Fótbolti

Birkir Bjarnason skoraði í sigurleik Basel

Stefán Árni Pálsson skrifar
Birkir Bjarnason hefur farið vel af stað í herbúðum Basel.
Birkir Bjarnason hefur farið vel af stað í herbúðum Basel. Vísir/Getty
Birkir Bjarnason skoraði eitt mark fyrir Basel sem vann Lugano, 3-1, í svissnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Luca Zuffi  skoraði tvö fyrstu mörk leiksins og það var síðan Birkir sem setti þriðja markið fimm mínútum fyrir leikslok. Antonini Culina minnkaði muninn fyrir Lugano undir lok leiksins. 

Basel er í efsta sæti deildarinnar með 27 stig.   




Fleiri fréttir

Sjá meira


×