Starfshópur ráðherra: Leggja til að foreldrar geti samið um skipta búsetu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2015 11:09 Skipt búseta verður skráð í Þjóðskrá Íslands nái tillögur starfshópsins í gegn. Vísir/Getty Starfshópur á vegum innanríkisráðherra leggur til að tekið verði upp ákvæði í barnalögum þar sem foreldrum sem fara sameiginlega með forsjá barns og ákveða að ala upp saman á tveimur heimilum, verði veitt heimild til að semja um skipta búsetu barns að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Sá samningur eigi að hafa í för með sér ákveðin réttaráhrif eins og að opinber stuðningur skiptist jafnt á milli foreldra, meðlag falli sjálfkrafa niður og skipt búseta verði skráð í Þjóðskrá Íslands þar sem hægt sé að miðla þeim upplýsingum.Hópurinn, sem var stofnaður í byrjun árs, hefur skilað skýrslu um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum. Að mati starfshópsins á skipt búseta að fela í sér fimm meginþætti. 1. Foreldrar taki í sameiningu allar ákvarðanir er varða barnið, þ.á.m. ákvarðanir er varða lögheimili innanlands, leikskóla, grunnskóla og daggæslu, heilbrigðisþjónustu og tómstundir. Það sem barni er fyrir bestu skuli átíð vera í fyrirrúmi. 2. Að opinber stuðningur við foreldra skiptist jafnt á milli þeirra, s.s. barnabætur, mæðra- og feðralaun og umönnunargreiðslur. Þá verði tekið tillit til þess að barn sé í skiptri búsetu varðandi rétt til námslána og vaxtabóta. 3. Að meðlag falli sjálfkrafa niður með þeim rökum að skipt búseta byggi á góðu samkomulagi og ríkum samstarfsvilja foreldra þar sem gengið er út frá því að foreldrar semji sín á milli um hvernig framfærslu barnsins skuli háttað. 4. Að stuðningur og þjónusta sveitarfélaga við foreldra vegna barns skiptist jafnt á milli þeirra nema þeir semji á annan hátt. 5. Að skipt búseta barns verði skráð í Þjóðskrá Íslands og hægt verði að miðla þeim upplýsingum, m.a. til sveitarfélaga.Skýrsluna (PDF) í heild má lesa í viðhengi neðan við fréttina.Nokkur skilyrði þarf að uppfylla vegna skiptrar búsetu.vísir/vilhelmHópurinn leggur til eftirfarandi skilyrði fyrir skiptri búsetu. Ef forsendurnar bresta þurfa foreldrar að leita til sýslumanns og fara í sáttameðferð.Sameiginleg forsjá Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að foreldrar fari sameiginlega með forsjá barns enda felur skipt búseta í sér jafna ábyrgð, rétt og skyldu foreldra til að taka sameiginlega allar ákvarðanir er varða barnið.Samkomulag um lögheimili barns Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að foreldrar komist að samkomulagi um hjá hvoru þeirra barn eigi lögheimili þar sem það getur aðeins átt lögheimili á einum stað.Gott samstarf foreldra Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að til staðar sé góð og víðtæk sátt milli foreldra um það sem barninu er fyrir bestu. Mikilvægt er að foreldrar eigi farsæl samskipti varðandi hagi barnsins og geti miðlað upplýsingum um daglegt líf þess sín á milli. Það er mat starfshópsins að gott samstarf lýsi sér í jafnræði milli foreldra sem sýni hvort öðru sveigjanleika í samskiptum, gagnkvæma virðingu og traust.Nálægð heimila Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að foreldar búi nálægt hvort öðru, í sama eða aðliggjandi skólahverfi, hvort sem um er að ræða sama sveitarfélag eða ekki. Þá er mikilvægt, að mati starfshópsins, að barn sé einungis í einum leikskóla og sæki einn grunnskóla. Einnig að barnið geti sótt skóla frá báðum heimilum, tekið þátt í frístundastarfi og átt samskipti við vini.Staðfesting sýslumanns Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að samningur þess efnis verði háður staðfestingu sýslumanns. Sýslumanni ber að leiðbeina foreldrum um þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að skipt búseta komi til greina og hvaða réttaráhrif hún hefur í för með sér. Þá telur starfshópurinn nauðsynlegt að sýslumanni verði heimilt að synja um staðfestingu á skiptri búsetu ef skilyrði eru ekki uppfyllt eða sýslumaður telur skipta búsetu ekki þjóna hagsmunum barnsins.Ráðgjöf Starfshópurinn leggur áherslu á að áður en sýslumaður staðfestir samning foreldra um skipta búsetu verði þeim gert skylt að fá ráðgjöf hjá embætti sýslumanns sem sérfræðingur í málefnum barna veitir. Þannig verði unnt að stuðla að því að foreldrar fái frekari fræðslu og ráðgjöf um hvort skipt búseta sé barninu fyrir bestu. Starfshópurinn var skipaður í byrjun árs 2015. Í honum áttu eftirtaldir sæti: Þórhildur Líndal, lögfræðingur og forstöðumaður Rannsóknastofnunar Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni sem formaður, tilnefnd af innanríkisráðherra, Guðríður Bolladóttir, lögfræðingur í velferðarráðuneytinu, tilnefnd af félags- og húsnæðismálaráðherra, Bóas Valdórsson, sálfræðingur hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, tilnefndur af Sýslumannafélagi Íslands, Pálmi Þór Másson, deildarstjóri hjá lögfræðideild Kópavogsbæjar, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Sólveig Jóhanna Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Þjóðskrá Íslands, tilnefnd af Þjóðskrá Íslands. Með starfshópnum unnu Rakel Þráinsdóttir, lögfræðingur hjá sýslumanninum á Suðurnesjum, og Svanhildur Þorbjörnsdóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu, fram til júlí 2015. Þá starfaði Lilja Borg Viðarsdóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu, með hópnum í ágúst 2015. Alþingi Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Sjá meira
Starfshópur á vegum innanríkisráðherra leggur til að tekið verði upp ákvæði í barnalögum þar sem foreldrum sem fara sameiginlega með forsjá barns og ákveða að ala upp saman á tveimur heimilum, verði veitt heimild til að semja um skipta búsetu barns að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Sá samningur eigi að hafa í för með sér ákveðin réttaráhrif eins og að opinber stuðningur skiptist jafnt á milli foreldra, meðlag falli sjálfkrafa niður og skipt búseta verði skráð í Þjóðskrá Íslands þar sem hægt sé að miðla þeim upplýsingum.Hópurinn, sem var stofnaður í byrjun árs, hefur skilað skýrslu um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum. Að mati starfshópsins á skipt búseta að fela í sér fimm meginþætti. 1. Foreldrar taki í sameiningu allar ákvarðanir er varða barnið, þ.á.m. ákvarðanir er varða lögheimili innanlands, leikskóla, grunnskóla og daggæslu, heilbrigðisþjónustu og tómstundir. Það sem barni er fyrir bestu skuli átíð vera í fyrirrúmi. 2. Að opinber stuðningur við foreldra skiptist jafnt á milli þeirra, s.s. barnabætur, mæðra- og feðralaun og umönnunargreiðslur. Þá verði tekið tillit til þess að barn sé í skiptri búsetu varðandi rétt til námslána og vaxtabóta. 3. Að meðlag falli sjálfkrafa niður með þeim rökum að skipt búseta byggi á góðu samkomulagi og ríkum samstarfsvilja foreldra þar sem gengið er út frá því að foreldrar semji sín á milli um hvernig framfærslu barnsins skuli háttað. 4. Að stuðningur og þjónusta sveitarfélaga við foreldra vegna barns skiptist jafnt á milli þeirra nema þeir semji á annan hátt. 5. Að skipt búseta barns verði skráð í Þjóðskrá Íslands og hægt verði að miðla þeim upplýsingum, m.a. til sveitarfélaga.Skýrsluna (PDF) í heild má lesa í viðhengi neðan við fréttina.Nokkur skilyrði þarf að uppfylla vegna skiptrar búsetu.vísir/vilhelmHópurinn leggur til eftirfarandi skilyrði fyrir skiptri búsetu. Ef forsendurnar bresta þurfa foreldrar að leita til sýslumanns og fara í sáttameðferð.Sameiginleg forsjá Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að foreldrar fari sameiginlega með forsjá barns enda felur skipt búseta í sér jafna ábyrgð, rétt og skyldu foreldra til að taka sameiginlega allar ákvarðanir er varða barnið.Samkomulag um lögheimili barns Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að foreldrar komist að samkomulagi um hjá hvoru þeirra barn eigi lögheimili þar sem það getur aðeins átt lögheimili á einum stað.Gott samstarf foreldra Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að til staðar sé góð og víðtæk sátt milli foreldra um það sem barninu er fyrir bestu. Mikilvægt er að foreldrar eigi farsæl samskipti varðandi hagi barnsins og geti miðlað upplýsingum um daglegt líf þess sín á milli. Það er mat starfshópsins að gott samstarf lýsi sér í jafnræði milli foreldra sem sýni hvort öðru sveigjanleika í samskiptum, gagnkvæma virðingu og traust.Nálægð heimila Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að foreldar búi nálægt hvort öðru, í sama eða aðliggjandi skólahverfi, hvort sem um er að ræða sama sveitarfélag eða ekki. Þá er mikilvægt, að mati starfshópsins, að barn sé einungis í einum leikskóla og sæki einn grunnskóla. Einnig að barnið geti sótt skóla frá báðum heimilum, tekið þátt í frístundastarfi og átt samskipti við vini.Staðfesting sýslumanns Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að samningur þess efnis verði háður staðfestingu sýslumanns. Sýslumanni ber að leiðbeina foreldrum um þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að skipt búseta komi til greina og hvaða réttaráhrif hún hefur í för með sér. Þá telur starfshópurinn nauðsynlegt að sýslumanni verði heimilt að synja um staðfestingu á skiptri búsetu ef skilyrði eru ekki uppfyllt eða sýslumaður telur skipta búsetu ekki þjóna hagsmunum barnsins.Ráðgjöf Starfshópurinn leggur áherslu á að áður en sýslumaður staðfestir samning foreldra um skipta búsetu verði þeim gert skylt að fá ráðgjöf hjá embætti sýslumanns sem sérfræðingur í málefnum barna veitir. Þannig verði unnt að stuðla að því að foreldrar fái frekari fræðslu og ráðgjöf um hvort skipt búseta sé barninu fyrir bestu. Starfshópurinn var skipaður í byrjun árs 2015. Í honum áttu eftirtaldir sæti: Þórhildur Líndal, lögfræðingur og forstöðumaður Rannsóknastofnunar Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni sem formaður, tilnefnd af innanríkisráðherra, Guðríður Bolladóttir, lögfræðingur í velferðarráðuneytinu, tilnefnd af félags- og húsnæðismálaráðherra, Bóas Valdórsson, sálfræðingur hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, tilnefndur af Sýslumannafélagi Íslands, Pálmi Þór Másson, deildarstjóri hjá lögfræðideild Kópavogsbæjar, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Sólveig Jóhanna Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Þjóðskrá Íslands, tilnefnd af Þjóðskrá Íslands. Með starfshópnum unnu Rakel Þráinsdóttir, lögfræðingur hjá sýslumanninum á Suðurnesjum, og Svanhildur Þorbjörnsdóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu, fram til júlí 2015. Þá starfaði Lilja Borg Viðarsdóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu, með hópnum í ágúst 2015.
Alþingi Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Sjá meira