Innlent

Lögfræðiálit sagt byggt á misskilningi

Sveinn Arnarsson skrifar
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Haraldur Líndal Haraldsson, segir lögfræðiálit byggt á misskilningi.
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Haraldur Líndal Haraldsson, segir lögfræðiálit byggt á misskilningi. vísir/daníel
Samband íslenskra sveitarfélaga leggst gegn því að Hafnarfjarðarbær breyti skipuriti sínu í þá átt að Hafnarfjarðarhöfn verði færð undir bæjarstjóra. Þetta kemur fram í lögfræðiáliti sambandsins varðandi umræddar breytingar. Lögfræðiálitið barst bæjarfulltrúum þann 7. september síðastliðinn, tveimur vikum eftir að álitið barst bænum.

Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri segir álitið byggt á misskilningi.

„Þessi misskilningur orsakast þannig að vinnudrög voru send sambandi sveitarfélaga að skipulagi hafnarinnar og þau drög hafa aldrei farið fyrir bæjarstjórn. Ég hef ekki lesið álit Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem í ljós kom að fyrri drög voru byggð á misskilningi. Eftir að ég kom úr sumarfríi lágu ný drög fyrir sem lögfræðingar sambandsins gerðu ekki athugasemdir við og þau drög liggja fyrir til samþykktar í bæjarstjórn,“ segir Haraldur.

Gunnar Axel Axelsson segir það skipta máli að allar upplýsingar liggi á borðinu þegar ákvarðanir eru teknar um grunnreglur sveitarfélagsins. „Við verðum að sjá allar þær upplýsingar sem liggja að baki og eru til um málið áður en ákvörðun er tekin og það orkar tvímælis að enginn kjörinn fulltrúi hafi séð lögfræðiálit Sambands sveitarfélaga sem leggst gegn hugmyndum um breytingar hafnarinnar,“ segir Gunnar Axel. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×