Mourinho ætti að biðja hana afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2015 09:30 Eva Carneiro og sjúkraþjálfarinn Jon Fearn huga að Eden Hazard í uppbótartíma í 2-2 jafntefli Chelsea og Swansea. Vísir/AFP Sú ákvörðun Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, að banna lækni Chelsea-liðsins, Evu Carneiro, að koma nálægt liðinu á æfingum, leikjum eða á hóteli liðsins, hefur vakið upp hörð viðbrögð á Englandi. Mourinho var mjög ósáttur með þá ákvörðun Evu Carneiro að hlúa að meiðslum Eden Hazard í uppbótartíma í 2-2 jafntefli Chelsea og Swansea í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Mourinho sagði að læknirinn skildi ekki leikinn og að hún hafi ekki farið eftir fyrirmælum hans. Mourinho talaði um það eftir leikinn að læknalið Chelsea hafi þarna sýnt óþarfa hvatvísi og barnalega hegðun. „Hvort sem að þú ert búningastjóri, læknir eða ritari á bekknum þá verður þú að skilja leikinn," sagði Jose Mourinho í viðtali á blaðamannafundi eftir leikinn. Hjá flestum liðum hefði svona ákvörðun kannski ekki fengið mikið pláss í enskum fjölmiðlum en Evu Carneiro sker sig úr af því að hún er einn allra vinsælasti læknirinn í enska boltanum. Það hjálpar heldur ekki Mourinho í þessu skrýtna máli að hann var að gera lítið úr konu með þessari ákvörðun sinni. Það hefur líka komið í ljós að samkvæmt reglum leiksins þá er má læknaliðið ekki fara inn á völlinn nema með leyfi dómarans. Michael Oliver, dómari leiks Chelsea og Swansea, kallaði ekki einu sinni heldur tvisvar á Evu Carneiro og sjúkraþjálfara hennar í umræddum meiðslum Eden Hazard. Eva var því ekki að óhlýðnast Mourinho heldur að fylgja reglum leiksins. Peter Brukner, fyrrum læknir Liverpool, heimtar afsökunarbeiðni frá portúgalska stjóranum fyrir að niðurlægja Evu opinberlega. Hann segir að Jose Mourinho hafi hundrað prósent rangt fyrir sér. „Hann ætti að biðja hana afsökunar og félagið ætti sjálft að sjá til þess að hvorki læknirinn né sjúkraþjálfarinn verði lækkuð í tign vegna þessa máls," sagði Peter Brukner við BBC Radio 5 en hann vinnur nú hjá ástralska krikket landsliðinu. Peter Brukner er langt frá því að vera sá eini sem hefur komið til varnar Evu en hún hefur fengið mikinn stuðning frá fremstu mönnum innan lækna- og sjúkraþjálfara hóps enskra íþrótta. Eva Carneiro er 41 árs gömul og kom fyrst til Cheslea árið 2009. Hún vann fyrst með varaliði Chelsea en það var André Villas-Boas sem gaf henni stöðuhækkun og tók hana inn í aðallliðið. Hún hefur unnið fyrir knattspyrnustjórana Villas-Boas, Roberto Di Matteo, Rafael Benítez og José Mourinho. Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira
Sú ákvörðun Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, að banna lækni Chelsea-liðsins, Evu Carneiro, að koma nálægt liðinu á æfingum, leikjum eða á hóteli liðsins, hefur vakið upp hörð viðbrögð á Englandi. Mourinho var mjög ósáttur með þá ákvörðun Evu Carneiro að hlúa að meiðslum Eden Hazard í uppbótartíma í 2-2 jafntefli Chelsea og Swansea í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Mourinho sagði að læknirinn skildi ekki leikinn og að hún hafi ekki farið eftir fyrirmælum hans. Mourinho talaði um það eftir leikinn að læknalið Chelsea hafi þarna sýnt óþarfa hvatvísi og barnalega hegðun. „Hvort sem að þú ert búningastjóri, læknir eða ritari á bekknum þá verður þú að skilja leikinn," sagði Jose Mourinho í viðtali á blaðamannafundi eftir leikinn. Hjá flestum liðum hefði svona ákvörðun kannski ekki fengið mikið pláss í enskum fjölmiðlum en Evu Carneiro sker sig úr af því að hún er einn allra vinsælasti læknirinn í enska boltanum. Það hjálpar heldur ekki Mourinho í þessu skrýtna máli að hann var að gera lítið úr konu með þessari ákvörðun sinni. Það hefur líka komið í ljós að samkvæmt reglum leiksins þá er má læknaliðið ekki fara inn á völlinn nema með leyfi dómarans. Michael Oliver, dómari leiks Chelsea og Swansea, kallaði ekki einu sinni heldur tvisvar á Evu Carneiro og sjúkraþjálfara hennar í umræddum meiðslum Eden Hazard. Eva var því ekki að óhlýðnast Mourinho heldur að fylgja reglum leiksins. Peter Brukner, fyrrum læknir Liverpool, heimtar afsökunarbeiðni frá portúgalska stjóranum fyrir að niðurlægja Evu opinberlega. Hann segir að Jose Mourinho hafi hundrað prósent rangt fyrir sér. „Hann ætti að biðja hana afsökunar og félagið ætti sjálft að sjá til þess að hvorki læknirinn né sjúkraþjálfarinn verði lækkuð í tign vegna þessa máls," sagði Peter Brukner við BBC Radio 5 en hann vinnur nú hjá ástralska krikket landsliðinu. Peter Brukner er langt frá því að vera sá eini sem hefur komið til varnar Evu en hún hefur fengið mikinn stuðning frá fremstu mönnum innan lækna- og sjúkraþjálfara hóps enskra íþrótta. Eva Carneiro er 41 árs gömul og kom fyrst til Cheslea árið 2009. Hún vann fyrst með varaliði Chelsea en það var André Villas-Boas sem gaf henni stöðuhækkun og tók hana inn í aðallliðið. Hún hefur unnið fyrir knattspyrnustjórana Villas-Boas, Roberto Di Matteo, Rafael Benítez og José Mourinho.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira