Innlent

Öfug flís í verki Errós í Breiðholti

Bjarki Ármannsson skrifar
Hefðir þú komið auga á þetta?
Hefðir þú komið auga á þetta? Mynd/Þráinn Steinsson
Ein fjölmargra flísa í mósaíklistaverkinu Frumskógardrottningin, sem er að finna á vegg íþróttamiðstöðvarinnar í Austurbergi í Breiðholti, er á hvolfi. Á þetta bendir Þráinn Steinsson, tæknimaður á Bylgjunni og íbúi í Efra-Breiðholti, á Facebook-síðu sinni.

Á meðfylgjandi mynd geta glöggir lesendur Vísis komið auga á öfugu flísina en hún liggur fyrir ofan augabrún trúðsins.

Verkið er eitt tveggja stórra veggmynda sem listamaðurinn Erró gaf Reykjavíkurborg í fyrra til fegrunar Efra-Breiðholts. Systurverk Frumskógardrottningarinnar, Réttlætisgyðjan, er að finna á fjölbýlishúsi í Álftahólum. Það verk var afhjúpað í fyrra en Frumskógardrottningin nú í byrjun mánaðar.

Greint var frá því í fyrra að skiptar skoðanir væru meðal íbúa Breiðholts á uppsetningu verkanna. Til að mynda sæist neðri hluti Réttlætisgyðjunnar illa og þá töldu sumir að peningnum sem fór í verkefnið væri betur varið í aðrar framkvæmdir í hverfinu. Erró gaf borginni verkin, sem áður segir, en kostnaður við framleiðslu og uppsetningu Frumskógardrottningunnar nam rúmlega 24 milljónum króna.

Nýr skandall!! Klúður í rándýru mosaik listaverki við sundlaug Breiðholts!!! Ein flís er á hvolfi og skekkir myndina!!!...

Posted by Þráinn Steinsson on 21. september 2015

Tengdar fréttir

Erró í Breiðholtið

Tvær risavaxnar veggmyndir eftir listamanninn Erró verða settar upp í efra Breiðholti á næstunni. Borgarstjóri segir að verkin komi til með að auka lífsgæði í hverfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×