tímann. Ég þurfti að vekja íbúa í öðru húsi því ég vissi ekki í hvaða götu ég var staddur til að fá slökkviliðið á réttan stað.“ Þegar það var komið á hreint fór Böðvar ásamt manninum sem hann vakti og hóf að berja á alla glugga í kjallaraíbúðinni þar sem logaði. Á endanum náðu þeir að vekja íbúa íbúðarinnar, mann með tvö börn, þriggja og átta ára.Keyrði til átta um morguninn „Við tókum börnin út um glugga þarna og ég kom þeim í hús nágrannans. Ég veit ekki hvernig maðurinn komst út, hvort hann fór út um gluggann eða í gegnum útidyrnar og í gegnum eldhafið. Hann var kominn út þegar ég hafði skilað börnunum af mér,“ segir Böðvar. Fram hefur komið að heimilisfisfaðirinn komst út í gegnum útidyrnar. „Þetta var talsverður eldur. Allur gaflinn og klæðningin loguðu auk skjólveggs sem var þarna. Eldurinn logaði ekki í íbúðinni sjálfri en þó hafi reykur og eldtungur náð inn um glugga,“ segir Böðvar. Aðspurður segir hann ekkert annað hafa komið til greina en að aðstoða eftir fremsta megni. „Maður hugsar ekkert um það í raun. Þetta gerðist bara. Ég er bara ánægður að vera á réttum stað á réttum tíma.“ Tilkynning um eldsvoðann barst um hálf fjögur í nótt. Böðvar sá eldtungurnar er hann hafði nýlokið við að skutla fólki heim og hans vakt lauk ekki með brunanum. „Þegar allir voru óhultir fór ég aftur og keyrði til klukkan átta. Það var auðvitað mikil reykjarlykt af mér eftir þetta og einhverjir farþegar spurðu mig út í hana en hún hafði ekki mikil áhrif á þá þegar ég sagði þeim af hverju hún stafaði. Þá töluðu þeir um hana sem hetjulykt en ekki reykjarlykt,“ segir Böðvar að lokum. Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða.
Tengdar fréttir Eldurinn logaði fyrir hurð íbúðarinnar Nágranni fjölskyldunnar hjálpaði við að koma börnunum út úr húsinu í gegnum glugga. 4. október 2015 15:25 Sterkar vísbendingar um íkveikju í Írabakka Rannsóknardeild lögreglu lítur málið mjög alvarlegum augum enda hafi viðkomandi ógnað lífi og limum fólksins í húsinu. 1. október 2015 12:15 Börnum bjargað út um glugga Leigubílsstjóri varð var við eld í Mosfellsbæ í nótt og leikur grunur á að um íkveikju hafi verið að ræða. 4. október 2015 09:44 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Eldurinn logaði fyrir hurð íbúðarinnar Nágranni fjölskyldunnar hjálpaði við að koma börnunum út úr húsinu í gegnum glugga. 4. október 2015 15:25
Sterkar vísbendingar um íkveikju í Írabakka Rannsóknardeild lögreglu lítur málið mjög alvarlegum augum enda hafi viðkomandi ógnað lífi og limum fólksins í húsinu. 1. október 2015 12:15
Börnum bjargað út um glugga Leigubílsstjóri varð var við eld í Mosfellsbæ í nótt og leikur grunur á að um íkveikju hafi verið að ræða. 4. október 2015 09:44