Enski boltinn

Smalling: Martial kemur með það sem við þurftum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Anthony Martial.
Anthony Martial. vísir/getty
Chris Smalling, miðvörður Manchester United, telur að áhættusamur leikstíll Anthony Martial, Frakkans unga sem United keypti fyrir 36 milljónir punda frá Monaco, sé nákvæmlega það sem liðið vantaði.

Þessi 19 ára gamli framherji byrjaði á því að skora mikilvægt mark gegn Liverpool í stórleik á Old Trafford og er í heildina búinn að skora fjögur mörk í fimm leikjum og leggja upp eitt.

„Það er ekki hægt að biðja um betri stað eða stund til að kynna sig fyrir stuðningsmönnum Manchester United en að skora á móti Liverpool í fyrsta leik,“ segir Smalling.

„Það var risastór stund fyrir hann og allir sáu hversu vel hann fer með boltann og hversu beinskeittur hann er. Það er eitthvað sem við þurftum fyrir þessa leiktíð.“

„Bara með þessu eina marki sem hann skoraði gegn Liverpool sást hvernig leikmaður hann er. Hann er mjög beinskeittur og tilbúinn að taka leikmenn á. Hann tekur áhættur og er virkilega öflugur,“ segir Chris Smalling.


Tengdar fréttir

Hjörvar: Ný stjarna fædd í enska boltanum

Strákarnir í Messunni ræddu frammistöðu franska framherjans Anthony Martial sem hefur slegið í gegn strax á fyrstu vikum sínum í herbúðum Manchester United.

Wenger missti af Martial

Knattspyrnustjóri Arsenal taldi Frakkann unga vera meiri kantmann og vildi því ekki fá hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×