Yfirmaður enska sambandsins: Mourinho átti að biðja Evu afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2015 07:30 Greg Dyke, yfirmaður enska knattspyrnusambandsins gagnrýndi Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, fyrir framgöngu sína í máli læknisins Evu Carneiro þrátt fyrir að portúgalski stjórinn hafi sloppið við refsingu hjá sambandinu. Aganefnd enska sambandsins taldi Jose Mourinho saklausan af því að hafa mismunað Evu Carneiro með því að úthúða henni í leik Chelsea og Swansea fyrr í vetur. Mourinho lét hana bæði heyra það bæði inn á vellinum sem og að gagnrýna hana eftir leikinn. Eva Carneiro fór þá inná ásamt sjúkraþjálfara til að huga að Edin Hazard í uppbótartíma þegar Chelsea-liðið var þegar orðið manni færri í leiknum og var að reyna að fá meira út úr leiknum. Hazard þurfti því að fara útaf vellinum sem þýddi að Chelsea-liðið var níu á móti ellefu. Mourinho varð mjög reiður og sakaði Evu um barnaskap og lítinn leikskilning en það var þó dómari leiksins sem kallaði á aðstoð frá læknaliði Chelsea. Mourinho lét ekki þar við sitja heldur mátti Eva Carneiro, starfandi aðallæknir liðsins, ekki koma nálægt Chelsea-liðinu í framhaldinu hvort sem það var á æfingum eða í leikjum. Eva ákvað síðan að hætta störfum hjá félaginu þegar Chelsea bauð henni að koma "til baka" í sitt starf. „Ég held að Mourinho komi ekki vel út úr þessu máli. Hann gerði greinilega mistök í hita leiksins og hefði átt að segja það strax og biðjast síðan afsökunar," sagði Greg Dyke í bréfi til stjórnarmanna enska sambandsins en BBC sagði frá því. „Hann sagði þess í stað mjög lítið og Frú Carneiro missti starfi sitt," bætti Dyke við. Það var áhorfandi á leiknum sem kvartaði við enska sambandið vegna framkomu Jose Mourinho gagnvart Evu og sambandið skoðaði því málið frekar. Jose Mourinho slapp eins og áður sagði við refsingu. „Okkar fólk hefur rannsakað málið og þó að Herra Mourinho hafi ekki brotið neinar reglur þá sýndi hann greinilega dómgreindarleysi og óheppilega hegðun á almannafæri," skrifaði Greg Dyke í bréfið sitt. Enski boltinn Tengdar fréttir Wenger um Evu og Mourinho: Hef engan áhuga á því sem gerist hjá Chelsea Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er hvorki mikill vinur Jose Mourinho eða áhugamaður um það sem er í gangi á Brúnni. 14. ágúst 2015 11:30 Yfirmaður heilbrigðismála hjá FIFA kemur Evu Carneiro til varnar Yfirmaður heilbrigðismála hjá FIFA segir að knattspyrnustjóri eigi ekkert að skipta sér af störfum lækna liðsins, það sé skylda þeirra að hlúa að leikmönnum séu þeir meiddir. 14. ágúst 2015 08:00 Mourinho ætti að biðja hana afsökunar Sú ákvörðun Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, að banna lækni Chelsea-liðsins, Evu Carneiro, að koma nálægt liðinu á æfingum, leikjum eða á hóteli liðsins, hefur vakið upp hörð viðbrögð á Englandi. 13. ágúst 2015 09:30 Eva búin að fá nóg af Jose Mourinho | Hætt hjá Chelsea Eva Carneiro, hinn 42 ára gamli læknir knattspyrnuliðs Chelsea, hefur ákveðið að yfirgefa félagið aðeins sex vikum eftir að knattspyrnustjórinn Jose Mourinho gagnrýndi hana opinberlega. 22. september 2015 17:21 Eva fær ekki lengur að koma á völlinn með Chelsea Vinsælasti læknirinn í enska boltanum fær ekki lengur að koma á völlinn með Chelsea-liðinu. 11. ágúst 2015 19:15 Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Sjá meira
Greg Dyke, yfirmaður enska knattspyrnusambandsins gagnrýndi Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, fyrir framgöngu sína í máli læknisins Evu Carneiro þrátt fyrir að portúgalski stjórinn hafi sloppið við refsingu hjá sambandinu. Aganefnd enska sambandsins taldi Jose Mourinho saklausan af því að hafa mismunað Evu Carneiro með því að úthúða henni í leik Chelsea og Swansea fyrr í vetur. Mourinho lét hana bæði heyra það bæði inn á vellinum sem og að gagnrýna hana eftir leikinn. Eva Carneiro fór þá inná ásamt sjúkraþjálfara til að huga að Edin Hazard í uppbótartíma þegar Chelsea-liðið var þegar orðið manni færri í leiknum og var að reyna að fá meira út úr leiknum. Hazard þurfti því að fara útaf vellinum sem þýddi að Chelsea-liðið var níu á móti ellefu. Mourinho varð mjög reiður og sakaði Evu um barnaskap og lítinn leikskilning en það var þó dómari leiksins sem kallaði á aðstoð frá læknaliði Chelsea. Mourinho lét ekki þar við sitja heldur mátti Eva Carneiro, starfandi aðallæknir liðsins, ekki koma nálægt Chelsea-liðinu í framhaldinu hvort sem það var á æfingum eða í leikjum. Eva ákvað síðan að hætta störfum hjá félaginu þegar Chelsea bauð henni að koma "til baka" í sitt starf. „Ég held að Mourinho komi ekki vel út úr þessu máli. Hann gerði greinilega mistök í hita leiksins og hefði átt að segja það strax og biðjast síðan afsökunar," sagði Greg Dyke í bréfi til stjórnarmanna enska sambandsins en BBC sagði frá því. „Hann sagði þess í stað mjög lítið og Frú Carneiro missti starfi sitt," bætti Dyke við. Það var áhorfandi á leiknum sem kvartaði við enska sambandið vegna framkomu Jose Mourinho gagnvart Evu og sambandið skoðaði því málið frekar. Jose Mourinho slapp eins og áður sagði við refsingu. „Okkar fólk hefur rannsakað málið og þó að Herra Mourinho hafi ekki brotið neinar reglur þá sýndi hann greinilega dómgreindarleysi og óheppilega hegðun á almannafæri," skrifaði Greg Dyke í bréfið sitt.
Enski boltinn Tengdar fréttir Wenger um Evu og Mourinho: Hef engan áhuga á því sem gerist hjá Chelsea Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er hvorki mikill vinur Jose Mourinho eða áhugamaður um það sem er í gangi á Brúnni. 14. ágúst 2015 11:30 Yfirmaður heilbrigðismála hjá FIFA kemur Evu Carneiro til varnar Yfirmaður heilbrigðismála hjá FIFA segir að knattspyrnustjóri eigi ekkert að skipta sér af störfum lækna liðsins, það sé skylda þeirra að hlúa að leikmönnum séu þeir meiddir. 14. ágúst 2015 08:00 Mourinho ætti að biðja hana afsökunar Sú ákvörðun Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, að banna lækni Chelsea-liðsins, Evu Carneiro, að koma nálægt liðinu á æfingum, leikjum eða á hóteli liðsins, hefur vakið upp hörð viðbrögð á Englandi. 13. ágúst 2015 09:30 Eva búin að fá nóg af Jose Mourinho | Hætt hjá Chelsea Eva Carneiro, hinn 42 ára gamli læknir knattspyrnuliðs Chelsea, hefur ákveðið að yfirgefa félagið aðeins sex vikum eftir að knattspyrnustjórinn Jose Mourinho gagnrýndi hana opinberlega. 22. september 2015 17:21 Eva fær ekki lengur að koma á völlinn með Chelsea Vinsælasti læknirinn í enska boltanum fær ekki lengur að koma á völlinn með Chelsea-liðinu. 11. ágúst 2015 19:15 Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Sjá meira
Wenger um Evu og Mourinho: Hef engan áhuga á því sem gerist hjá Chelsea Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er hvorki mikill vinur Jose Mourinho eða áhugamaður um það sem er í gangi á Brúnni. 14. ágúst 2015 11:30
Yfirmaður heilbrigðismála hjá FIFA kemur Evu Carneiro til varnar Yfirmaður heilbrigðismála hjá FIFA segir að knattspyrnustjóri eigi ekkert að skipta sér af störfum lækna liðsins, það sé skylda þeirra að hlúa að leikmönnum séu þeir meiddir. 14. ágúst 2015 08:00
Mourinho ætti að biðja hana afsökunar Sú ákvörðun Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, að banna lækni Chelsea-liðsins, Evu Carneiro, að koma nálægt liðinu á æfingum, leikjum eða á hóteli liðsins, hefur vakið upp hörð viðbrögð á Englandi. 13. ágúst 2015 09:30
Eva búin að fá nóg af Jose Mourinho | Hætt hjá Chelsea Eva Carneiro, hinn 42 ára gamli læknir knattspyrnuliðs Chelsea, hefur ákveðið að yfirgefa félagið aðeins sex vikum eftir að knattspyrnustjórinn Jose Mourinho gagnrýndi hana opinberlega. 22. september 2015 17:21
Eva fær ekki lengur að koma á völlinn með Chelsea Vinsælasti læknirinn í enska boltanum fær ekki lengur að koma á völlinn með Chelsea-liðinu. 11. ágúst 2015 19:15