Innlent

Búast má við umferðartöfum á Suðurlandi

Gissur Sigurðsson skrifar
Bændur eru komnir af fjalli og eru að reka fé til rétta.
Bændur eru komnir af fjalli og eru að reka fé til rétta. vísir/stefán
Búast má við einhverjum umferðartöfum á vegum á Suðurlandi í dag og næstu tvo dag þar sem bændur eru komnir af fjalli og eru að reka fé til rétta. Þeir hrepptu hið versta veður í gær , en náðu þrátt fyrir það að halda utan um safnið og halda áætlun til byggða.

Svo er að sjá hvernig féð er fram gengið, en þar sem byrja er að slátra annars staðar á landinu er fallþungi dilka yfirleitt minni en undanfarin ár, sem skýrist af því hvað gróður tók síðar við sér á hálendinu í ár vegna kulda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×