Fótbolti

Leikur Kolbeins og félaga blásinn af vegna veðurs

Kolbeinn í leik með Ajax á sínum tíma.
Kolbeinn í leik með Ajax á sínum tíma. Vísir/getty
Stöðva þurfti leik Nantes og Nice í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld á upphafsmínútum seinni hálfleiks vegna úrhellis rigningar en þetta kom fram á Twitter-síðu Nantes.

Kolbeinn var að vanda í byrjunarliði Nantes í leiknum en staðan var 2-2 í hálfleik. Flauta þurfti leikinn af í seinni hálfleik vegna veðurs en mynd af vellinum má sjá hér fyrir neðan.

Nantes greinir frá því á Twitter-síðu sinni að verið sé að kanna hvort hægt verði að klára leikinn í kvöld.

. #ogcnfcn la partie est interrompue à Nice. #deluge

A photo posted by FC Nantes (@fcnantes) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×