Yfirmaður enska sambandsins: Mourinho átti að biðja Evu afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2015 07:30 Greg Dyke, yfirmaður enska knattspyrnusambandsins gagnrýndi Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, fyrir framgöngu sína í máli læknisins Evu Carneiro þrátt fyrir að portúgalski stjórinn hafi sloppið við refsingu hjá sambandinu. Aganefnd enska sambandsins taldi Jose Mourinho saklausan af því að hafa mismunað Evu Carneiro með því að úthúða henni í leik Chelsea og Swansea fyrr í vetur. Mourinho lét hana bæði heyra það bæði inn á vellinum sem og að gagnrýna hana eftir leikinn. Eva Carneiro fór þá inná ásamt sjúkraþjálfara til að huga að Edin Hazard í uppbótartíma þegar Chelsea-liðið var þegar orðið manni færri í leiknum og var að reyna að fá meira út úr leiknum. Hazard þurfti því að fara útaf vellinum sem þýddi að Chelsea-liðið var níu á móti ellefu. Mourinho varð mjög reiður og sakaði Evu um barnaskap og lítinn leikskilning en það var þó dómari leiksins sem kallaði á aðstoð frá læknaliði Chelsea. Mourinho lét ekki þar við sitja heldur mátti Eva Carneiro, starfandi aðallæknir liðsins, ekki koma nálægt Chelsea-liðinu í framhaldinu hvort sem það var á æfingum eða í leikjum. Eva ákvað síðan að hætta störfum hjá félaginu þegar Chelsea bauð henni að koma "til baka" í sitt starf. „Ég held að Mourinho komi ekki vel út úr þessu máli. Hann gerði greinilega mistök í hita leiksins og hefði átt að segja það strax og biðjast síðan afsökunar," sagði Greg Dyke í bréfi til stjórnarmanna enska sambandsins en BBC sagði frá því. „Hann sagði þess í stað mjög lítið og Frú Carneiro missti starfi sitt," bætti Dyke við. Það var áhorfandi á leiknum sem kvartaði við enska sambandið vegna framkomu Jose Mourinho gagnvart Evu og sambandið skoðaði því málið frekar. Jose Mourinho slapp eins og áður sagði við refsingu. „Okkar fólk hefur rannsakað málið og þó að Herra Mourinho hafi ekki brotið neinar reglur þá sýndi hann greinilega dómgreindarleysi og óheppilega hegðun á almannafæri," skrifaði Greg Dyke í bréfið sitt. Enski boltinn Tengdar fréttir Wenger um Evu og Mourinho: Hef engan áhuga á því sem gerist hjá Chelsea Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er hvorki mikill vinur Jose Mourinho eða áhugamaður um það sem er í gangi á Brúnni. 14. ágúst 2015 11:30 Yfirmaður heilbrigðismála hjá FIFA kemur Evu Carneiro til varnar Yfirmaður heilbrigðismála hjá FIFA segir að knattspyrnustjóri eigi ekkert að skipta sér af störfum lækna liðsins, það sé skylda þeirra að hlúa að leikmönnum séu þeir meiddir. 14. ágúst 2015 08:00 Mourinho ætti að biðja hana afsökunar Sú ákvörðun Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, að banna lækni Chelsea-liðsins, Evu Carneiro, að koma nálægt liðinu á æfingum, leikjum eða á hóteli liðsins, hefur vakið upp hörð viðbrögð á Englandi. 13. ágúst 2015 09:30 Eva búin að fá nóg af Jose Mourinho | Hætt hjá Chelsea Eva Carneiro, hinn 42 ára gamli læknir knattspyrnuliðs Chelsea, hefur ákveðið að yfirgefa félagið aðeins sex vikum eftir að knattspyrnustjórinn Jose Mourinho gagnrýndi hana opinberlega. 22. september 2015 17:21 Eva fær ekki lengur að koma á völlinn með Chelsea Vinsælasti læknirinn í enska boltanum fær ekki lengur að koma á völlinn með Chelsea-liðinu. 11. ágúst 2015 19:15 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Greg Dyke, yfirmaður enska knattspyrnusambandsins gagnrýndi Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, fyrir framgöngu sína í máli læknisins Evu Carneiro þrátt fyrir að portúgalski stjórinn hafi sloppið við refsingu hjá sambandinu. Aganefnd enska sambandsins taldi Jose Mourinho saklausan af því að hafa mismunað Evu Carneiro með því að úthúða henni í leik Chelsea og Swansea fyrr í vetur. Mourinho lét hana bæði heyra það bæði inn á vellinum sem og að gagnrýna hana eftir leikinn. Eva Carneiro fór þá inná ásamt sjúkraþjálfara til að huga að Edin Hazard í uppbótartíma þegar Chelsea-liðið var þegar orðið manni færri í leiknum og var að reyna að fá meira út úr leiknum. Hazard þurfti því að fara útaf vellinum sem þýddi að Chelsea-liðið var níu á móti ellefu. Mourinho varð mjög reiður og sakaði Evu um barnaskap og lítinn leikskilning en það var þó dómari leiksins sem kallaði á aðstoð frá læknaliði Chelsea. Mourinho lét ekki þar við sitja heldur mátti Eva Carneiro, starfandi aðallæknir liðsins, ekki koma nálægt Chelsea-liðinu í framhaldinu hvort sem það var á æfingum eða í leikjum. Eva ákvað síðan að hætta störfum hjá félaginu þegar Chelsea bauð henni að koma "til baka" í sitt starf. „Ég held að Mourinho komi ekki vel út úr þessu máli. Hann gerði greinilega mistök í hita leiksins og hefði átt að segja það strax og biðjast síðan afsökunar," sagði Greg Dyke í bréfi til stjórnarmanna enska sambandsins en BBC sagði frá því. „Hann sagði þess í stað mjög lítið og Frú Carneiro missti starfi sitt," bætti Dyke við. Það var áhorfandi á leiknum sem kvartaði við enska sambandið vegna framkomu Jose Mourinho gagnvart Evu og sambandið skoðaði því málið frekar. Jose Mourinho slapp eins og áður sagði við refsingu. „Okkar fólk hefur rannsakað málið og þó að Herra Mourinho hafi ekki brotið neinar reglur þá sýndi hann greinilega dómgreindarleysi og óheppilega hegðun á almannafæri," skrifaði Greg Dyke í bréfið sitt.
Enski boltinn Tengdar fréttir Wenger um Evu og Mourinho: Hef engan áhuga á því sem gerist hjá Chelsea Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er hvorki mikill vinur Jose Mourinho eða áhugamaður um það sem er í gangi á Brúnni. 14. ágúst 2015 11:30 Yfirmaður heilbrigðismála hjá FIFA kemur Evu Carneiro til varnar Yfirmaður heilbrigðismála hjá FIFA segir að knattspyrnustjóri eigi ekkert að skipta sér af störfum lækna liðsins, það sé skylda þeirra að hlúa að leikmönnum séu þeir meiddir. 14. ágúst 2015 08:00 Mourinho ætti að biðja hana afsökunar Sú ákvörðun Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, að banna lækni Chelsea-liðsins, Evu Carneiro, að koma nálægt liðinu á æfingum, leikjum eða á hóteli liðsins, hefur vakið upp hörð viðbrögð á Englandi. 13. ágúst 2015 09:30 Eva búin að fá nóg af Jose Mourinho | Hætt hjá Chelsea Eva Carneiro, hinn 42 ára gamli læknir knattspyrnuliðs Chelsea, hefur ákveðið að yfirgefa félagið aðeins sex vikum eftir að knattspyrnustjórinn Jose Mourinho gagnrýndi hana opinberlega. 22. september 2015 17:21 Eva fær ekki lengur að koma á völlinn með Chelsea Vinsælasti læknirinn í enska boltanum fær ekki lengur að koma á völlinn með Chelsea-liðinu. 11. ágúst 2015 19:15 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Wenger um Evu og Mourinho: Hef engan áhuga á því sem gerist hjá Chelsea Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er hvorki mikill vinur Jose Mourinho eða áhugamaður um það sem er í gangi á Brúnni. 14. ágúst 2015 11:30
Yfirmaður heilbrigðismála hjá FIFA kemur Evu Carneiro til varnar Yfirmaður heilbrigðismála hjá FIFA segir að knattspyrnustjóri eigi ekkert að skipta sér af störfum lækna liðsins, það sé skylda þeirra að hlúa að leikmönnum séu þeir meiddir. 14. ágúst 2015 08:00
Mourinho ætti að biðja hana afsökunar Sú ákvörðun Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, að banna lækni Chelsea-liðsins, Evu Carneiro, að koma nálægt liðinu á æfingum, leikjum eða á hóteli liðsins, hefur vakið upp hörð viðbrögð á Englandi. 13. ágúst 2015 09:30
Eva búin að fá nóg af Jose Mourinho | Hætt hjá Chelsea Eva Carneiro, hinn 42 ára gamli læknir knattspyrnuliðs Chelsea, hefur ákveðið að yfirgefa félagið aðeins sex vikum eftir að knattspyrnustjórinn Jose Mourinho gagnrýndi hana opinberlega. 22. september 2015 17:21
Eva fær ekki lengur að koma á völlinn með Chelsea Vinsælasti læknirinn í enska boltanum fær ekki lengur að koma á völlinn með Chelsea-liðinu. 11. ágúst 2015 19:15