Innlent

Íbúðastofnun í stað Íbúðalánasjóðs

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eygló Harðardóttir stefnir á að leggja frumvarpið fram á haustþingi.
Eygló Harðardóttir stefnir á að leggja frumvarpið fram á haustþingi. vísir/ernir
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hyggst leggja fram frumvarp á haustþingi um að ný stofnun, Íbúðastofnun, taki við hluta þeirra verkefna sem Íbúðalánasjóður hefur sinnt.

Þar á meðal er veiting stofnframlaga til byggingar eða kaupa á leiguíbúðum sem ætlaðar eru hópi leigjenda sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum.

Í þingmálaskrá kemur fram að stofnunin muni að auki vera stjórnvöldum til ráðgjafar um mótun húsnæðisstefnu, annast söfnun, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á sviði húsnæðismála og meta þörf á búsetuúrræðum. Frumvarpið byggist á tillögum verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála og yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í vor um húsnæðismál til að greiða fyrir gerð kjarasamninga. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×