Yfirmaður enska sambandsins: Mourinho átti að biðja Evu afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2015 07:30 Greg Dyke, yfirmaður enska knattspyrnusambandsins gagnrýndi Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, fyrir framgöngu sína í máli læknisins Evu Carneiro þrátt fyrir að portúgalski stjórinn hafi sloppið við refsingu hjá sambandinu. Aganefnd enska sambandsins taldi Jose Mourinho saklausan af því að hafa mismunað Evu Carneiro með því að úthúða henni í leik Chelsea og Swansea fyrr í vetur. Mourinho lét hana bæði heyra það bæði inn á vellinum sem og að gagnrýna hana eftir leikinn. Eva Carneiro fór þá inná ásamt sjúkraþjálfara til að huga að Edin Hazard í uppbótartíma þegar Chelsea-liðið var þegar orðið manni færri í leiknum og var að reyna að fá meira út úr leiknum. Hazard þurfti því að fara útaf vellinum sem þýddi að Chelsea-liðið var níu á móti ellefu. Mourinho varð mjög reiður og sakaði Evu um barnaskap og lítinn leikskilning en það var þó dómari leiksins sem kallaði á aðstoð frá læknaliði Chelsea. Mourinho lét ekki þar við sitja heldur mátti Eva Carneiro, starfandi aðallæknir liðsins, ekki koma nálægt Chelsea-liðinu í framhaldinu hvort sem það var á æfingum eða í leikjum. Eva ákvað síðan að hætta störfum hjá félaginu þegar Chelsea bauð henni að koma "til baka" í sitt starf. „Ég held að Mourinho komi ekki vel út úr þessu máli. Hann gerði greinilega mistök í hita leiksins og hefði átt að segja það strax og biðjast síðan afsökunar," sagði Greg Dyke í bréfi til stjórnarmanna enska sambandsins en BBC sagði frá því. „Hann sagði þess í stað mjög lítið og Frú Carneiro missti starfi sitt," bætti Dyke við. Það var áhorfandi á leiknum sem kvartaði við enska sambandið vegna framkomu Jose Mourinho gagnvart Evu og sambandið skoðaði því málið frekar. Jose Mourinho slapp eins og áður sagði við refsingu. „Okkar fólk hefur rannsakað málið og þó að Herra Mourinho hafi ekki brotið neinar reglur þá sýndi hann greinilega dómgreindarleysi og óheppilega hegðun á almannafæri," skrifaði Greg Dyke í bréfið sitt. Enski boltinn Tengdar fréttir Wenger um Evu og Mourinho: Hef engan áhuga á því sem gerist hjá Chelsea Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er hvorki mikill vinur Jose Mourinho eða áhugamaður um það sem er í gangi á Brúnni. 14. ágúst 2015 11:30 Yfirmaður heilbrigðismála hjá FIFA kemur Evu Carneiro til varnar Yfirmaður heilbrigðismála hjá FIFA segir að knattspyrnustjóri eigi ekkert að skipta sér af störfum lækna liðsins, það sé skylda þeirra að hlúa að leikmönnum séu þeir meiddir. 14. ágúst 2015 08:00 Mourinho ætti að biðja hana afsökunar Sú ákvörðun Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, að banna lækni Chelsea-liðsins, Evu Carneiro, að koma nálægt liðinu á æfingum, leikjum eða á hóteli liðsins, hefur vakið upp hörð viðbrögð á Englandi. 13. ágúst 2015 09:30 Eva búin að fá nóg af Jose Mourinho | Hætt hjá Chelsea Eva Carneiro, hinn 42 ára gamli læknir knattspyrnuliðs Chelsea, hefur ákveðið að yfirgefa félagið aðeins sex vikum eftir að knattspyrnustjórinn Jose Mourinho gagnrýndi hana opinberlega. 22. september 2015 17:21 Eva fær ekki lengur að koma á völlinn með Chelsea Vinsælasti læknirinn í enska boltanum fær ekki lengur að koma á völlinn með Chelsea-liðinu. 11. ágúst 2015 19:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Sjá meira
Greg Dyke, yfirmaður enska knattspyrnusambandsins gagnrýndi Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, fyrir framgöngu sína í máli læknisins Evu Carneiro þrátt fyrir að portúgalski stjórinn hafi sloppið við refsingu hjá sambandinu. Aganefnd enska sambandsins taldi Jose Mourinho saklausan af því að hafa mismunað Evu Carneiro með því að úthúða henni í leik Chelsea og Swansea fyrr í vetur. Mourinho lét hana bæði heyra það bæði inn á vellinum sem og að gagnrýna hana eftir leikinn. Eva Carneiro fór þá inná ásamt sjúkraþjálfara til að huga að Edin Hazard í uppbótartíma þegar Chelsea-liðið var þegar orðið manni færri í leiknum og var að reyna að fá meira út úr leiknum. Hazard þurfti því að fara útaf vellinum sem þýddi að Chelsea-liðið var níu á móti ellefu. Mourinho varð mjög reiður og sakaði Evu um barnaskap og lítinn leikskilning en það var þó dómari leiksins sem kallaði á aðstoð frá læknaliði Chelsea. Mourinho lét ekki þar við sitja heldur mátti Eva Carneiro, starfandi aðallæknir liðsins, ekki koma nálægt Chelsea-liðinu í framhaldinu hvort sem það var á æfingum eða í leikjum. Eva ákvað síðan að hætta störfum hjá félaginu þegar Chelsea bauð henni að koma "til baka" í sitt starf. „Ég held að Mourinho komi ekki vel út úr þessu máli. Hann gerði greinilega mistök í hita leiksins og hefði átt að segja það strax og biðjast síðan afsökunar," sagði Greg Dyke í bréfi til stjórnarmanna enska sambandsins en BBC sagði frá því. „Hann sagði þess í stað mjög lítið og Frú Carneiro missti starfi sitt," bætti Dyke við. Það var áhorfandi á leiknum sem kvartaði við enska sambandið vegna framkomu Jose Mourinho gagnvart Evu og sambandið skoðaði því málið frekar. Jose Mourinho slapp eins og áður sagði við refsingu. „Okkar fólk hefur rannsakað málið og þó að Herra Mourinho hafi ekki brotið neinar reglur þá sýndi hann greinilega dómgreindarleysi og óheppilega hegðun á almannafæri," skrifaði Greg Dyke í bréfið sitt.
Enski boltinn Tengdar fréttir Wenger um Evu og Mourinho: Hef engan áhuga á því sem gerist hjá Chelsea Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er hvorki mikill vinur Jose Mourinho eða áhugamaður um það sem er í gangi á Brúnni. 14. ágúst 2015 11:30 Yfirmaður heilbrigðismála hjá FIFA kemur Evu Carneiro til varnar Yfirmaður heilbrigðismála hjá FIFA segir að knattspyrnustjóri eigi ekkert að skipta sér af störfum lækna liðsins, það sé skylda þeirra að hlúa að leikmönnum séu þeir meiddir. 14. ágúst 2015 08:00 Mourinho ætti að biðja hana afsökunar Sú ákvörðun Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, að banna lækni Chelsea-liðsins, Evu Carneiro, að koma nálægt liðinu á æfingum, leikjum eða á hóteli liðsins, hefur vakið upp hörð viðbrögð á Englandi. 13. ágúst 2015 09:30 Eva búin að fá nóg af Jose Mourinho | Hætt hjá Chelsea Eva Carneiro, hinn 42 ára gamli læknir knattspyrnuliðs Chelsea, hefur ákveðið að yfirgefa félagið aðeins sex vikum eftir að knattspyrnustjórinn Jose Mourinho gagnrýndi hana opinberlega. 22. september 2015 17:21 Eva fær ekki lengur að koma á völlinn með Chelsea Vinsælasti læknirinn í enska boltanum fær ekki lengur að koma á völlinn með Chelsea-liðinu. 11. ágúst 2015 19:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Sjá meira
Wenger um Evu og Mourinho: Hef engan áhuga á því sem gerist hjá Chelsea Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er hvorki mikill vinur Jose Mourinho eða áhugamaður um það sem er í gangi á Brúnni. 14. ágúst 2015 11:30
Yfirmaður heilbrigðismála hjá FIFA kemur Evu Carneiro til varnar Yfirmaður heilbrigðismála hjá FIFA segir að knattspyrnustjóri eigi ekkert að skipta sér af störfum lækna liðsins, það sé skylda þeirra að hlúa að leikmönnum séu þeir meiddir. 14. ágúst 2015 08:00
Mourinho ætti að biðja hana afsökunar Sú ákvörðun Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, að banna lækni Chelsea-liðsins, Evu Carneiro, að koma nálægt liðinu á æfingum, leikjum eða á hóteli liðsins, hefur vakið upp hörð viðbrögð á Englandi. 13. ágúst 2015 09:30
Eva búin að fá nóg af Jose Mourinho | Hætt hjá Chelsea Eva Carneiro, hinn 42 ára gamli læknir knattspyrnuliðs Chelsea, hefur ákveðið að yfirgefa félagið aðeins sex vikum eftir að knattspyrnustjórinn Jose Mourinho gagnrýndi hana opinberlega. 22. september 2015 17:21
Eva fær ekki lengur að koma á völlinn með Chelsea Vinsælasti læknirinn í enska boltanum fær ekki lengur að koma á völlinn með Chelsea-liðinu. 11. ágúst 2015 19:15